Vikan


Vikan - 20.11.1995, Side 102

Vikan - 20.11.1995, Side 102
Q 2 Qí < z o öo z Ckí < oo Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsaei Jónu Rúnu og rit- handarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran Kambsvegi 25, 104 Reykjavík Það sem á okkur er lagt í lífinu er mismundi erfitt og áreitandi. Við svörum að þessu sinni bréfi frá föður hugfatlaðs barns sem hefur m.a. áhyggjur af framtíð þess og afstöðu móður barnsins til þess, en hún hafnar því og vill ekki viður- kenna tilverurétt þess. STOFNUN OG ÁHYGGJUR „Þannig er að ég á tvö börn og annað er vangefið. Það eru nokkur ár á milli barnanna. Það barnið, sem ég vill ræða um við þig, er yngra og það er þroska- heft. Barnið er ekki orðið fimm ára og býr, þrátt fyrir fötlun sína, heima hjá okkur foreldrum sínum. Ég hef þungar áhyggjur af framtíð barns- ins sem er fatlað. Við hjón- in erum ekki sammála um það hvort barnið eigi að vera heima hjá okkur áfram eða hvort það eigi að fara á stofnun," segir Njáll leiður. ÞRJÓSKA OG ÞROSKAHJÁLP Hann segir að konan sín hafi hafnað barninu strax við fæðingu þess og vilji losna við það sem fyrst út af heim- ilinu. Hún heldur því fram að það trufli þroska hins barns- ins og verði stöðugt meiri byrði á þeim öllum. „Ég er mjög þrjóskur og hef sjálf- ur haft þungann af barn- inu. Ég vinn þannig að ég á oft frí þegar það er vak- andi og þarf mestrar um- önnunar við. Það er í vist- un á daginn og fær þar þroskahjálp og uppbygg- ingu,“ segir Njáll. Hann er greinilega mjög ánægður með þessa hjálp. BARNIÐ ER ERFITT EN YNDISLEGT Konan hans virðist ekki hafa eðlilegar tilfinningar til barnsins og það reynir á Njál. Hann segir að tengda- foreldrar hans hamri stöðugt á því að það hafi aldrei verið þroskaheft fólk [ þeirra ætt- um. Þau gefa þar með í skyn að barnið sé svona vegna einhvers galla í fólki Njáls. „Það hefur hvarflað að mér að skilja við konuna mína og fá forræði barns- ins og ala það upp sjálfur. Mér finnst eitthvað svo erf- itt við að sjá á eftir því inn á stofnun. Barnið er erfitt, en yndislegt líka. Eg vil allt til vinna til þess að ham- ingja og framtíðarmögu- leikar þess verði sem best- ir og mestir," segir hann vonlítill. SKÖMMUSTUTILFINN- ING OG SEKTARKENND Njáll hefur áhyggjur af vanþroska konunnar sinnar og þeirri andúð sem hún virðist hafa á barninu. Hon- um virðist full alvara í því að gefa barninu sem mestan tíma og ennþá fleiri þroska- tækifæri. Öll þeirra vanda- mál tengjast beint eða óbeint skoðanaágreiningi vegna barnsins. „Ég er með stöðuga sektarkennd gagnvart konunni minni og eldra barninu líka. Kannski sinni ég því barn- inu minna vegna þess að mér þykir það fá alla at- hygii fjölskyldunnar á kostnað þess fatlaða. Það er eins og konan mín og tengdafólk skammist sín fyrir þroskahefta barnið," segir Njáll og líður greini- lega illa. TILVIST BARNSINS ER FALIN Engu líkara er en að hann standi einn í baráttu sinni fyrir tilvistarrétti barnsins. Hann segist velta andlegum viðhorfum fyrir sér og vill reyna skilja tilgang þessa alls. Hann hefur leynt andúð konu sinnar á barninu fyrir þeim sem hafa verið að hjálpa því og byggja það upp. Konan felur afstöðu sína til barnsins gagnvart öðrum og óskyldum. Hún reynir jafnvel að fela barnið fyrir ókunnugum. Hún afneit- ar því og reynir að koma í veg fyrir að aðrir sjái barnið, ef þannig vill til. AF HVERJU FÆDIST FÓLK ÞROSKAHEFT „Hvernig get ég breytt afstöðu konunnar minnar gagnvart þeim möguleika að barnið fái að vera hjá okkur áfram? Á ég að ræða vandamál okkar hjónanna við sérfræð- inga? Hvers vegna heldur þú að sum okkar fæðist þroskaheft? Heldur þú að það sé óalgengt að svona mikill skoðanamismunur ríki á milli hjóna gagnvart framtíð barnsins þeirra? Heldur þú að ég með minni afstöðu sé að eyði- leggja eitthvað fyrir heíl- brigða barninu? Af hverju heldur þú að konan mín hafi hafnað barninu okk- ar? SKILNINGUR OG FJÖTRAR Það verður ekki létt verk fyrir Njál að sannfæra kon- una sína um gildi þess að bregðast ekki ókvæða við þeim skyldum sem lífið leggur þeim í fang til að vinna úr og sigrast á. Skiln- ingur konunnar á vanda barnsins þeirra virðist alvar- lega fjötraður, enda afar sérstæður og hæpinn. Njáll getur ekki búið til í konuna sína þann þroska sem hún býr ekki yfir. Við getum ekki breytt hvert öðru en við get- um gefið hvert öðru ábend- ingar gagnvart ýmsu sem við þurfum að takast á við og vinna úr. SÁLFRÆÐIRÁÐGJÖF OG FJÖLSKYLDU- VANDAMÁL Eðlilegast væri að hann, með hjálp sérfróðra, reyndi að koma henni í skilning um að við getum ekki hafnað börnunum okkar vegna þess að þau eru ekki nákvæm- lega eins og við vildum helst. Best væri fyrir Njál, eins og hann hefur reyndar íhug- að, að leita sér sál- fræðiráðgjafar vegna þessa viðkvæma máls. Sérfræðingur á þessu sviði getur örugglega gefið hon- um, og henni, stað- góða leiðsögn. Það er afar áríðandi að brugðist sé við þessu vandmeð- farna máli á sem skynsamlegastan og jálægastan hátt. Það fer ekkert á milli mála að konan á við mikil og flókin sálfræði- leg vandamál að stríða og þarf því heppilega hjálp sem fyrst, ekkert síður en hann. LÍSFSSKYLDUR OG MÓÐURHLUTVERKIÐ Njáll spyr hvers vegna hún hafni barninu. Ástæður þess geta m.a. verið ótti, hugs- anaskekkjur og vanþroski. Við vitum það flest að það gengur ekki að við bregð- umst lífsskyldum okkar og hunsum þær. Við verðum eftir fremsta megni að vinna úr þeim, þrátt fyrir það að þeim fylgi erfiði á stundum og að þær séu ekki að okkar skapi. Hvað konuna varðar geta áður sagðar ástæður hamlað því, að hún geti brugðist við skyldum sínum við barnið á réttan hátt. Hún áttar sig ekki á ákveðnum staðreyndum varðandi veik- leika sína og bregst því rangt við móðurhlutverkinu og Njáli. MÁLAMIÐLANIR OG STOFNUN Auðvitað getur skoðana- mismunur ríkt á milli hjóna varðandi velferð barna þeirra og í þannig tilvikum verður að nota málamiðlanir til að komast að ásættanleg- um niðurstöðum. Hjón verða að tala saman um allt sem upp kemur á milli þeirra og veldur þeim áhyggjum og angri. Hvað varðar þá spurn- JONA RUNA SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ MÓÐIR BARNSINS HAFNAR ÞVÍ 102 VIKAN ll.TBL. 1995
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.