Vikan


Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 45

Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 45
s p j a l l □ Nóra tekur að vísu málin í sínar hendur, en hún gerir það svo seint að það kostar ákveðnar fórnir. Þorvaldur, sem er reyndar ekkert síður fórnarlamb umhverfisins, horfir hjálparvana á þegar flett er ofan af lífslygi hans. C3 Mér finnst Elva Ósk túlka bæði yfirborðskæti og sárs- auka Nóru af miklum næm- leika. □ Hún er stórskemmtileg Nóra, kraftmikil, stríðin og til- finningarík. Allan tímann er hún eins og dýr í búri. Þetta er sérlega áberandi þegar hún dansar „tarantelluna“ og næl- ir sér í smákökur. ES Mér fannst hins vegar Baltasar Kormákur aldrei ná sér á strik í hlutverki Þorvalds. Q Mér fannst eins og leik- hæfileikar Baltasar nýttust ekki í hlutverki Þorvalds. Hann býr yfir miklum tilfinn- ingahita og hefur sterka út- geislun á sviði. Og þó að Þor- valdur eigi að vera flatlyndur, þ.e.a.s. dæmigerður embættis- maður, þá hefði samt mátt setja rneira líf í hann og gera hann þar með áhugaverðari. E3 Ég helð líka að Baltasar Kormákur sé einfaldlega of ungæðislegur fyrir þetta hlut- verk. Það er eitthvert ósam- ræmi í túlkun hans á persón- unni. S Minni hlutverk í sýning- unni eru að mínum dómi yfir- leitt nostursamlega unnin. Túlkun Pálma Gestssonar á skúrkinum Krogstad rambar þó stundum á barmi þess að vera skopstæling, sem getur tæpast verið ásetningur leikstjórans, Stefáns Baldurs- sonar. ES það er einmitt veikur hlekkur í sýningunni að per- sónusköpun þeirra félaga Þor- valds og Krogstads ' ekki vera nógu mark- viss. Aftur á móti eru hlutverk þeirra Eddu Heiðrúnar og Þrastar Leós betur mótuð. Annars má segja að sýningin öll, þar með talinn umbúnaðurinn, sé með áberandi hefð- bundnu sniði, enda ber- sýnilega ætlun leikstjór- ans að sleppa öllum „dramatískum“ yngingar- meðulum. Tvöíaldur Ibsen □ En það er ekki bara verið að sýna Ibsen í þjóð- leikhúsinu. Þú fórst norður til að sjá Pétur Gaut hjá Leikfélagi Akureyrar. Nú er Pétur Gautur Ijóðleikur og hlýtur þess vegna að kalla á allt önnur vinnubrögð en raunsæisverkið Brúðuheimil- ið. í Pétri Gaut getur leik- stjórinn gefið ímyndunarafl- inu lausari tauminn, enda er yfir verkinu mikill ævintýra- blær. cs Já, og Sveinn Einarsson leikstjóri nýtir sér þetta út í ystu æsar. Sýningin á Pétri Gaut er án efa ein af albestu sýningum L.A. á seinni árum. □ Nú má segja að þýðing Einars Benediktssonar á þessu verki Ibsens sé orðin sí- gild. Þarna er hins vegar frumflutt ný þýðing Helga Hálfdánarsonar. □ Fyrir utan fallega unna umgjörð finnst mér Pétur Gautur kalla á gáska, kraft og þokka. cs í sýningu L.A. kemst allt þetta vel til skila. Þar hjálpar ekki síst glæsilegur leikur Jakobs Þórs, enda mæðir mest á honum. Honum tekst að túlka bæði æringjann unga og Pétur eldri af jafn miklum sannfær- ingarkrafti. Hann fer vel með text- ann og túlkar ólík skapbrigði þessarar marg- slungnu per- sónu með rnikl- um ágætum. Svo má heldur ekki gleyma viðbót Guðna Franzsonar við tónlist Griegs, sem fellur vel að anda verks- ins. □ Þarna virðast sem sagt all- ir þættir tvinnasl mjög vel saman. □ Nákvæmlega. Það er ekk- ert sem klikkar eða raskar heildaráhrifunum. □ Mér heyrist þú vera að mæla með því að fólk bregði sér norður til að sjá þessa sýn- ingu. □ Já, ég mæli eindregið með því, enda er þessi sýning að mínunt dómi merkilegur leik- listarviðburður. ES þeir eru auðvitað báðir miklir snillingar, Einar og Helgi, þótt ólíkir séu, enda börn ólíkra tíma. Þýðing Helga er einfaldlega nær okk- ar eigin tungutaki og lætur yfirleitt vel í munni. Á köflum er hún líka hreinasta konfekt. □ Mér skilst að það hafi ver- ið fenginn sérstakur nýverð- launaður leikmynda- og ljósa- hönnuður frá Noregi. E3 það skilar sér heldur bet- ur. Ég hef sjaldan séð lýsingu vinna jafn vel með texta verks. Þrátt fyrir vissan ein- faldleika, eða kannski vegna hans, undirstrikar lýsingin nijög skemmtilega blæbrigði og breytingar á stemmningu í verkinu. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.