Vikan


Vikan - 07.10.1993, Síða 68

Vikan - 07.10.1993, Síða 68
TEXTI: LOFTUR ATLIEIRÍKSSON Á ÞRÖSKULDI NÝRRA UPPGÖTVANA VIÐTAL VIÐ MICHAEL CRICHTON, HÖFUND JURASSIC PARK Gott handrit er undir- staða góðrar kvik- myndar. Stundum eru handrit frumsamin fyrir hvíta tjaldið en oft eru þau byggð á skáldverkum sem áður hafa verið birt á bók. Margir kvik- myndagerðarmenn í Holly- wood segja að ástæða þess hve mikið er framleitt af svokölluðum formúlumyndum sé skortur á góðum handritum og frumlegum hugmyndum. Þessi gagnrýni gildir ekki um rithöfundinn Michael Crichton sem skrifaði bæði bókina og handritið að Jurassic Park. Hugmyndin að sögunni er í hæsta máta óvenjuleg en sagan segir frá auðkýfingi sem fær vísindamenn í lið með sér til að endurskapa risaeðlur þær er drottnuðu yfir jörðinni fyrir meira en hundrað milljónum ára. Bókin hefur verið á metsölulista í Banda- ríkjunum lengi og kvikmyndin, sem á henni er byggð, hefur slegið hvert aðsóknarmetið á fætur öðru. Crichton útskrifaðist í lækn- isfræði frá Harvardháskóla og hefur því sterkan fræðilegan bakgrunn til vísindasagnagerð- ar enda bera verk hans þess merki þó sumar hugmyndir hans sér nokkuð á undan okk- ar samtíð. Hann hefur verið kallaður faðir tæknitryllanna en sjö kvikmyndir hafa verið byggðar á sögum eftir hann. Crichton hefur einnig leikstýrt sex myndum sjálfur og þekktastar eru Coma og The Great Train Tobbery. Eftir að sýningar á Jurassic Park hófust hafa selst meira en þrjár milljónir eintaka af bókinni til viðbótar við fyrri sölu en bækur Crichtons hafa verið þýddar á yfir tuttugu tungumál. Við hittumst nýlega á falleg- um sumardegi í Los Angeles og ég spurði hann fyrst hvaða lögmál hann hefði til hliðsjónar þegar hann skrifaði kvik- myndahandrit upp úr bókum sínum. „Það eru engin ákveðin lög- mál sem ég styðst við. Helsta vandamálið við Jurassic Park var að þjappa saman sögunni en bókin er fjögur hundruð hann væri of dýr í hönnun en eins og áhorfendur sjá tókst okkur einnig að komast yfir þá fyrirstöðu." VÆNTINGARNAR STÓÐUST - Rithöfundurinn Tolkien sagði ▲ Spielberg ásamt einum aöal- leikaranna, Richard Atten- borough. síður en handritið fjörutíu. Það þýddi að mörg atriði varð að stytta en sagan er þess eðlis að erfitt var að sleppa nokkrum hluta hennar. Steven Spielberg vildi halda öllum at- riðum sögunnar. Hann sagði við mig: „Haltu boðskapnum, risaeðlunum, spennunni og öllu öðru. Gangi þér vel.“ Þetta var náttúrlega ekki ein- falt verk. Þá bárust skilaboð frá þeim sem áttu að sjá um tæknibrellurnar um að risaeðl- urnar gætu ekki gert hitt og þetta þannig að viðkomandi atriði yrðu að detta út. Það er að þakka tæknilegum framför- um á sviði tölvugrafíkur á þeim tíma sem tók að gera myndina að þessi atriði urðu að lokum framkvæmanleg og eru f henni. Kvikmyndaverið vildi líka sleppa stórfengleg- um fossi sem er í sögunni því í viðtaii að kvikmynd gerði það sama við skáidsögu og risa- eðla sem stígur á vélarhlíf á bíl. Ert þú sammála þessu? „Kvikmyndir og skáldsögur eru óneitanlega mjög ólíkir frá- sagnarmiðlar og það verða ó- hjákvæmilega breytingar þeg- ar farið er með sögu úr einum miðli yfir í annan. Ég skil ekki rithöfunda sem fá háar fjár- hæðir fyrir verk sin og kvarta síðan sáran yfir hvernig þau eru meðhöndluð í kvikmynd- um. Þeir geta alveg ráðið hvort þeir selja sögur sínar eða ekki. Ef þeim er svona annt um listamannsímynd sína og vita ekki að mikið af smekklausu fólki vinnur við kvikmyndagerð þá hafa þeir kannski ástæðu til að kvarta. Ég tel þetta yfirleitt tilgerð og trúi því ekki. Það hafa verið framleiddar sjö kvikmyndir eftir bókum mínum og ég hef orðið fyrir alls konar reynslu í því sambandi, allt frá því að æla og til þess að vera mjög á- nægður, sem var tilfellið með Jurassic Park. Ég læt mig ekki dreyma um að engar breyting- ar verði á sögum mínum þeg- ar þær eru kvikmyndaðar, ég vona bara að kjarni þeirra komist til skila á tjaldinu." - Fólkið, sem sat í kringum mig í kvikmyndasalnum, var greinilega mjög skelkað þegar það sá risaeðlurnar í Jurassic Park. Hver voru þín viðbrögð þegar þú sást myndina? „Ég var í óttakasti þegar ég settist í sætið ( kvikmynda- salnum vegna þess að ég var búinn að segja í meira en ár að þetta yrði stórkostleg kvik- mynd og nú var komin sú stund að ég kæmist að því hvort ég hefði á réttu að standa. Ég hafði heimsótt upptökustaðinn og séð tak- markað efni úr myndinni og út frá því byggði ég trú mína á að þessi kvikmynd yrði engri lík tæknilega séð. Samt sem áður er engin leið að segja hvað gerist þegar þessir bútar eru settir saman en ég gerði mér miklar vonir og þær stóð- ust fyllilega og meira en það.“ - Hvert er mat þitt á tækni- brellum í Jurassic Park? „Mér finnst áríðandi að geta þess að við erum að tala um nokkuð sem er miklu merkara en vel gerð risaeðlumynd. Það sem er að gerast í kvik- myndum og við sáum fyrst í Terminator 2 er bylting á þessum miðli eins og við þekkjum hann. Möguleikarnir á að breyta myndum án þess að áhorfendur sjái það og frelsið frá takmörkum kvik- myndatökuvélarinnar þýðir eitthvað algjörlega nýtt. Ég var búinn að minnast á þetta við ýmsa aðila sem veittu því enga athygli en það var fyrst 68 VIKAN 20. TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.