Vikan


Vikan - 20.09.1995, Page 60

Vikan - 20.09.1995, Page 60
Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rit- handarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran Kambsvegi 25, 104 Reykjavík Við vitum að erfiðleikar með tengdafólk geta verið bæði óþægilegir og illleysan- legir. Við svörum að þessu sinni konu sem heldur því fram að tengdapabbi hennar sé stöðugt að beita hana kynferðislegu áreiti. Hún á miklum erfiðleikum með manninn og veit ekki hvernig hún getur losnað undan þessu kvalræði. Hún kýs að kalla sig Stellu. NÆRGÖNGULL OG ÓVIDKUNNANLEGUR „Ég er hamingjusamlega gift manni sem þykir mjög vænt um mig. Viö eigum þrjú börn og allt gengur okkur í hag. Paö sem hrjáir mig er samband mitt viö tengdafööur minn sem er maöur á sextugs- aldri. Ég er undir þrí- tugu. Hann er stööugt aö reyna viö mig á mjög nærgönglan og óviö- kunnanleg- an hátt. Hann hefur t.d. nokkrum sinnum neytt mig til þess aö kyssa sig. Hann er það ósvífinn aö þegar maö- urinn minn er farinn í vinnuna birt- ist hann oft og iðulega. Ég reyni aö opna ekki fyrir hon- um,“ segir Stella. ÓTTAST NAUÐGUN Hún segir að þetta hafi byrjað fyrir um það bil ári og aukist jafnt og þétt síðan. Hún er hrædd og með sektar- mig. Ég óttast aö hann nauðgi mér á endanum ef ég get ekki losnaö viö hann,“ segir Stella og það er greinilegt að hún á ( miklum erfið- leikum með manninn vegna ágengni hans. ÁGENGUR OG FREKUR Hún segir þetta ástand gera sambandið við mann- inn sinn stirðara. Hún er óör- ugg með sig og reynir að flýja út á daginn. Hún er heimavinnandi og þess vegna er auðvelt að áreita hana þegar maðurinn er ekki heima. Hann passar sig á því að vera áhugalítill og af- skiptalaus þegar aðrir sjá til. Svo þegar þau eru ein þá er hann ágengur og frekur við hana. „Kæra Jóna Rúna, hvernig get ég losnaö út úr þessu? Á ég að þora aö segja manninum mínum frá þessu? Á ég aö segja tengdamóö- ur minni frá því hvaö maðurinn er ömurlegur? Er hann ekki bilaöur? Get- ur verið aö ég bjóöi á einhvern hátt upp á svona fram- komu? Af hverju er ég meö svona mikla sektar- kennd?“ ÓEDLILEG FRAM- KOMA OG UPP- UÓSTRUN Vissulega er Stella í erf- iðri aðstöðu og það er engin spurn- ing að út úr þessu verður hún að kom- FRH.ÁBLS.62 JONA RUNA SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ VILL KOMAST YFIRMIG KVEUANDI KYNFERÐISÁREITI kennd og veit ekki hvernig hún á að losna við þetta ósmekklega áreiti. „Tengda- mamma er ráörík og stjórnsöm en hann er rola gagnvart henni. Aftur á móti þegar hann er aö trufla mig þá er hann þvert á móti bæöi ófyrirleitinn og íþyngjandi. Hann tekur ekki mark á því sem ég segi og gerir í því aö trufla 60 VIKAN 9. TBL. 1995

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.