Vikan


Vikan - 20.09.1995, Side 50

Vikan - 20.09.1995, Side 50
LÆKNAVÍSINDI TEXTI: HALLA SVERRISDOniR Lyfjafræðin hefur gengið í gegnum mörg og erfið breytingatímabil en þeir eru eflaust margir sem reka upp stór augu þegar þeir frétta að læknar séu í einstaka tilfellum farnir að beita á ný lyfinu Thalidomi- de. Fá lyf hafa á sér and- styggilegra orð en einmitt það. Bandaríska konan Beckie Bell þjáðist um langt skeið af afar sjaldgæfum sjúkdómi er nefníst Bechets-sýki. Þetta er sýking í munni sem grefur bókstaflega sundur munn- Mynd frá því um 1970 sem sýnir eitt fórnar- lamba Thali- domide skrifa með fætinum þar eö hand- leggina vantar. holdið og vefina í kinnunum, jafnvel í hálsi líka. „Það var hægt að lyfta upp efri vörinni á mér og sjá beint upp í enn- isholumar," segir Beckie. Hún var komin á barm ör- væntingar og gat ekki lengur nærst sjálf þegar hún frétti af því að Thalidomide gæti SNÝRAFIUR LYFIÐ SKELFILEGA REYNIST GETA GERT GAGN LÍKA komið að gagni. Hún sár- bændi lækninn sinn um að útvega sér lyfið og eftir að- eins rúman sólarhring hafði undrið gerst - sárin voru far- in að gróa. „Það erfiðasta var að útvega lyfið,“ segir Beckie. Það skyldi engan undra sem þekkir sögu þess. „THALIDOMIDE- BÖRNIN" Ástæðuna þekkja þeir sem hafa aldur til að muna morðið á Kennedy forseta. Á seinni hluta sjötta áratugar- ins og í byrjun þess sjöunda notuðu milljónir manna Thalidomide sem róandi lyf. m Á sjöunda áratugnum var Thalidomide bannað og lyfið tekið af markaði vegna þess að það orsakaði skelfilega fæðingargalla. Nú hafa sérfræðingar uppgötvað að lyfið getur gert mikið gagn: • Það græðir sár af völdum holdsveki. • Það virðist draga úr sýkingarhættu í kjölfar beinmergs- ígræðslu. • Það virðist draga mjög úr tæringu og þyngdartapi hjá eyðni- og berklasjúklingum. • Það gæti komið í veg fyrir fjölgun HlV-veirunnar í mannslík- amanum. • Gæti stöðvað ofvöxt á æðum sem er algeng orsök blindu. • Gæti, af sömu ástæðum, hindrað vöxt krabbameinsæxla. Fyrir flesta olli lyfið engum óeðlilegum aukaverkunum en a.m.k. 10.000 konur sem tóku það inn á meðgöngu- tímanum, fæddu f heiminn svokölluð „Thalidomide- börn“, börn sem voru skelfi- lega vansköpuð. Á þau vant- aði útlimi, þau voru með fæt- ur þar sem fótleggirnir hefðu átt að vera, eða ólögulega stubba í stað handleggja. Hroðalegar Ijósmyndir af þessum bækluðu ungabörnum bárust um heiminn eins og eldur í sinu og vöktu hneykslan, reiði og sorg. Og lyfjafyrirtæki og læknar sóru þess dýran eið að nota lyfið aldrei framar. í Bandaríkjunum var lyfið bannað áður en það komst á markað. Samt var lyfið ekki úr sögunni því að fram- leiðslu þess var haldið áfram í Brasilíu árum saman og það var ein- mitt þangað sem læknir Beckie Bell þurfti að sækja það. UPPREISN ÆRU Nú hefur verið að koma á daginn að lyfinu má beita á áhrifaríkan hátt í baráttunni við jafnólíka sjúkdóma eins og krabbamein, alnæmi og augnsjúkdóma. í undirheim- um eyðnisjúklinga fer fram gróskumikil sölustarfsemi á lyfinu, ekki sfst þar sem sýk- ingar í munni hrjá marga eyðnisjúklinga, og þar kemur Thalidomide í góðar þarfir. Eins og stendur vinna menn að því að kanna raunveru- lega virkni þess á rannsókn- arstofum og ef niðurstaðan verður jákvæð kann sala þess að hefjast á ný innan fárra ára. Það var í ísrael sem upp- hafið að „endurreisn“ lyfsins átti sér stað. Árið 1965 var holdsveikisjúklingum þar í landi gefið lyfið í þeim til- gangi einum að róa þá niður. Öllum til mikillar furðu kom- ust menn að því að það hafði einnig græðandi áhrif á opin sár á húð sjúklinganna. Það var hins vegar ekki fyrr en 1989 að Dr. Gilla Kaplan, við Rockefeller-háskólann, heyrði af þessu og lék for- vitni á að vita hvernig á þessu stæði. Hún tók að rannsaka lyfið nánar og komst að því að það hafði hamlandi áhrif á framleiðslu tumor necrosis factor alpha (TFN-a) en það er efni í ónæmiskerfinu. Of mikið magn TNF-a orsakar hita- köst, þyngdartap og vefja- skemmdir sem og truflanir á ónæmiskerfi líkamans. Hins vegar er ákveðið magn TNF-a nauðsynlegt til að við- halda jafnvægi í ónæmis- kerfinu. Þetta er ákaflega viðkvæmur línudans. „Hið klassíska tvíeggja sverð," segir D. Kaplan. Henni varð hins vegar fljótlega Ijóst að sérstaða Thalidomide fólst í því að það hindraði ofvöxt TNF-a, án þess þó að útrýma efninu algerlega. AUGNSJÚKDÓMAR OG EYÐNI Dr. Kaplan ákvað að reyna lyfið á berklasjúklingum en þeirra á meðal voru nokkrir eyðnisjúklingar (berklar eru algengur fylgikvilli eyðni). Hún hefur nú staðfest að í meira en 80 prósentum til- vika tókst að stöðva tæring- arferlið sem berklar valda. Árið 1993 gerði hún kunna aðra uppgötvun; semsé þá að Thalodomide virtist - a.m.k. í tilraunaglösunum - hefta fjölgun HIV-1 veirunn- ar. Ef svo kynni að fara að lyfið hefði sömu áhrif í mannslíkamanum, sem er auðvitað alls ekki víst, gæti notkun þess komið í veg fyr- ir, eða seinkað því að HIV- smitaðir fái eyðni á lokastigi. „Ég vil ekki vekja falskar vonir hjá neinum,“ segir Dr. Kaplan. „Rannsóknir eru enn á byrjunarstigi." Hver ný vonarglæta f myrkviði eyðnirannsókna vekur auðvitað innilegan FRH. Á BLS. 52 50 VIKAN 9. TBL. 1995

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.