Vikan


Vikan - 20.11.1995, Page 19

Vikan - 20.11.1995, Page 19
menn væru með sítt hár. Fólk var að undra sig á því hvað ég væri að gera þarna og hefur sjálfsagt haldið að ég væri í KGB. Þetta er heiðarlegt og nægjusamt fólk og þegar ég labbaði mér inn í smábæina í kring var það eins og að ganga inn ( gamalt málverk eftir Rem- brandt. Ég táraðist stundum þegar ég sá hvað íbúarnir voru ánægðir með lífið og hlutskipti sitt þótt veraldleg gæði væru lítil." Bjarni er tuttugu og fimm árum eldri en Teresa og seg- ir hann að í Portúgal sé al- gengt að mikill aldursmunur sé á hjónum og þar af leið- andi sé þar mikið af ekkjum á besta aldri. „Ég fór í brúð- kaup nítján ára stúlku sem var að giftast fimmtugum manni. Þegar ég minnist á karlkyns jafnaldra Teresu finnst henni það vera strák- pjakkar. Ég var ekkert í því að leita mér að ungri konu. Ég var bara að mála og það var af slysni að við hittumst en það var í nóvember 1990. Hún bjó í öðrum bæ, var að læra á bíl og beið alltaf eftir strætisvagninum heim til sín á kaffistofunni sem ég stund- aði. Einn daginn gerðist ég svo frakkur að bjóða henni sæti en ég sat alltaf einn við fjögurra manna borð. Það hafði enginn vogað sér að setjast hjá mér. Þá spurði hún hvort ég væri ekki myndlistarmaðurinn frá ís- landi. Við mæltum okkur mót viku seinna og þá kom hún með fullan poka af dæmi- gerðum, portúgölskum mat og matreiddi. Svo þróaðist þetta smám saman.“ LÍKIST KERLINGUNNI í LANDEYJUM Þórarinn Gunnarsson gull- smiður var styrktarmaður Bjarna til margra ára og þeg- ar fjölskyldan fluttist til ís- lands fyrir tveimur árum út- vegaði Þórarinn þeim hundr- að og fimmtíu fermetra vinnustofu. Ekkert bað var á staðnum þannig að ekki þýddi að vera þar þegar An- ita var komin til sögunnar. í dag er vinnustofa Bjarna hluti af stofunni á heimili hans og þar segist hann ein- ungis teikna. „Það er spurn- ing hvort maður fái sér ekki einhverja aðstöðu til að mála,“ segir hann. Bjarni hélt síðast einkasýningu í List- húsinu fyrir tveimur árum. Honum finnst mátulegt að haida sýningar á þriggja til fimm ára fresti þótt sumir hafi ráðlagt honum að sýna tvisvar á ári. „Það verða svo litlar breytingar á myndlistar- manni sem sýnir kannski tvisvar á sama árinu. Ég skulda innrömmunarfyrirtæk- inu ennþá hluta frá því ég sýndi í Listhúsinu. Ég mundi ekki vilja standa í þessu á næstunni. Maður getur sýnt í hverri viku í Portúgal en þar tekur galleríið áhættu á móti listamanninum. Hér er á- hættan bara hans. Svo er spurning hvort maður eigi að eyða hundruðum þúsunda í auglýsingastarfsemi eins og margir virðast gera hér, setja sig á tölvuskjái í Kringlunni og svo framvegis. Ég er ekki sú típa. Ég er frekar eins og kerlingin í Landeyjum sem hljóp bak við hurð þegar gestir komu. Ég hef aldrei farið út í þá markaðshugsjón að selja mig.“ VILL FLYTJA TIL PORTÚGALS Bíóbarinn er í næsta ná- grenni við heimili Bjarna og þar í kjallaranum á hann myndskreytingar af fuglum með mannshöfuð. Hugmynd- ina fékk hann fyrir fjórtán ár- um norður á Ströndum en þegar hann sá skarfana þar minntu þeir hann á mannfí- gúrur í þjóðfélaginu. Hvað varðar verð á málverkunum segir Bjarni að það fari eftir kaupendunum. „Þvottakona sem mætti á sýningu 1984 var búin að koma í þrígang og dást að einu verkanna og ég sló af myndinni án þess að hún bæði mig um það. Hún virtist nefnilega hafa virkilegan smekk fyrir verkinu. Ég myndi sjálfsagt bregðast öðruvísi við ef maður mætti í tvíhnepptum, beislituðum frakka,“ segir Bjarni meira f gríni en alvöru. Draumur Bjarna er að flytja aftur til Portúgals en þar standa myndlistarmenn saman. „Það væri lærdóms- ríkt fyrir þessa myndlistar- menn hér sem eru hver í sínu horni og allir með þess- ar patentlausnir. Þarna er bankað upp á hjá manni og menn voru að láta mann vita af kollektívsýningum. Það voru ótal samsýningar sem ég tók þátt í á þessum stutta tíma sem ég var þarna." Oft hefur hann þó viljað hætta að mála og gefa alla pensl- ana. Það hefur hins vegar ekki gengið. „Þetta er bara einhver vírus sem ég losna ekki við. Ég sagði einhvern tímann að það væri ágætt að kveðja þennan heim þeg- ar ég væri orðinn fimmtugur. Svo segir ERRÓ að fimmtíu ára aldurinn sé albesti aldur myndlistarmanna og að þá séu þeir búnir að ná áttum. Ég er kominn á lygnan sjó en það er nauðsynlegt að lenda í einhverju og upplifa eitthvað til að lífið verði ekki flatneskja. Ég held að það sé ekki gott fyrir myndlistar- menn að lifa sterílu lífi. Þá skeður ekki neitt. Núna þarf eitthvað að fara að gerast. Þessi kona mfn er svo róleg í tíðinni." Teresa situr enn við gluggann og horfir út. „Það hefur alltaf verið súrrealismi í mér,“ segir hann svo. „Þegar ég var með þessa sýningu fimmtán ára á Mokkakaffi, þá kom upp sú staða að Guðmundur á Mokka sagði að hann yrði eiginlega að banna sýninguna innan sex- tán. Súrrealisminn hefur ver- ið ríkjandi í mér þótt ég hafi reynt að losa mig frá honum af og til. Lífið er svoddan súrrealismi." FRH. AF BLS. 15 mikið á fyrirlestrum og verk- legri kennslu en margir líf- fræðingar vinna við rann- sóknir og þess vegna er mik- ið atriði að þeir fái verklega þjálfun í skóla. Hins vegar eru alltaf einhverjir sem fara að kenna og þeir þurfa að taka uppeldis- og kennslu- fræði til að fá að kenna í framhaldsskólum.“ Grunn- laun líffræðinga eru 74.535 krónur á mánuði. Þeir sem lokið hafa mastersprófi hækka um einn launaflokk og þeir sem lokið hafa dokt- orsnámi hækka um tvo launaflokka. „Fólk fer ekki í doktorsnám launanna vegna. Ég veit um fólk á fer- tugsaldri sem er að koma heim eftir nokkurra ára dokt- orsnám og er með um hundrað þúsund krónur í mánaðarlaun." Mastersnám Heklu bygg- ist á því að skoða tengsl á milli streptókokkasýkinga og psoriasis. Um það bil tvö prósent hvíta kynstofnsins þjást af psoriasis en sjúk- dómurinn er ekki eins al- gengur á meðal blökku- manna og hvíta kynstofns- ins. Sjúkdómurinn getur legið í ættum en hins vegar eru menn ekki sammála um hvernig hann erfist. Psorias- is lýsir sér þannig að of ör endurnýjun verður á húðlag- inu. Venjulegt húðlag er um fjögurra vikna gamalt en á psoriasissjúklingum er það fjögurra daga og einkennist húð þeirra af hreistursútbrot- um. „Afbrigði streptókokka- bakteríunnar eru mörg. Á yf- irborði sínu hefur hún ákveð- ið prótín og er ég að rannsaka hvort það stuðli að psoriasis. í prótíninu eru ákveðnar raðir sem einnig eru á venjulegum frumum líkamans. Þegar framandi sýkill, svo sem streptókokka- bakterían, kemst inn í líkam- ann fer ónæmiskerfið í gang og ræðst á óboðna gestinn. Þar sem fyrrgreindar raðir eru eins í streptókokkabakt- eríunni og venjulegum frum- um ruglast ónæmiskerfið stundum og ræðst á heil- brigðu frumurnar. Þetta kall- ast sjálfsofnæmissjúkdómur og þeir eru margir sem telja að psoriasis sé í þeim hópi.“ Hekla segir að greinilegur munur sé á virkni ónæmis- kerfisins hjá psoriasissjúkl- ingum og heilbrigðum ein- staklingum gegn þessum próteinbútum. „Það bendir til þess að við séum á réttri leið.“ Með Heklu vinna ónæmis- fræðingar og læknir sem metur sjúklinga sem sýni eru tekin úr. Um er að ræða samvinnuverkefni en ástr- alskur líffræðingur útvegar íslendingunum prótínbúta sem notaðir eru i rannsókn- unum. í hópnum er einnig sænsk kona sem er ónæm- isfræðingur og til hennar fór Hekla í sumar og vann í tvo mánuði. „Það gaf mér tæki- færi til að læra aðferðir sem ekki hafa verið notaðar hér á landi." í haust fór hún svo til Portúgal þar sem hún sótti námskeið í ónæmisfræði. í vor fór hún á ráðstefnu í Gautaborg þar sem hún kynnti niðurstöður sínar. „Það var mjög gott að geta kynnt niðurstöðurnar og fá faglega gagnrýni. Maður geldur fyrir að búa í þessu litla samfélagi þar sem svo fáir eru að vinna á svipuðu sviði.“ □ ll.TBL. 1995 VIKAN 19 IILVERAN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.