Vikan


Vikan - 20.09.1995, Síða 30

Vikan - 20.09.1995, Síða 30
NÁMSTÆKNI >UR BOKINNI: ARANGURSMK NAMSTÆKNI SEM BÆTIR ARANGUR I PROFUM I upphafi skólaárs búa flestir yfir fiógrum fyrirheitum um að standa sig nú vel í skólanum. Þegar líða tekur á önnina vill liins vegar oft draga smám saman úir athyglinni og fyrirheitin fjúka út í veð- ur og vind. íslenska hugmyndasamsteypan hefur nú gefið út bókina Árangursrík námstœkni sem bœtir árangur í prófum eftir Michele Brown til að létta fólki námið. Bókin fjallar um þrjú grundvallaratriði sem sameiginleg eru öllu námi. Þau eru: Skipulagning, ein- beiting og mikil vinna. Lesandanum er bent á hvernig best er að skipuleggja tímann, hvernig hœgt er að gera raunhœfa námsáœtlun og ná þaiinig hámarksárangri í námi. í bókinni er að finna ráðleggingar um það hvernig vinnuaðstœður henta best, hvernig gott er að rifja upp og hvað best sé hafa með sér ípróf. Þar sem tekið er á ýmsum atriðum í bókinni er hún góð lesning, hvort heldur sem fólk er í skóla eður ei. Lítum til dœitiis á eftirfarandi kafla: ADKOMAÁ SKIPUIAGI Skipulagðar námsvenjur leíða strax til úrbóta. Hversu miklum tíma sóar þú nú í að gleyma hlutum sem þú þarft að nota í tiltekinni kennslu- stund, gleyma hvenær á að klára heimaverkefni, týna glósum o.s.frv.? Ef þér gengur illa að skipuleggja flest sem þú ger- ir, jafnvel daglega hluti, býð- urðu heim hættunni á óþarfa endurtekningum á erfiðri vinnu og meiri möguleikum á mistökum. Vertu skipulagður og þú vandar betur til vinnunnar og kemst að raun um að þú átt tíma aflögu í stað þess að vera alltaf í tímaþröng. GRUNDVALLARATRIÐI SKIPULAGNINGAR 1. Gerðu lista Þetta er sennilega besta ráðið sem þú getur tamið þér. Skráðu hjá þér allt sem þú þarft að gera; glósubók er ákjósanleg undir minnisat- riði. Útbúðu sérstaka lista yfir hluti sem þú þarft að gera en tengjast ekki náminu. Það auðveldar þér aðalskipulag- ið. Gefðu þér tíma til að fást við hluti á almenna listanum í stað þess að vera alltaf að leiða hugann frá náminu þegar þú átt að vera að læra. Strikaðu yfir þau atriði sem þú ert búinn að sinna. Þetta er hvatning í sjálfu sér; þú finnur ánægjuna sem felst í því að strika út verk sem leyst hafa verið af hendi! 2. Notaðu dagbók Dagbók er ómetanlegt hjálpartæki þegar þú þarft að skipuleggja tíma þinn sem best. Ef dagbókin er vel skipulögð eyðir þú ekki tíma í að gleyma hlutum eða hafa áhyggjur af því að gleyma hlutum: Haltu aðeins eina dagbók; það róar þig að vita að þar er allt skráð sem máli skiptir. Fáðu þér dagbók sem er mátulega stór þannig að þú getir tekið hana með þér hvert sem þú ferð. Dagbók, þar sem þú getur rennt í fljótu bragði yfir vik- una á einni opnu, er líklegast best. Nytsamlegra er að hafa dagbók sem byrjar í upphafi skólaárs frekar en alman- aksárs (þær eru fáanlegar). Skráðu niður allar lang- tíma upplýsingar (dagsetn- ingu prófa, dagsetningu frí- daga o.s.frv.) um leið og þú færð þér dagbókina. Skráðu hjá þér upplýsing- ar sem þú þarft hugsanlega að nota á meðan þú ert að heiman (símanúmer, heimil- isföng o.s.frv.). Skráðu niður nýjar ákvarð- anir (stefnumót, fundi, dag- setningu skiladaga bóka- safnsbóka o.s.frv.) um leið og þú tekur þær. Skráðu niður skiladaga í dagbókina. Ef þú bíður alltaf með hlutina fram á síðustu stundu, blekktu þá sjálfan þig með því að færa skila- dagana fram og minntu á komandi skiladaga með nokkurra daga fyrirvara. Haltu dagbókinni snyrti- legri og skráðu í hana á hverjum degi; notaðu leið- rétt-ingarvökva til að stroka út allt sem þarf að breyta. Settu teygju utan um for- síðuna og síðurnar sem búið er að nota svo dagbókin opnist á þeirri viku sem er hverju sinni. Stingdu umslagi sem þú geymir í hluti eins og miða og spjöld aftast í bókina. Einnig er hægt að fá dag- bækur í möppuformi („Time Manager" eða „Filofax") sem gera ráð fyrir plássi undir miða, heimilisföng o.s.frv. Þær eru augljóslega betri en dagbók með umslagi aftast og þær gætu fengið þig til að skipuleggja þig vera betur. Aftur á móti eru þær dýrari og það er alveg hægt að vera skipulagður án þeirra. Líttu í dagbókina í lok hvers dags. Vertu viss um að þú vit- ir hvað er framundan næsta dag. Er allt tilbúið? Ertu búinn að undirbúa það sem þarf að undirbúa? Hefurðu allt sem þú gætir þarfnast? 3. Notaðu spjaldskrá Spjaldskrár eru lítil box með skrásetningarspjöldum sem yfirleitt er raðað í staf- rófsröð. Tvær stærðir eru al- gengstar; sú stærri, sem tek- ur 152 x 102 mm skrásetn- ingarspjöld er betri. Ef þú vilt flokka dálkana samkvæmt eigin kerfi, getur þú einfaldlega límt miða yfir stafina og búið til eigin fyrir- sagnir. Spjaldskrár eru ákjósan- legar til að bæta inn upplýs- ingum jafnt og þétt. Notaðu þær til að: halda eigin skrá yfir nyt- samleg nöfn og heimildir byggja upp eigin spjald- skrár með upplýsingum, eins og t.d. bókalista koma á góðu skipulagi á upplýsingar um verkefni og áfangavinnu. 30 VIKAN 9. TBL. 1995

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.