Vikan - 20.09.1995, Síða 46
TONUST
Hér á landi verðurðu að
vera „commercial“ til að ná
langt og lifa af tónlistinni. Mér
fannst t.d. platan sem Björn
Jörundar gaf út síðustu jól hel-
víti „töff‘ plata. Þar var greini-
lega á ferð listamaður sem
leyfði sér að gera ýmsa óhefð-
bundna hluti. En það er lýsandi
fyrir íslenska markaðinn að
platan seldist ekki vel. Menn
þurfa alltaf að reyna að gera
lýðnum til geðs, það er synd.
Annað, sem ég hef áhyggjur
af varðandi íslenska poppbr-
ansann, er það hversu lítið er
um kvenfólk þar. Það er hrylli-
legt. Það sést best á Músík-til-
raunum Tónabæjar, þar eru 99
prósent þátttakenda strákar og
þetta virðist ekkert vera að lag-
ast.
Ég hef enga skýringu á þessu.
Kannski hafa strákar meiri þörf
fyrir að sýna sig en stelpur.
Það fyndna við þetta er þó að
frægasti tónlistamaður íslands
fyrr og siðar er kvenmaður;
Björk Guðmundsdóttir. Hún er
dýrkuð og dáð erlendis. Fólk á
íslandi áttar sig ekki á því, það
er stolt af henni en veit ekki
hversu mikil megastjarna hún
er. í dag þykir mjög „töff“ að
vinna með Björk í tónlistariðn-
aðinum á sama hátt og það
þykir „töff“ að vinna með Qu-
entin Tarantino í kvikmynda-
iðnaðinum. Stórir listamenn,
eins og Madonna, reyna að
stæla hana eins og þeir geta.“
Hvaða íslensk hljómsveit
finnst þér líklegust til að ná
frama í útlöndum í dag?
„Það er erfitt að segja. Jet
Black Joe komst nokkuð ná-
lægt því, ég hef heyrt það út-
undan mér. Ég bind vonir við
Cigarette, hún er nokkuð
„commercial" og er með
bresku ívafi. Emilía Torrini á
eftir að komast langt, hún fer
örugglega út að reyna fyrir
sér. Annars er það happa og
glappa hverjir „meika“ það.
Yfirleitt er það svo að þeir,
sem ætla sér að verða fræg-
ir, ná ekki því marki en hinir,
sem eru afslappaðir, detta
oft inn á framabrautina."
RÚV ER TÓM VITLEYSA
Er það eitthvað öðru fremur
sem þú stefnir að að gera í
dagskrárgerð í framtíðinni?
„Ég vil helst prófa þætti
sem koma inn á menningu
og listir. Það væri skemmti-
legt að vera með klukkutíma
langan þátt á viku og taka
fyrir allan fjandann, leyfa sér
allt. Það kostar hins vegar
peninga. Mér finnst Fiskur
án reiðhjóls t.d. í takt við það
sem ég vildi gera, sá þáttur
er mjög líflegur.“
Þú myndir ekki viija skipta
um lið og fara yfir til Ríkis-
sjónvarpsins?
„Ég vil ekki fara yfir á
RÚV, það er bara tóm vit-
leysa. Ég tel að ríkið eigi
ekki að skemmta lýðnum.
Karlarnir, sem stjórna hjá
RÚV, eru á engan hátt í takti
við dagskrárgerðina eða
starfsfólkið. Þeir hafa yfirleitt
hlotið pólitíska ráðningu. Að
auki finnst mér dagskrárupp-
byggingin á RÚV vera út í
hött, þar er enga fjölbreytni
að finna og lítið hugsað fyrir
þörfum hins almenna áhorf-
anda eða hlustanda. Fyrir-
tæki eins og RÚV á enga
framtíð fyrir sér.“
Og þar sem framtíðin berst f
tal lýkur viðtalinu með framtíð-
arsýn Pálma Guðmundssonar:
„Ég er mjög spenntur fyrir
framtíðinni. í framtíðinni verð-
ur heimilistölvan, sjónvarpið,
útvarpið og allt heila dótið
tengt við gagnabanka. Fólk
mun geta valið sér sjónvarps-
eða útvarpsefni af eins konar
matseðli. Það situr heima í
stofu, ýtir á takka og fær það
efni sem það vill sjá, allt í
gegnum gagnabanka. Þú
verður þinn eiginn dagskrár-
stjóri. Þannig verður hægt að
nýta tímann miklu betur. I dag
eyðir fólk heilu kvöldunum fyr-
ir framan sjónvarpið. Segjum
að þú sért búinn að horfa á
fréttir og viljir næst sjá þátt
klukkan níu þá verðurðu að
horfa á veðurfréttir og fullt af
auglýsingum þangað til. Með
þessu móti ílengist fólk fyrir
framan kassann.
Það er framtíðin sem ég
hef áhuga á og ég ætla að
undirbúa mig undir hana.“ □
/ 5iÐ HföVF- rsT /vó fwkx- ÍSL- Sfir wHý. SvEi MRfýUO Wssi NÚM- Efii'Ð KEjjRi S'fíG- LA/VÖ UtAM RPi Tgc
—> 1
iu\lu®P djSj mm m 5Kel z UmF
S6LD'dí{ > J 3
i Ft/GAfl 'fl FÖ5/CÍ BéflÐflwfii T fikA v/ \ / > 1 / 'fí- BfíEiÐU
HA&i 'MALb V S~ > ' > u
bORÐPi UtBaJ . / » £ »\yrjr~ i/jf\ lp , /
/ V / rnr
/ 3 t* cP Rómu. TfUA f
Lausnarorð síðustu krossgátu: GAMANMÁL
46 VIKAN 9. TBL. 1995