Vikan


Vikan - 04.11.1993, Síða 12

Vikan - 04.11.1993, Síða 12
Draumaráðningabækur eru heldur ekki til neinna nota þar sem sama táknið getur haft mismunandi merkingu eftir því hver það er sem dreymir. Að dreyma vatn mun vera einkar jákvætt fyrir þann sem hefur unun af að synda eða róa báti í frístundum. Fyrir þann sem er vatnshræddur mun þetta vera mjög óþægileg reynsla. Við getum ekki lært draumamálið á sama hátt og við lærum ensku eða þýsku því að við höfum öll, hvert og eitt, okkar sérstaka draumamál sem byggist á okkar eig- in lífsreynslu. Vegna þess að öll erum við manneskjur eru viss grundvallaratriði sem koma fram öðru hverju í draumum langflestra. Þau virðast þýða það sama fyrir okkur öll þar sem þetta eru myndræn tákn fyrir sameiginlega tilfinn- ingu eða reynslu. En jafnvel þessar sameiginlegu grund- vallar draumahugsanir geta í raun og veru ekki kallast altækar myndir eða líkingar því að þótt þær vísi til líkra tilfinninga eða aðstæðna hafa þær mismunandi þýðingu fyrir einstaklinginn - algjörlega háða aðstæðum viðkom- andi. 10

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.