Vikan


Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 11

Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 11
unni og nestispoka. Sumum finnst hún dýr, öðrum ódýr. Sumir segja hana dæmi- gerða stórborg, aðrir segja hana eins sveitaþorp. Þetta er allt saman hárrétt. Andrúmsloftið er nefnilega síbreytilegt, borgin skiptist í mörg hverfi, sem öll hafa sín sérkenni. En hvernig svo sem ferðalangar upplifa borgina, yfirgefa flestir hana með þá staðföstu ákvörðun að fyrsta heimsóknin verði alls ekki sú síðasta. Enda er það svo, að stöðugt fleiri útlendingar setjast að í Barcelona, íslendingar þar með tald- ir. Sonja segir að hennar mati sé borgin einfaldlega töfrandi. „Öll þessi fegurð, listastraumarnir sem hér liggja í loftinu og allar þessar gömlu, fallegu byggingar gefa manni ómælda orku. Það réði mestu um þá ákvörðun mína að flytja hingað. Hér eru ótal tækifæri sem hægt er að nýta sér ef maður er á annað borð opinn fyrir þeim. Eg stefni að því að komast í lista- skóla næsta haust. Það fer nú reyndar svolítið eftir því hvernig mér gengur að fá vinnu hér í sumar. Mig langar að læra leirlist og jafnvel líka málun. Ég ætla að reyna að komast inn í Messana listaskól- ann sem hefur upp á margt að bjóða og ég á eftir að kynna mér þau mál betur. Mér skilst að það sé mjög góður skóli, nemendur úr Myndlista- og handíðaskóla íslands hafa farið þangað undanfarin ár sem Erasmus skiptinemar og látið vel af kennslunni. Annars er ég með annað í huga og ef það gengur eftir þá fresta ég náminu um einhvern tíma. Það er spenn- andi verkefni sem ég er ekki alveg tilbúin að segja frá núna.“ FJÖLSKYLDULÍF í BARCELONA Sonja er glöð yfir því að hafa bæði börnin sín hjá sér í Barcelona. Guðrún dóttir hennar, sem er 23 ára, býr í borg- inni ásamt spænskum kærasta. Hún er að læra fatahönnun og vinnur hlutastarf með náminu í tískuversluninni Zöru, sem flestir íslendingar sem heimsækja borg- ina kannast við, og hann leggur stund á leiklist. Helgi Rúnar, 17 ára sonur Sonju, var fyrst á báðum áttum þegar mamma hans stakk upp á því við hann að þau færu hingað. „Én hann hafði ágætan tíma til þess að aðlagast þessu og hér er hann mjög ánægður. Við byrjuðum bæði á því að fara í málaskóla og hann er búinn að ná ágætum tökum á málinu. Hann var á hönnunarbraut í Iðnskólanum í Hafnar- firði og hefur líka fengist við tölvur og ætlar að fara á þá braut hér í haust og einnig er hann að hugsa um hönnunar- nám. Hér eru ýmis konar tölvunámskeið sem hann ætlar að nýta sér til undirbún- ings fyrir námið þangað til hann fer heim í sumar til þess að vinna.“ Sonja segir þau smám saman vera að komast inn í spænska mannlífið og lífsmátann. Á Spáni mætir fólk til vinnu um klukkan hálftíu á morgnana og vinn- ur til klukkan tvö. Þá kemur síestan með hádegismat um klukkan þrjú og síðan hefst vinnudagurinn aftur klukkan hálf- fimm og stendur til klukkan átta eða hálfníu. Kvöldmaturinn er svo um tíu- leytið. „Ég er farin að venjast þessu. I fyrstu kunni ég ekki við þetta, en ég hugsa að þetta sé ekki svo vitlaust. Fólk hittist heima við um miðjan daginn, fjöl- skyldan borðar saman og allir virðast mjög afslappaðir á kvöldin. Þetta er eitt- hvað sem ég held að ég geti vanið mig á og líkað vel. Eins og ég sé þetta fyrir mér núna þá sýnist mér vinnudagurinn virka lengri, en í sumarhitunum er þetta líklega hinn eini rétti lífsmáti. Margir útlendingar hafa gefist upp á at- vinnuleysinu sem hér ríkir og gerir þeim erfitt fyrir að fá vinnu. Sonju hefur geng- ið betur en mörgum öðrum að útvega sér verkefni. „Ég réði mig til starfa á veit- ingahúsi þegar ég var búin að vera hér í tæpa þrjá mánuði. Ég gerði það aðallega í þeim tilgangi að æfast betur í málinu en græddi lítið á því þar sem það var svo mikið að gera að enginn mátti vera að því að ræða málin. Ég dreif mig því aftur í málaskólann og ætla að ná almennileg- um tökum á málinu áður en ég helli mér út í eitthvað annað. Fyrir jólin gekk ég á milli verslana með gluggaskreytinga- möppuna mína og fékk vinnu við útstill- ingar. Einnig hef ég verið að kenna spænskum háskólanemum, sem fara til Islands sem skiptinemar, grunnatriði í ís- lensku. Hér er örugglega hægt að fá vinnu ef maður er jákvæður og hefur augun opin“. STORT SKREF OG SKEMMTILEGT Það er alveg óákveðið hversu lengi þessi íslenska fjölskylda ætlar að dvelja á Spáni. „Þrjú ár finnst mér vera lágmark," segir Sonja ákveðin. „Ef okkur líður vel hér læt ég það bara ráðast. Ég lít alls ekki svo á að ég sé búin að brjóta brýr að baki mér heima. Ég er ekki með mikla heim- þrá þótt auðvitað hugsi ég mikið til vina og vandamanna heima á íslandi. Ég fór heim í nóvember og dvaldi þar í þrjár vikur. Ég er svo heppin að hafa haft fasta viðskiptavini heima á íslandi í sambandi við gluggaútstillingar og ég var búin að ýja að því áður en ég fór hingað út að ef ég væri ekki komin í fasta vinnu hvort ég mætti hafa samband við þá varðandi jóla- útstillingar. Ég vann myrkranna á milli en hafði þó tíma til að hitta vini og vandamenn. Ég hafði mjög gott af þess- ari ferð því þegar ég kom aftur hingað fékk ég þá góðu tilfinningu að ég væri að koma heim.“ Það er farið að skyggja og við Sonja verðum að viðurkenna að það sé nú ekki viturlegt að sitja lengur úti. Hún segir mér að lokum að hún hafi verið að inn- rita sig á kvöldnámskeið í Messana lista- skólanum og þar mun hún vera tvö kvöld í viku. Hún var líka að byrja að syngja í kór Skandinavíufélagsins sem hér starfar með miklum blóma. Það er því nóg að gera hjá Sonju sem lætur ekki takmark- aða kunnáttu í tungumálinu og atvinnu- leysi landsins standa sér fyrir þrifum. Því eins og hún segir sjálf: „Þegar maður ákveður að stíga skrefið er um að gera að stíga það til fulls.“ Sonja og Helgi Rúnar við höfnina í Barcelona. Þau settust bæði á skóla- bekk um leið og þau komu til Spánar og eru óðum að komast inn í spænskt mannlíf þar sem hlutirnir ganga öðruvísi fyrir sig en á íslandi. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.