Vikan


Vikan - 20.11.1995, Qupperneq 8

Vikan - 20.11.1995, Qupperneq 8
ISLENSK FEGUKÐ vilja allir vinna en fari maður með það hugarfar í keppnina að sætta sig ekki við annað en sigur verður þátttakan gleðisnauð. Það er kostur að vera ákveðinn og með sjálfs- traust en löstur að vera stöð- ugt að troða sér áfram á kostnað annarra. Það hefur alltaf gefist best að vera heiðarlegur og samkvæmur sjálfum sér. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með 3. sætið. Þegar Ungfrú Norðurlönd keppnin fór fram var mikið fjallað um sigur íslenskra stúlkna undanfarin ár og norski dómarinn var hrein- lega með svívirðingar í okkar garð.“ Finnst þér eitthvaö nei- kvætt viö fegurðarsam- keppni? „Mér finnst flest mjög já- kvætt. Þó hefur mér fundist sumar stelpur hreinlega ekki Ungfrú Norö- urland, Sig- ríöur Ósk Kristjáns- dóttir, tók einnig þátt í Skandinavíu- keppninni. Hér sjást ís- lensku full- trúarnir í góöum gír f sundlauga- garöi í Hels- inki. Sigríöur Ósk heillaöi fjölmiöiafólk mest allra keppenda. ráða við þá athygli sem þær hafa fengið í gegnum tiðina eftir fegurðarsamkeppni. Ég var þessarar skoðunar áður en ég var sjálf þátttakandi og hef séð þetta gerast. Þeim fannst þær hreinlega vera yf- ir aðra hafnar. Einnig verður að gæta þess að stelpur séu ekki of ungar þegar þær taka þátt í keppninni." Fékkst þú mikla athygli í kjölfar titilsins Ungfrú Suöurnes? „Töluverða, og líka umtal, en þó yfirleitt jákvætt. Ég hef aldrei sett mig á háan hest og mun aldrei gera það. Ég veit hvar ég hef sjálfa mig og Brynja Björk eftir aö hafa veriö krýnd Feguröardrottning Suöurnesja 1995. Hún er hér meö foreldrum sínum; Önnu Siguröardóttur starfsstúlku á leikskóla og Herði Karlssyni leigubílstjóra. titillinn gaf mér ákveðna reynslu en hann breytti mér ekki að nokkru leyti.“ Strákarnir hafa legið í hrönnum í blómabeðinu við gluggann þinn? „Nei, ég get ekki sagt það. íslenskir karlmenn haga sér ekki þannig. Þeir eru alltaf bestir!“ Hefuröu í hyggju að nota fegurðina þér til framdrátt- ar með einhverjum hætti næstu árin? „Ég held að framkoman ráði mestu um það. Ég hef verið í nokkrum auglýsingum en þó hefur stóra tækifærið ekki komið upp á borð til mín.“ Hver er fegursta kona ís- lands? „Guðlaug Karlsdóttir, föð- ursystir mín. Hún er 78 ára en lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en fimmtug.“ Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta? „Ég er sannfærð um að Hjálmar Árnason, þingmaður okkar Suðurnesjamanna, yrði verðugur fulltrúi þjóðar- innar. Hann er fyrrverandi skólameistari og öndvegis maður.“ Ertu pólitísk? „Ég styð Framsókn en ég nenni ekki að rífast. Mér finnst pólitík einkennast of mikið af skítkasti og leiðind- um. Það er ekki fyrir mig." Hvernig sérðu þig fyrir þér eftir tíu, fimmtán ár? „Þá verð ég vonandi kom- inn með tvö, þrjú börn og yndislegan eiginmann. Við munum búa í glæsilegu húsi, sem mig hefur dreymt um, og ég verð vonandi orðin tannlæknir." Hvaö er spennandi viö það að vera uppi í allskon- ar fólki heilu og hálfu dag- ana? „Ég hef bara svo mikinn áhuga á tönnum. Þær eru það fyrsta sem ég tek eftir þegar ég hitti fólk. Þetta hlýt- ur að vera meðfæddur áhugi, eða mín örlög! Áður en ég hef nám í tannlækn- ingum langar mig til að skoða mig um í heiminum, m.a. dvelja veturlangt í París við nám í frönsku. Vonandi fer ég þangað næsta haust." Hvað veldur því aö þú hefur fengist við svo margt? Lært á píanó, stundað íþróttir auk þess að vera í nokkrum störfum samtímis? „Líklega einskær áhugi á að upplifa sem flest og viða að mér reynslu. Eftir að ég lauk stúdentsprófi starfaði ég hjá Kynnis- ferðum, seldi er- lendum ferða- mönnum ferðir um ísland. Ég vann líka á sól- baðsstofu og í fé- lagsmiðstöð. Eftir sex ára píanó- nám hóf ég að iðka handbolta og fótbolta og það var skemmtilegur tlmi.“ Hver er feg- ursta æsku- minningin? „Tíminn sem ég dvaldi hjá ömmu að Fitjum ( Skagafirði. Þar hópaðist saman fjöldi systkina og frændsystkina og sá tími er dýrmætur í endurminningunni.“ Hvað dýr náði að heilla þig upp úr skónum? „Kýrnar. Þær eru alveg yndislegar, hægar og pass- lega þrjóskar. Kannski sá ég sjálfa mig í þeim af því að ég er naut!“ Hvað finnst þér um þá staðreynd að erlendar skuldir okkar nema um milljón á hvert manns- barn? „Þetta er skelfileg tilhugs- un. Satt að segja sé ég ekki fram á það hvernig við ráð- um fram úr þessum vanda. Kannski er ráðið að skipta um fólk sem telur sig vera að stýra landinu." Ertu hrifnari af einum stjórnmálamanni en öðr- um? „Ég hef alltaf verið rosa- lega hrifin af Steingrími Her- mannssyni." Er sú hrifning áþekk þeirri sem þú hefur á kúm? „Kannski! Steingrímur er hægur og örugglega þrjósk- ur. Þá líst mér vel á móður- bróður minn Steindór Sig- urðsson, framsóknarmann. Hann er líka eins og kýrnarl'1 Manstu eftir þeim degi sem þú varst fyrst ástfang- in? „Já. Það var í byrjun maí 1989. Ég varð ástfangin á lokaballinu f skólanum og sambandið entist í 5 ár.“ Nú áttu þrjár alsystur og fjögur hálf-systkyni, hvað finnst þér mikilvægast í sambandi foreldra og barna? „Að þau geti talað saman um hvað sem er og beri virð- ingu hvert fyrir öðru.“ Gætirðu hugsað þér aö flytja frá Suður- nesjum? „Já. Ég er orðin svo þreytt á rok- inu. Það er reyndar mjög gott að búa á Suður- nesjum því þar er allt til alls en þeg- ar ég byrja í há- skólanum mun ég væntanlega leigja mér íbúð í Reykjavík." Hvaða gælun- öfn hafa loðaö við þig? „Aðeins móðir mín fær að kalla mig Brynfríði en eldri systir mín kallar mig Bearn- ie.“ Skammastu þín fyrir eitt- hvað sem þú hefur gert? „Ég sé ofboðslega eftir því að hafa bitið Hörpu, yngstu systur mína, í bakið þegar við vorum litlar." □ Ný mynd af þeirri konu sem Brynja Björk álýtur fegurstu konu íslands. 8 VIKAN 11. TBL. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.