Vikan


Vikan - 20.09.1995, Qupperneq 14

Vikan - 20.09.1995, Qupperneq 14
KVIKMYNDIR ! horfa á hann og hugsa: „Þessi náungi er dásamleg- ur!“ Hann getur alveg fengið mann til að bráðna. Þú er þekkt fyrir að hafa gaman af smáhrekkjum við tökur. Já, en ég reyni nú að komast hjá því að slasa fólk! Einu sinni átti ég í svolitlu stríði við einn af tökuliðinu. Á endanum náði ég í risastórt Já, ég og frú Filipi áttum í miklu ástar-haturssambandi. Ég hef aldrei þolað að láta segja mér fyrir verkum. Ég var alltaf að rífa kjaft við hana, eins og maður gerir þegar maður er ungur og stefnulaus. Þá verður maður algerlega óþolandi. Einhvern tímann áttum við að fara með einræðu og ég nennti ekki einu sinni að læra mína. SJÁLFRI SÉR NÓG Sem barn og unglingur flæktist þú um heiminn með móður þinni sem söng óperuhlutverk víða í Evróþu. Varstu rótlaus? Þegar ég var lítil þoldi ég það ekki - að vera sífellt á þvælingi. En í dag er ég feg- in að hafa fengið að læra þýsku og vita í hvaða húsi í Salzburg Mozart fæddist og Sandra mætir á frumsýn- ingu kvik- myndarinn- ar While You Were Sleeping. Með henni eru foreldr- ar hennar, John og Helga. slökkvitæki, lét kalla á hann og sprautaði froðu yfir hann allan. En maður má auðvitað ekki ganga of langt. SJÚK í TÖLVUR OG KJÚKLING Þú ert mikil áhugamann- eskja um tölvutækni og ert m.a. áskrifandi að netkerfinu „America Online“. Hversu oft „plöggarðu inn“? Mótaldið mitt er bilað svo að ég hef trassað það und- anfarið. Fyrst, þegar ég fór að eiga við America Online, fór ég beint inn á spjalllín- urnar en ég þreyttist á því því að það svaraði mér aldrei neinn. Ég þoldi það ekki! Á America Online átt þú þinn eigin aðdáendaklúbb. Vinsæl spurning þar er: „Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?“ Kentucky Fried kjúklingur er í algjöru uppáhaldi, með kartöflumús, brauði og maís- kólfum. Ég get ekki lifað án þess. Margir hafa líka spurt eftir sögum af þér úr mennta- skóla, einkum sambandi þínu við leiklistarkennarann- Svo ég bjó til á staðnum eitt- hvað bull um það hvernig það væri að starfa sem lík- snyrtir! Og hún sagði: „Stór- fínt! Þú færð A.“ Og þá sagði ég: „En ef ég segði þér að ég hafi ekki haft glóru um hvað ég var að röfla, fæ ég þá samt A?“ Aumingja kon- an var að verða gráhærð. Hvernig skólastúlka varst þú? Ó Guð! Ég var hræðilega halló. Ég var t.d. nýbúin að vera í Þýskalandi um tíma þegar ég kom í sjöunda bekk og á meðan allir hinir voru komnir í þröngar buxur var ég í útvíðum. Og með spennur í hárinu. Ég var ekki kosin „Líklegust til að ná langt“ en ég fékk þó titilinn „Líklegust til að lífga uþp á tilveruna" og ég var voða- lega stolt af því. Ég hafði nefnilega engan áhuga á því að stjórna heiminum eða verða fræg en mig langaði framar öðru að fá fólk til að hlæja, gera lífið aðeins skemmtilegra. Þess vegna laðast ég svona að gaman- hlutverkum - það er svo erf- itt og ögrandi verk að fá fólk til að hlæja. ég held að við systurnar sé- um víðsýnni en ella vegna uppeldis okkar. Við hræð- umst ekki tilhugsunina um að skella okkur út í eitthvað nýtt. Ég er þakklát fyrir það. Þú ert sjálfri þér nóg. Um- gengstu fólk aðeins þegar þú neyðist til þess eða er þér það eðlilegt? Ég hef alltaf haft ríka þörf fyrir að geta bjargað mér sjálf, vita hvernig fara eigi að hlutunum. Þá þarf ég aldrei að verða byrði á neinum út af einhverjum smámunum. En upp á síðkastið hugsa ég oft sem svo að óg þurfi kannski ekki endilega að geta allt sjálf - þú veist, „nennir ekki einhver annar að keyra?" Stundum vildi ég að ég leyfði mér að vera kærulaus og hanga úti til fimm á nóttunni og að ég væri ekki svona stundvís og nákvæm. Ég þarf að gera eitthvað i þessu. Hvernig hefurðu hugsað þér að gera það? Ég fékk hugljómun um daginn. Þegar þessum tveimur myndum er lokið ætla ég að hóa í þrjá vini og leigja með þeim risastórt rúgbrauð með myndbands- tæki og hljómtækjum og keyra þvert yfir Bandaríkin. Mig langar að sjá Nashville, hús Presleys, New Or- leans. . . og éta ostasamlok- ur þar til óg fæ bólur af því. Og vera í skítugum gallabux- um allan tímann. FIM AÐ FLÍSALEGGJA Þú gerðir húsið þitt upp sjálf. Hvernig kemstu hjá því að láta strákana fá minni- máttarkennd gagnvart þér? Ekkert mál, ég passa mig bara á því að gera ekki allt vel! Sumt get ég gert sjálf, við annað þarf ég aðstoð. En ég kann vel við fólk sem get- ur unnið með eigin höndum, skapað eitthvað í höndun- um. Mér er alveg sama hvort það er að rífa hluti í sundur, setja þá saman, skrifa, mála eða höggva í stein. Ég er til „Þaö var útilokaö annaö en aö taka eftir Söndru. Hún lét alltaf eins og trúður,“ segir ein af gömlu skólasystrunum. 14 VIKAN 9. TBL. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.