Vikan


Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 70

Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 70
Á ÞRÖSKULDI NÝRRA UPPGOTVANA þegar ég talaði við Steven Spielberg sem ég hitti ein- hvern sama sinnis. Með því að nota nýjustu tölvutækni við kvikmyndagerð verða til ný störf og þörf fyrir nýja hæfi- leika. Nú þuríum við ekki lengur að eiga við sérlundaða leikara, við búum þá bara til í tölvum," segir Michael og hlær. ERFÐAFRÆÐIN ÓGNVEKJANDI - Jurassic Park hefur þann boðskap að við ættum að vera á varðbergi gagnvart því sem er að gerast í erfðalíffræði. Er hér um raunverulega hættu að ræða að þínu áliti? „Ég veit ekki hverju ég get bætt við það sem ég segi í bókinni en áhyggjur mínar byggjast á því að hér er verið að vinna með grundvallar líf- fræðilögmál og það getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Við erum ekki að tala um eitt- hvað í líkingu við kynbætur á dýrum og plöntum. Núna eru vísindamenn farnir að breyta sjálfum genunum og þetta á sér stað án eftirlits í þúsundum efnafræðistofa víða um heim.“ - Hversu samvinnuþýðir voru þessir vísindamenn í heimildaöflun þinni fyrir Ju- rassic Park? „Nýlega birtist grein í New York Times þar sem gefið er í skyn að þeir séu reiðir yfir myndinni. Það getur vel verið að einhverjir þeirra séu það en þeir sem ég hef talað við hafa verið forvitnari um hvort risaeðlurnar líti eðlilega út, hvenær myndin verði frum- sýnd og hvort hún sé við hæfi barna. Myndin fjallar um margt annað sem kemur erfðalíffræði ekki svo mikið við, meðal annars hversu mikla stjórn við höfum á því sem við sköpum í „einangr- uðu umhverfp'. Ef erfðalíffræði væri aðalumfjöllunarefnið væri kannski ekki skynsam- legt að gera mynd um risaeðl- ur og búast við að vera tekinn alvarlega." - Sérð þú engar jákvæðar hliðar á erfðalíffræði? „Erfðalíffræði er mjög um- fangsmikil og flókin fræðigrein. Afurðir hennar eiga eftir að vera í fæðu okkar, lyfjum og efnunum í því sem við höfum daglega í kringum okkur. Hún á eftir að hafa mikil áhrif á læknavísindi og þá þjónustu sem við fáum hjá læknum og valda að minnsta kosti jafn- miklum breytingum og varð með tilkomu plasts og raf- magnstækja til heimilisnota. Þetta er svo víðtæk grein og með svo margvíslega mögu- leika að það er ekki nokkur leið að setja fram einfaldar full- yrðingar um þessi mál. Hún er flóknari en kjarnorkuvísindin en tæknilegar nýjungar, sem komu fram með þeim, eru margar mjög jákvæðar. Það er svo umhugsunarefni á meðan verið er að gera tilraunir í fjöl- mörgum efnafræðistofum og í alls konar tilgangi hvort mark- miðin séu ekki oft einungis hé- gómleg eða hreinlega hættu- leg. Mér er fullkunnugt um að margir eru aö leika sér með stórhættulega hluti því ég þekki erfðalíffræðinga sem hafa hætt í störfum sínum af þeim sökum og sagt mér frá því. Ég hef verið spurður hvað um sé að ræða en ég get ekk- ert látið hafa eftir mér um það. Mér finnst ástæða til að vera á varðbergi því uppgötvunum af þessu tagi fylgir mikið vald sem bæði er hægt að nota til góðs og ills.“ SKEMMTI- LEGT MENNTA- FÓLK - Hefur þú engar áhyggjur af að boðskapur bókarinnar falli í skuggann af spennunni og tæknibrellunum í myndinni? „Ég held að ef litið er raun- sætt á málið væri flónska að reikna ekki með því. Það er aldrei hægt að vita fullkom- lega hvaða áhrif skáldverk hafa á lesendur eða kvik- myndaáhorfendur. Einn þeirra fyrstu sem lásu bókina er þekktur erfðalíffræðingur. Hann var upprifinn og sagði að þetta væri framkvæman- legt - sem var akkúrat and- stæðan við þau viðbrögð sem ég vildi kalla fram. Mér sýnist boðskapurinn geti verið svo margþættur. Það hefur til dæmis enginn minnst á það við mig að í landi sem á við kreppu að stríða í menntamál- um og í iðnaði sem virðist fagna heimsku er Jurassic Park mynd um hámenntað fólk. Samt er það skemmtilegt og athyglisvert og það er boð- skapur út af fyrir sig. Það er hægt að hafa langar fræðileg- ar umræður í bók en slíkt á ekki heima í kvikmyndum. Ég lét mig ekki dreyma um að hafa slíkt í myndinni en ég er ánægður með stemmninguna í henni. Ég sé mjög skýrt í myndinni það sem ég hafði í huga í sögunni.“ - Hvernig fékkstu hug- myndina að því að skrifa Jurassic Park og hvað vakti áhuga þinn á því? „Eg fékk hugmyndina að því að skrifa bók um erfðalíf- fræðilega hönnun á risaeðlum árið 1983. Á þeim tíma var slíkt fullkomin fantasía. Ég veit ekki hvaðan hugmyndin kom en þá var algjör fjar- stæða að vinna með forsögu- lega DNA kjarnasýru. Ég fann enga leið til að gera söguna trúverðuga og lagði því hug- myndina til hliðar í nokkur ár. Á þeim tíma urðu örar fram- farir í erfðalíffræði og vísinda- menn fóru að tala um að hugsanlega yrði í framtíðinni hægt að endurskapa lífverur sem væru útdauðar, ef hægt væri að komast yfir DNA úr þeim. Ég tók þessar hug- myndir alvar- lega þó við séum ekki enn- þá orðin fær um að gera þetta og skrifaði bókina.“ KNÚINN TIL AÐ SKRIFA - Hvernig velur þú viðfangsefni til að skrifa um? „Oft þegar ég er að skrifa eitt- hvað vildi ég frekar vera að fjalla um eitthvert annað við- fangsefni. Þegar ég var að skrifa Jurassic Park varð mér oft hugsað til þess að ég væri á fimmtugsaldri og það væri óviðeigandi að ég væri að skrifa um risaeðlur. Mér finnst stundum eins og ég sé nauð- beygður til að skrifa eitthvað, eins og ósýnileg hönd grípi mig hálstaki og mér sé sagt að ég verði að gera þetta. Um síðustu helgi var ég að hugsa um að mig langaði að leik- stýra mynd og þá varð til hug- mynd að nýrri sögu sem ég verð þess í stað að skrifa. Hversu fáránlega sem það kann að hljóma hef ég enga stjórn á því sem ég skrifa. Eg sé eitthvað í umhverfinu eða heiminum sem ég er óviss um og það vekur forvitni mína. Oft er það áhuginn sem vakn- ar við þær vangaveltur sem kveikir i mér.“ - Eyddir þú miklum tíma í heimildaöflun fyrir Jurassic Park? „Já, og það varð mér til mikillar ánægju. Helst vildi ég bara afla heimilda, komast að persónulegri niðurstöðu og snúa mér síðan að næsta áhugasviði án þess að skrifa.“ - Það er mikið um sam- ræður í bókum þínum. Er það kannski vegna þess að þú sért þá þegar með kvik- myndahandrit í huga? „Nei, samræðurnar í bókun- um henta mjög illa fyrir kvik- myndir og eru því sjaldan ó- breyttar í þeim. Þetta er bara minn stíll og fljótlegasta að- ferð sem ég þekki til að þróa persónurnar og söguþráðinn samtimis." - Þér hefur ekki komið í hug að leikstýra Jurassic Park sjálfur? „Nei, ég hafði ekki minnsta áhuga á því. Ég var búinn að vinna að sögunni í sex ár og hafði á tilfinningunni að það yrði mjög erfitt að gera kvik- mynd eftir henni. Mér fannst líka að Steven Spielberg væri besti maðurinn til að gera það farsællega." - Kom upp einhver tog- streita á milli skemmti- og fræðigildis við gerð Jurassic Park? „Þegar ég skrifaði bókina datt mér í hug að gera risa- eðlurnar grimmari en þær voru í raunveruleikanum. Um svipað leyti voru gefin út frf- merki hér í Bandaríkjunum með myndum af risaeðlum og þær voru ekki fullkomlega raunsæjar. Þúsundir skóla- barna skrifuðu póstyfirvöldum mótmælabréf og í Ijósi þess þorði ég ekki annað en að vera dýrafræðinni trúr. Ekki vildi ég drukkna í bréfum frá börnum sem vita allt um risa- eðlur. Steven Spielberg lang- aði til að hafa eðlurnar lit- skrúðugri í myndinni en ég minnti hann á þetta og þá hætti hann við það.“ - Af hverju hafa amerísk börn svona mikinn áhuga á risaeðlum? „Ég gæti talað í klukkutíma um allar þær kenningar sem hafa verið settar fram um þetta mál. Vinur minn, sem er geðlæknir, segir að það sé af því þær séu svo stórar og minni börn á foreldra sína. Ég held að það sé eins góð kenn- ing og hver önnur." - Mig langar að lokum að spyrja þig til gamans hvernig tilfinning það sé að vera svona frægur og sjá myndir af sér í gluggum á öllum bókabúðum. „I gær varð konan mín vör við rútu fulla af túristum fyrir utan húsið okkar. Þar voru þeir að taka myndir og vinka,“ segir Michael og virðist ekki upprifinn yfir þeim afleiðingum vinsældanna. □ 70VIKAN 20.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.