Vikan


Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 48

Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 48
Spurningar má senda til „Hverju svarar læknirinn?" Vikan, Seljavegi 2,101 Reykjavík. Fariö er meö öll bréf sem triínaðarmál og þau birt undir dulneíni. 15 ára og kynlífið Kæri Porsteinn lækn- ir. Ég er 15 ára og ég hef nokkrum sinnum sofið hjá 2 strákum. Þeir hafa alltaf fengið sitt en ég fæ ekkert út úr þessu og ef eitthvað er, er þetta sárt í| frekar en gott. Vinkona mín sem er einnig 15 ára, er með strák og hún fær alltaf fullnægingu. Hún ráðlagði mér að vera ofan á og ég gerði það en það var ekkert betra. Allar aðrar vinkonur mínar sem eru 15 ára eru að prófa allskonar nýjar stell- ingar og allt er frábært á meðan ég fæ ekkert út úr neinu. Getur þú ráðlagt mér? Er þetta bara ég eða eru fleiri með sömu vandamál? Er ég með svona litla kynhvöt? Er hægt að þjálfa kynhvötina? Þá hvernig? Með ósk um svar frk. kynlífsvandamál. Kæra 15 ára Veistu að þetta er eitt algengasta áhyggjumál kvenna á öllum aldri. Marg- ar vilja ekki viðurkenna það, en svo eru líka aðrar sem bara tekst að fá fullnæg- ingu fyrirhafnarlítið. Stór hluti þess að upplifa fullnægingu er að þekkja sjálfa sig og leyfa sjálfri sér að láta undan upp- lifuninni, tilfinningunni sem fylgir full- nægingu. Við erum öll með mismunandi bakgrunn, stundum höfum við fengið já- kvæð skilaboð um kynlíf og snertingu en stundum neikvæð eða jafnvel mjög slæm. Mikilvægast fyrir þig núna er að læra að þekkja sjálfa þig og þinn líkama, læra hvað þér finnst gott og hvar er gott að láta snerta sig. Þetta þarftu allt að vita til að njóta kynlífs með öðrum og til að geta sagt þeim aðila hvað þér þykir gott og hvað þú þurfir langan tíma til að fá full- nægingu. Ég er að tala um að þú finnir tíma til að vera ein og örugg með sjálfri þér, upplifa þinn líkama og fá fullnæg- ingu sjálf, því þannig veistu að þú gelur það og lærir hvað þarf til. Það er þó einn hlutur sem ekki verður gerður einn og sér og það er að vera ástfanginn og láta ástina framkalla löngun og fullnægingu í kynlífinu og mundu að þú getur fengið fullnægingu auðveldlega aftur og aftur, sem strákar eiga erfiðar með að fá. Gagnkvæm tillitssemi er grundvallarat- riði í hverju sambandi og á það jafnt við þegar kemur að fullnægingu og sársauka sem getur fylgt samförum. Mundu að láta tilfinningar þínar ráða ferðinni, stundaðu kynlíf þegar þér finnst þú vera tilbúin á þínum forsendum, því stundum meiðir maður tilfinningar sínar í sam- böndum sem ekki ganga vel. Kynlífi fylg- ir líka hætta á kynsjúkdómum og ótíma- bærri þungun, það er nógur tími til að eignast barn síðar. Skrifaðu hiklaust aft- ur ef þér eða öðrum finnst þurfa frekari skýringar á einhverju varðandi þetta eða viljið koma á framfæri einhverjum upp- lýsingum. Njóttu þess að vera 15 ára, flýttu þér hœgt. Þorsteinn Af hverju er lungnabólga svona algeng? Ágæti Þorsteinn Njálsson Ég hef heilmikinn áhuga á heilsumál- um og les mér til um ýmislegt varðandi heilbrigði, sjúkdóma, lífsstíl og annað. Það er eitt sem ég finn hvergi svar við; það er útskýring á því hvers vegna lungnabólga er orðin jafn algeng sem raun ber vitni. Hér í eina tíð var það mjög alvarlegt mál að fá lungnabólgu, eins og við þekkjum úr sögunni og svo virtist þetta vandamál að mestu hverfa hjá Islendingum, en nú er töluvert um lungnabólgu. Vinafólk mitt greindist með lungnabólgu um mitt sumar og dóttir mín og dótturdóttir fengu alvar- lega lungnabólgu í haust. Hvað er hér á ferðinni? Hefur þetta lifað með þjóðinni en verið greint vitlaust til þessa eða af hverju er þessi sjúkdómur orðinn svona algengur? Gaman væri að fá þitt álit á þessu. Ein fróðleiksfás Kæra fróðleiksfús Það er einmitt á þennan hátt sem mestu framfarir læknisfræðinnar hafa orðið. Fróðleiksfús og athugull einstaklingur tekur eftir breytingum í umhverfi okkar. VIKAN ÞORSTEINN NJÁLSSON HEIMILISLÆKNIR Það mættu vera fleiri eins og þú. Lungnabólga hefur vafalaust fylgt mann- kyninu alla tíð, farið illa með marga og valdið, hér á árum áður, ótímabærum dauðdaga hjá mörgum. Síðan um og upp úr seinni heimstyrjöldinni fóru hins veg- ar fúkkalyfin að breiðast út og þá virt- umst við vera að ná yfirhöndinni. Lungnabólga hefur samt haldið áfram að hrjá okkur og veldur áfram dauðsföllum hjá þeim sem veikir eru fyrir. Hin seinni ár hefur hins vegar tilfellum lungnabólgu fjölgað sem t.a.m. tjölónæmar bakteríur valda. Þetta eru bakteríur sem þola öll venjuleg fúkkalyf og jafnvel öll þekkt fúkkalyf þó það sé reyndar sjaldgæfara. Þessar bakteríur eru taldar tilkomnar vegna of mikillar notkunar lækna á fúkkalyfjum. Afbrigði af bakteríum koma fram sem þola fúkkalyfin. Rann- sóknir gefa hins vegar til kynna að þess- ar bakteríur hverfi smá saman úr um- hverfi okkar ef við getum forðast eða dregið mjög mikið úr fúkkalyfjanotkun. Ég ráðlegg þér að hlusta á sjálfa þig og líkama þinn þegar og ef þú veikist. Hvíla þig og fara vel með þig meðan veikindin ganga yfir, þannig dregur úr líkum á því að líkami þinn þurfi á hjálp að halda, eins og fúkkalyfjum, til að komast yfir sýkingar. Algeng ástæða þess að við læknar erum beittir þrýstingi til að fá fúkkalyf er að viðkomandi má ekki vera að því að vera veikur. Megum við virki- lega við því að fá yfir okkur fjölónæmar bakteríur? Er ekki tími til kominn að hlusta á sjálf okkur, draga fram gömlu góðu ráðin, vitið þið að þau duga mjög vel? Finnst þér nokkuð skrýtið að al- menningur og læknar séu farin að horfa í kringum sig eftir öðrum eða samhliða aðferðum. Hvað bætir til dæmis varnir líkamans, hvað eflir líkamann, hvaða mataræði er hentugt fyrir okkur, hvernig á umhverfi okkar að vera, hvað hefur áhrif á heilsu okkur, svo fátt eitt sé nefnt. Sœl að sinni Þorsteinn 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.