Vikan - 20.01.1996, Síða 44
Uppskriftasamkeppni VHcunnor og Flugleiða
HL LONDON MEÐ BÓNDANN
ÚIÁ EINA MAHVRUPPSKRIFT
Vinningshafinn í upp-
skriftasamkeppni
Vikunnar og Flug-
leiða er Selfyssingurinn og
Ijósmóðirin Svanborg Egils-
dóttir. „Ertu að gera at í
mér?“ spurði hún þegar
blaðamaöur tjáði henni að
hún hefði sigraö og fengið í
verðlaun farseðil fyrir tvo til
einhverrar þeirrar Evrópu-
borgar sem Flugleiðir fljúga
til. Hún var ekki lengi að
ákveða hvert feröinni skyldi
heitið. London skal það vera.
„Við hjónin fórum þangað
fyrir tveimur árum og það,
sem heillar mig við borgina,
eru leikhúsin, sagan og
menningin," sagði hún en
hún varð fimmtug daginn eft-
ir að haft var samband við
hana. Hún hefur ferðast mik-
ið um Suður-Evrópu og um
Frakkland segir hún: „Það
var mjög gott að borða þar.“
Verðlaunauppskriftin, sem
Svanborg kallar „Góður
nautavöðvi", er hennar eigin
og siðastliðin fimmtán ár
hefur hún boðið gestum upp
á réttinn. Hún er áhuga-
manneskja um eldamennsku
og er vön að prófa alls kyns
rétti. Hún safnar matarupp-
skriftum og fær oft leiðbein-
ingar hjá systur sinni sem er
matreiðslumaður. „Mín deild
er að elda heima,“ segir hún.
Uppáhaldsréttur fjölskyld-
unnar er þó vinningsréttur-
inn. Á heimilinu er aðallega
borðað nauta- og lambakjöt
en fiskmetið er oftast borðað
á vinnustaðnum. Nýveiddur
laxinn er þó í hávegum hafð-
ur á heimilinu á sumrin. □
Svanborg veitir umslaginu meö far-
seölunum frá Flugleiöum viötöku úr
hendi ritstjóra Vikunnar, Þórarins
Jóns Magnússonar.
Þ- Olafía B. Matthíasdóttir
prófaöi aösendar uppskriftir
og var formaöur
dómnefndar í lokin.
VERÐLAUNAUPPSKRIFTIN:
GÓDUR NAIIIAVÖDVI
f.4
nautavöðvi
1 dl sérrí
1 peli rjómi
1 dós tómat-
purée
hveiti, olía, pap-
rikuduft
autavöðvi er skorinn
niður í 2 sm þykkar
sneiöar sem eru
flattar út með hnúunum. Síð-
an er sneiðunum raðað á fat
og paprikudufti stráð yfir
þannig að það þeki vel hlið-
ina sem snýr upp. Látið bíða
í u.þ.b. 1 klst., veltið upp úr
hveiti, snöggsteikið í olíu og
látið í eldfast mót.
Þá er 1 dl af sórríi settur á
pönnuna og 1 peli af rjóma.
Út í það er bætt 1 dós af
tómatpurée og e.t.v. smá-
vegis af tómatsósu. Allt soð-
ið saman og síöan hellt yfir
kjötið í eldfasta mótinu. Bak-
að í u.þ.b. 200°C heitum ofni
í 15 mínútur.
Borið fram meö soðnum
hrísgrjónum og snittubrauði.
DISKURINN ER FRÁ
MAGASÍN,
HÚSGAGNAHÖLLINNI