Vikan


Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 19

Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 19
Linda Pétursdóttir hjá Bað- húsi Lindu er ein af þeim konum sem líta vel út allt árið og hún var spurð hver galdurinn vœri. „Svefn, hreyfing og vatn eru þrjú lykilatriði að góðu útliti. Allir verða að gæta þess að fá nægan svefn og ég tel að drekka þurfi minnst tvo lítra af vatni á sólarhring. Líkams- rækt og hreyfing er einnig nauðsynleg, ekki bara til að halda þyngdinni skefjum, heldur til að halda hreysti. Andleg vellíðan og líkamleg fara vel saman og hraust manneskja sem er í góðu formi hefur alveg sérstaka út- geislun. Þá er ég ekki að tala um laglegt útlit fyrst og fremst heldur persónutöfra." Margir kvarta undan slapp- leika og kvillasemi á veturna og taka því gjarnan vítamín. Er hugsanlegt að nauðsynlegt sé að huga betur að mataræði á veturna eða taka inn fæðu- bótarefni? Borghildur Sigur- bergsdóttir næringarfræðing- ur var spurð hvort svo væri. „Það er þá helst D-vítamín. Það myndast í húðinni fyrir Margar konur kvarta undan því aö þær líti verr út d veturna en á sumrin. Sólin og góöa veöriö dragi þær út til aö hreyfa sig. Þær grennist, veröi brúnar og hraustlegar, hdriö glansi og neglurnar veröi sterkari en endranær. Vikan fór af staö og spuröi nokkrar konur hvort þær fyndu fyrir þess- um drstíöabundna mun d útlitinu og hvaö þær geröu til aö halda sér til. Guðrún Þórbjamardóttir, snyrtifrœðingur, og eigandi Salon Ritz sagðist sannarlega sjá mun á útliti útvistar- kvenna á veturna. „Hesta-, sund- og skíðakon- ur, sem eru mikið úti í kulda, verða þurrar og hrjúfar í and- liti ef ekki er neitt að gert. Ég ráðlegg þeim sundkonum sem hingað koma gjarnan að bera á sig vaselín áður en farið er í laugina og hesta- og skíða- konum að nota lambhúshett- ur sem hylja andlitið. Sjálfsagt er fyrir allar konur að nota virkari krem yfir veturinn en á sumrin og góðan farða. Hann ver meira en nokkurn grunar. Það er mun algengara að kon- ur fari í mjög virka húðmeð- ferð á snyrtistofu á veturna en á sumrin. Stöðugar sveiflur milli hita og kulda fara illa með húðina og á veturna erum við meira inni en ella; bílarnir eru heitir en aftur á móti frost og kuldi þegar stig- ið er út. Snyrtivörufyrirtækin eru stöðugt að endurbæta kremin sem þau framleiða og eftir því sem þekkingu okkar á húð- inni fleygir fram getum við gert meira til að fríska og bæta útlit húðarinnar." Er nauðsynlegt að nota öðruvísi farða á veturna en á sumrin? „Flestar konur nota á vet- urna andlitsfarða sem er ljós- ari en sá sem þær nota á sumr- in. Oftast munar einum lita- tóni á farðanum. Annars kjós- um við yfirleitt dekkri liti á veturna en á sumrin. Þetta endurspeglast í tískufatnaði, við kjósum föt í dekkri litum á haustin og veturna og dekkri liti í augnskuggum og varalit- um. í ár eru berjalitir ríkjandi; purpurarauðir, fjólubláir og dumbrauðir, en í sumar var hvítt og bleikt ríkjandi." áhrif sólarljósins en í lýsi er mikið D-vítamín og því ágætt að taka lýsi yfir veturinn þeg- ar sól skín sjaldnar. Þeir sem borða fjölbreytt fæði og nóg af grænmeti og ávöxtum ættu að fá öll efni sem þeir þarfnast úr fæðunni. Sé fólk hins vegar í megrun eða ef það borðar lítið vegna veikinda ráðlegg ég því gjarnan að taka fjölvítamín frekar en eitthvert eitt einstakt vítamín. Hægt er að fá fjölvítamíntöflur sem eru ágætlega samsettar úr vítamínum og steinefnum. Annars gildir að borða fjöl- breytt fæði allan ársins hring.“ Nokkur útlitsbætandi ráð sem Vikan mælir með: Hjá Baðhúsi Lindu er boðið upp á líkamsrækt, nudd, snyrtistofumeðferð og allt annað sem þarf til að rækta útlitið. Dekurdagur hjá Lindu er t.d. ein leið til að stórbæta útlit sitt vetur, sumar, vor og haust. 1. Verja þarf húðina vel gegn þurrki á veturna. Það má gera með góðum rakakremum, með því að hylja andlitið í miklu frosti og bera á sig va- selín áður en farið er í sund. 2. Verjið hendurnar vel á veturna. Notið hanska og góðan handáburð og gleymið ekki að bera olíu á neglurnar, þær þorna gjarnan og springa í frosti. 3. Hárið verður oft leiðinlegt í frostinu á veturna, rafmagn- að og þurrt. Látið eftir ykkur djúpnæringu einu sinni í viku. Þá er góð næring borin í hár- ið, plastpoka vafið um höfuð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.