Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 9

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 9
03 VIKAN RÆÐIR VIÐ MÓÐUR FJÖGURRA ÁRA DRENGS SEM ER LAMAÐUR ÖÐRUM MEGIN í ANDLITI HÆGT egar Bryndís Bjarnadóttir var komin sjö mánuöi á leiö uppgötvuðu læknar ,tórt æxli sem var fast við háls fóstursins. Jökull Örn kom svo í heiminn 12. ’júní 1991, heilbrigt og fallegt barn að öllu leyti ef undan er skilið æxlið sem þó til allrar hamingju reyndist vera góðkynja. Tveggja vikna fór hann í mjög erf- iða, 5 tíma aðgerð sem framkvæmd var af Guðmundi Bjarnasyni, skurðlækni á Landspítalanum, þar sem æxlið var numið á brott. Við aðgerðina lamaðist Jökull hægra megin í andliti eftir að taug hafði verið skorin burt. Að mati lækna hér á landi var ekki hægt að komast fyrir æxlið á annan hátt, betra væri að skera meira heldur en minna til að tryggja það að æxlið hyrfi alveg. Þegar komið var með Jökul á gjörgæsludeild eftir að- gerðina tjáðu læknar foreldrum hans að hann yrði ekki i rnsfo lamaður til frambúðar, aðeins tímabundið. Vel gekk að æfa og þjálfa Jök- K Ái-%f* ul í nokkra mánuði eftir aðgerðina en hann missti einnig hluta úr háls- HHLjBjSk vöðva og hafði því tilhneigingu til að halla höfðinu mun meira út á aðra ® hliöina. Eftir um það bil ár hafði Jökull hins vegar ekki enn mátt í hægri hluta andlitsins og töldu læknar hans að fyrst að svo væri væru ekki nema um 5-10% líkur á því að hann fengi máttinn aftur og þær færu minnkandi með tímanum. Þeir töldu einnig að betra væri að bíða í a.m.k. 10 ár þar til eitt- hvað yrði hægt að gera fyrir drenginn. Jökull gat því ekki, vegna löm- unar, brosað út í bæði samtímis. En tilviljun réð því hins vegar fyrir rúmum þremur árum að móður Jökuls, sem þá var stödd í Kanada, var bent á einn færasta barnalýta- lækni heims sem hún komst síðar í samband við. Hann taldi veru- legar líkur á að hægt væri að hjálpa Jökli strax. CP 30 -< Z o co' X O' 5 1. TBL 1996 VIKAN 9 FÉKK LITLAR UPPLÝSINGAR Á ÍSLANDI „Þegar við foreldrarnir stóðum frammi fyrir þeirri staðreynd að Jökull yrði hugsanlega lamaður í andliti til frambúðar hófst í raun sú þrautar- ganga að athuga hvort við gætum yfirhöfuð gert eitthvað fyrir hann,“ segir Bryndís Bjarnadóttir, móðir Jökuls, frekar þung á svipinn þegar hún rifjar upp fyrstu árin hans. „í fyrstu sagði einn íslenskur lýtalæknir okkur að i Bandaríkjunum væru framkvæmdar aðgerðir til að taka á samskonar lömun og Jökull ætti við aö etja. Okkur var hins vegar aldrei bent á neinn sérstakan þannig að við gátum ekkert gert. Með aðstoð Péturs Lúðvíkssonar lýtalæknis fékk ég reyndar upplýsingar um einn sérfræð- ing í Evrópu en þegar ég athugaði það betur sérhæfði hann sig eingöngu í lömunum í tengslum við heila- stöðvar þannig að hann gat ekkert gert fyrir Jök- ul. Svona gekk þetta meira og minna þar til hann var tæplega eins og hálfs árs. Þá ákvað ég að fara í frí til Kanada og heimsækja systur mína sem býr í Vancouver. Þegar ég kom til hennar hvatti hún mig til að athuga hvort við fyndum ekki sérfræðing í Kanada sem gæti hugs- anlega hjálpað okkur. Ég fór því af stað með Jökul og á einum barna- spítala hittum við lækni sem sýndi máli okkar strax mikinn áhuga. Við vorum varla sest þegar hann byrjaði að hringja út um allt og kanna hvað hægt væri að gera,“ segir Bryndís. Kanadíski læknirinn benti Bryndísi á Dr. Ronald M. Zuker, sem er sérfræöingur í barnalýtalækningum viö spítalann í Toronto. Bryndís haföi samband viö Dr. Zuker og spurði hann hvort hann gæti eitthvað hjálpað. Fötlun Jökuls vakti strax athygli hans og baö hann Bryndísi um aö afla gagna og senda til Kanada. Eftir þriggja vikna frí í Kanada fór hún, ásamt syni sínum, til baka til íslands. Bryndfs var ákveöin í aö fylgja þessu eftir f samráöi viö Dr. Zuker, sem tók þátt f aö skilja aö síamstvíbura, ásamt 10 öörum læknum, á Barnaspítalanum f Toronto fyrir rúmu ári. „Til að byrja með vildi hann fá senda myndbandsupptöku sem sýndi fötlun Jökuls. Þannig vildi hann kanna málið og athuga hvað hann gæti gert. Þegar þarna var komið sögu starfaði ég á skurödeild Borgarspítalans en Sigurður E. Þorvaldsson, lýtalæknir á Borgarspítalanum, Á þessari mynd sést fötlun Jökuls vel. Vegna lömunar hægra megin í andliti getur hann ekki brosaö eðli- lega. Jökull ásamt móöur sinni á barnaspítalan- um í Toronto í ágúst. „Viögátum ekki sætt okkur viö þaó, aó ekk ert væri hægt aó gera fvrir Jökul“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.