Vikan - 20.01.1996, Qupperneq 12

Vikan - 20.01.1996, Qupperneq 12
VIKAN I DANMORKU Skóla- stjóri og kennari Andra Thors og Hrafns er Anne Marie Vessel, eiginkona Poul Schluters fyrrum forsætis- ráöherra. Sú hefö að byrja snemma á að ala upp næstu kynslóð dans- ara og leikara, er aldagömul. Henni er viðhaldið í fjölleika- húsum og hún er þekkt úr kfnversku óperunni. í litla konungsríkinu Danmörku, er það konunglegi ballettinn sem heldur merkinu á lofti og það með sóma, ef marka má reynslu tveggja íslenskra drengja sem hófu þar nám í haust. Þetta eru fyrstu ís- lensku nemendurnir við þennan virta skóla. Helgi Tómasson starfaði að vísu við látbragösleik í Tívolí, en það var eftir að hann var kominn á fullorðinsár. 200 börn sóttu um inn- göngu síðasta vor og af þeim náðu 56 inn og þau stunda nú nám í tíu bekkjar- deildum. Meðal þeirra eru ís- lendingarnir Andri Thor Birg- isson og Hrafn Stefánsson, tólf og þrettán ára. Andri hef- ur búið í Danmörku í fimm ár og tók inntökupróf í vor en þau stóðu í heilan mánuð. Hrafn kom ekki til landsins fyrr en í haust en fékk strax inngöngu í skólann, enda hafði piltur verið í Listdans- skóla íslands í þrjú ár og hafði ágætis undirstöðu. Drengirnir og foreldrar þeirra Ijúka einróma lofsorði á skól- ann, kennara og alla að- stöðu. VIKAN spjallaði við dreng- ina tvo og Anne Marie Ves- sel Schluter, skólastjóra og kennara: „Já, þetta eru fyrstu íslensku nemendur í sögu skólans, eftir því sem ég best veit, og það er sannar- lega merkilegt að allt í einu skuli vera tveir,“ segir hún, þar sem hún tekur á móti blaðamanni í björtum húsa- kynnum skólans í konung- lega leikhúsinu. „Nú verðum við að sjá til með framhald- ið,“ segir hún. „Þeir eru í eldri kantinum, Andri er á mörkunum og Hrafn er nán- ast of gamall, en bæði hafði hann fengið ballettkennslu áður og var áhugasamur og komst því inn. Þar að auki gildir öðru um drengi, þeir fá langt reipi hérna,“ segir frú Schluter, en maður hennar er Þoul Schluter, fyrrum for- sætisráðherra. Danir leggja mikinn metn- að í „þann konunglega", eins og skólinn kallast í daglegu tali. Til marks um metnaðinn er skólavistin endurgjalds- laus og því ekki efnahagur foreldra er sker úr um hvort barnið fær inngöngu, heldur einungis efniviður sjálfs ein- staklingsins. Nemendur fá einnig ballettskóna frítt en þurfa að vísu að leggja til æfingaföt sjálfir. Fyrir utan mikla dansþjálf- un eru allar almennar grein- ar kenndar í skólanum, sem börnin sækja sex daga vik- unnar. Oft er svo sýning sjö- unda daginn. Ballettbörnin fá sitt trúnaðarfólk í leikhúsinu, sem er viðstatt allar sýningar og fer með í sýningarferðir til að halda utan um hópinn. „Þau þarf að langa verulega mikið að vera með því það er ekki mikill tími til annars. Þegar maður er kominn hingað inn verður maður að standa sína pligt,“ segir Anne Marie. „Annars er ágætt að læra það strax því þannig er lífið. Og ef þú spyrð börnin þá myndu þau ekki vilja vera án skólans," bætir hún við. Andri hafði ekki komið ná- lægt dansi áður en hann fór í inntökuprófin í vor, en hann hugsar sér að leggja fyrir sig kvikmyndaleik. Móðir hans, Maríanna Friðjónsdóttir, hafði sagt honum að dans- nám við konunglega væri ein albesta þjálfun sem leikari gæti haft. Andri er nú þegar kominn á fjalirnar, eftir nokk- urra vikna veru í skólanum, 1 2 VIKAN 1. TBL. 1996
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.