Vikan


Vikan - 18.01.1999, Page 13

Vikan - 18.01.1999, Page 13
Hvílík orka! Dísa er komin rúma 8 mánuði á leið en kennir enn pallapúl. Getur líkamsþjálfun- in jafnvel hjálpað þeg- ar að fæðingunni kem- ur? „Ég veit það ekki. Sennilega er maður betur meðvitaður um alla vöðva og ástand líkamans ef maður er í góðri þjálfun. Þetta er mitt annað barn og fyrri fæðingin gekk mjög vel. Þá fór ég nánast beint úr leikfimitíma upp á spítala og fæðingin tók aðeins sex klukkustundir. Ég þurfti ekki á neinni deyfingu eða verkjalyfjum að halda og náði mér fljótt. Ég get samt ekki staðhæft neitt um þetta, því þótt mér hafi gengið vel, er ekki víst að öðrum í jafngóðri þjálfun gangi jafnvel né held- ur er öruggt að fæðingin verði eins núna og þá. í fæðingu reynir á samspil vöðva og lík- amlegra og andlegra þátta. Við sem þjálfum, kunnum að slaka vel á milli þess sem við reynum hraustlega á okkur og það ætti að hjálpa til við að reyna að stjórna fæðingunni.“ Auður Vala Gunnarsdóttir er komin sex mánuði á leið og þetta er hennar fyrsta barn. Hún segir vinnuna ekki erfið- ari nú en áður en auðvitað verði hún að taka tillit til lík- ama síns. „Ég þarf að huga að ýmsum þáttum sem ég hugsaði kannski ekki mikið um áður. Ég breyti nokkuð álaginu á líkamann í tímum en kennslan er ekkert erfiðari en áður. Ég myndi segja að ég hafi breytt uður er komin rúma 5 mánuði á kennir á fullu í Þokkabót kennslutækninni og það reyndist mér auðvelt því ég er svo vön að kenna.“ Hverju þurftirðu helst að breyta? „Ja, ég er vön að sýna nem- endum alla möguleika á að gera hverja æfingu bæði Iétt- ari og erfiðari aðferðir en nú held ég mig meira við einfald- leikann. Eins hef ég dregið úr hoppum og stökkum. Grindin þolir ekki slíkt álag. Ýrnis þolfimispor eru líka óholl ófrískum konum og ég fer varlega í þau. Það hjálpar mér að ég veit vel hversu mikið líkaminn þolir og hvað ber að varast. Þar af leiðandi get ég kennt lengur en ég gæti ann- ars. Ég hef kennt mikið konum með grindarlos og unnið með sjúkraþjálfurum við skipu- lagningu leikfimi fyrir þær. Sú vinna hefur kennt mér að eng- ar tvær meðgöngur eru eins og hverjum einstakling hæfa mismunandi aðferðir. Eg mæli fremur með tækjasal fyrir ófrískar konur sem ekki hafa stundað þolfimi áður frekar en að byrja í þolfimi ófrískar. Margar konur vilja gjarnan halda sér í góðu formi og hamast of mikið á meðgöng- unni. Þær enda með að misbjóða líkamanum. Þetta gengur hugsanlega ágætlega fram á sjöunda mánuð en þá gerist eitthvað. Grindarlos eða ýmis önnur álagseinkenni fara að koma í ljós. Því miður hef ég séð konur fara svona með sig. Ég mæli með að konur hreyfi sig á með- göngu en skynsem- in verður að stjórna í þessu sem öðru. Ég vil gjarn- an ræða við allar ófrískar konur og skipuleggja með þeim heppilega lík- amsþjálfun á með- göngunni. Við verðum allar að taka tillit til að- stæðna. Ég er auð- vitað vön að kenna þolfimi og kenndi áður fimmtán tíma í hverri viku en núna hef ég minnkað kennsluálagið og skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna það. Um það eru mjög skiptar skoðanir hvort líkamsrækt hjálpar konum að fæða. Sumir segja að þær sem æfa mikið eigi erfitt með að fæða því vöðvarnir séu svo stífir. Ég veit dæmi um það gagnstæða og ég hef einnig heyrt af kon- um sem ekki æfa og hefur gengið illa. Ætli hver einstak- lingur verði ekki að finna sína leið og sníða sér stakk eftir vexti. Ef konur vita hvað þær eru að gera og fara rétt í hlut- ina er líkamsþjálfun á með- göngu ábyggilega til góðs því ég hef séð að rétt líkamsþjálf- un gerir konum gott og þær eru fljótari að ná sér eftir fæð- ingu en hinar, hvort sem fæð- ingin sjálf hefur gengið vel i rm n^Ti eða illa. Þetta á ekki hvað síst við um grindarbotnsvöðvana. Þeir eru fljótari að ná upp fyrri styrk hjá konum sem vanar eru að gera æfingar en hjá hinum sem eru óvanar. Konur ættu einnig að muna að æfingar fyrir grindarbotns- vöðvana má ekki gera alveg fram að fæðingu en hvenær kona hættir verður hver og ein að meta fyrir sig. Svona at- riði er mikilvægt að hafa í huga þegar skipulögð er þjálf- un fyrir barnshafandi konur. Þess vegna tel ég að einka- þjálfun hjá einhverjum sem þekkir líkamann vel sé heppi- legust fyrir ófrískar konur. “ Hvað sem líður vananum er auðheyrt á öllu að hér eru hörkukonur á ferð. Flestar eru ósköp fegnar að geta not- að meðgöngutímann til að hlífa sér ögn og láta eftir sér meira en venjulega. Osér- hlífni, dugnaður og sjálfsagi þessara kvenna er öfunds- verður og við óskum þeim góðs gengis í fæðingunni og búumst ekki við öðru en þær verði mættar í tíma með ung- börnin í poka framan á sér fyrr en varir. 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.