Vikan - 20.01.1996, Page 38

Vikan - 20.01.1996, Page 38
Vikan k CLARINS - NÝ AUGNLÍNA í línunni er augnhreinsivatn sem hefur kælandi og róandi áhrif á augnsvæðið. Augnhreinsi- gelið/-kremið er ætlað til hreinsunar á vatns- heldum augnháralit og augnfarða. Augn maskinn er áhrifaríkur gegn þrota, þreytu, dökkum baugum og fínum lín- um og augngelið dregur úr þrota og dökkum baugum. Augnkremið í línunni er nærandi, mýkjandi og raka- gefandi. KASHAYA - NÝR DÖMUILMUR FRÁ KENZO Nafnið KASHAYA er tekið úr sanskrít og útleggst „Eilíf ást“ og hugmyndina að ilminum fékk KENZO þegar hann var á ferðalagi um Indland og skoðaði Taj Mahal hofið sem auð- kýfingur nokkur byggði fyrir eiginkonu sína sem tákn um hve heitt hann elskaði hana. KASHAYA er léttur iimur með austurlenskum áhrifum sem samanstanda meðal annars af jasmín, lótusblómum og sérstakri tegund af orkideum sem notaðar eru á Indlandi til skreytinga í svefnherbergjum nýgiftra hjóna. Appelsínuguli litur pakkningarinnar er einnig sóttur til Indlands og er tákn um fullkomið jafnvægi á milli holdlegrar og and- legrar ástar. KASHAYA er fáanlegt í 30 og 75 ml toi- lette spray og 25 ml Eau de Parfum spray sem kemur í sérstakri gjafapakkningu þar sem fallegur rúskinns- poki fylgir með. Baðlínan er einnig fáanleg. SHALIMAR FÆR NÝTT ÚTLI Á sanskrít þýðir SHALIMAR „musteri ástarinnar". Hið heimsþekkta ilm- vatn með sama nafni, sem kom á markaðinn árið 1925, hefur oft verið nefnt ilmur Parísardömunnar og hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna um heim allan. í Frakklandi segja menn að ilmurinn hæfi hinni sjálfsöruggu konu.sem er óhrædd við að láta á sér bera. Nú hefur umbúðunum verið breytt í þá veru að glösin utan um eau de toilette, parfum de toilette og eau de cologne hafa fengið sama form og sjálft parfumglasið. Ávalar og mjúkar línur þar sem GUERLAIN einkennismerkið trónir efst á bláum fleti. Ef einhver orð lýsa SHALIMAR vel þá á vel við aö segja að hér sé um að ræða ástríðuþrunginn, höfugan og umfram allt róm- antískan ilm. NÝ HANDPRJÓNABÓK FRÁ ÍSTEX! Nýja bókin er númer 15 og inniheldur uppskriftir að barnapeysum, húfum og vettlingum fyrir Flóru. Flóra er sérlega mjúkt, 100% ullarband sem þolir vel vélþvott. Handprjónabandið Flóra er framleitt í ullar- verksmiðju ístex í Mosfellsbæ. ÍSTEX framleiðir fjölbreytt úrval af lopa og handprjónabandi. Á síðustu árum hafa verið gefnar út fjölmargar uppskriftir og bækur fyrir handprjón. Upplýsingar um útsölustaði ÍSTEX eru gefnar í síma 566-6300. DIOR - HIÐ UÚFA LÍF Nýi dömuilmurinn, LA DOLCE VITA, er kvenlegur og hrífandi og hann einkennir meðal annars ilmur rósa, lilja, apríkósa og vanillu. ILMUR FRÁ LALAIQUE NILANG er nafn nýja ilmsins en hann ein- kennir blóma- og ávaxtaangan. Lótusblómið er í aðalhlutverki en glasið er einmitt með form lótusblóms. NILANG kemur í Eau de Toilette, Eau de Parfum og Parfum. Fyrirtæk- ið, LALAIQUE, er þekktast fyrir hönnun sína á kristalsvörum. ÞUNNFLJÓTANDI KREM - FRÁ GUERLAIN JARDIN DE BAGATELLE, ilmur hinna hvítu blóma, hefur nú klæðst nýjum búningi. Þessi glæsilegi og létti sumari- Imur er nú fáanlegur í „body splash“ sem er þunnfljótandi krem fyrir líkamann. Það má svo sannarlega segja að ilmurinn njóti sín í þessu formi eins og best verður á kosið. Kremið gefur húð- inni raka og næringu, er alkóhól- laust og kemur í 100 ml úðaglasi. MOSCHINO - NÝR ILMUR Hinn framúrstefnulegi og sérkennilegi ftalski hönnuður Moschino hefur sett á markaðinn nýtt ilmvatn undir heitinu CHEAP AND CHIC. Höfuðtónn ilmsins eru ýmsar blómateg- undir eins og fresíur, fjólur og jasmín en undirtónninn ber keim af orkídeum, vanillu og musk. Umbúðirinar bera þess glögglega merki að hönnuðurinn fer sínar eigin leiðir. 38 VIKAN 1. TBL. 1996

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.