Vikan


Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 12

Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 12
Dísa í World Class og Auður í Þokkabót Ekki er svo ýkja langt síðan að verðandi feður í amer- ískum kvikmyndum brugðust undantekningarlaust þannig við fréttum af ástandi kvenna sinna að þeim var skipað að setjast, hvíla sig og reyna ails ekki að lyfta neinu þungu. Konurnar brostu umburðarlyndisbrosi, komu sér fyrir í sófa með púða við bakið og teygðu sig í prjónana. Kraftmiklar nútímakonur gerðu uppreisn gegn þessari ímynd og sögðu óléttu ekki vera sjúkdóm. Þær héldu áfram að vinna og sinna áhugamálum sínum þótt von væri á barni, en þær eru ekki margar sem stunda störf sem útheimta jafnmikið líkamlegt erfiði og þær Hafdís Jónsdóttir eða Dísa í World Class og Auður Vala Gunnarsdóttir hjá Þokkabót. Þær kenna líkams- rækt og eru báðar á fullu þó þær séu ófrískar. Hafdís kennir pallaleikfimi í karlatímum og þótt hún sé komin átta mánuði á leið, kvarta nemendur hennar und- an því að þeir eigi ímesta basli með að fylgja henni eftir. En er þetta óhœtt, getur svona mikil áreynsla ekki verið vara- söm á meðgöngu? „Nei, það held ég ekki,“ seg- ir Dísa. „Ef konan er vön slíkri áreynslu og í góðri þjálf- un ætti það ekki að breyta neinu. Sennilega er ekki ráð- legt að byrja í mikilli líkams- rækt, ófrísk. Konum ætti samt að vera óhætt að halda sínum venjum. Annars hamast ég ekki eins og áður, ég tek tillit til þess í þjálfuninni að ég er ófrísk og hlífi mér aðeins. Ég er búin að kenna vaxtarmót- un og pallaleikfimi í fimmtán ár. Áður stundaði ég jassball- ett og kenndi í nokkur ár. Ég er lærður danskennari og segja má að ég hafi stundað líkamsrækt alla ævi. Ég fór svo að kenna leikfimihóp í Kramhúsinu og hélt utan í kjölfarið á nokkur námskeið til að læra meira um líkams- \ 12 Texti: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.