Vikan


Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 24

Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 24
Smásaga eftir Doris Lessing og byrjaði að hneppa frá sér kjólnum. Undir honum var hún íklædd siðsamlegum svörtum sundbol og það fór ekki framhjá henni hversu mjög manni hennar létti þeg- ar hann kom í ljós. Henni fannst þetta vera hin endan- lega sönnun þess hversu lífið væri óréttlátt. Þarna stóð hann hár og grannur og næst- um því myndarlegur í fárán- legri sundskýlu sem var lítið annað en þríhyrnd pjatla sem hékk uppi á mjaðmasnúru. Og hér stóð hún dálítið feit- lagin með þétt hvítt hold, miðaldra í gamaldags svörtum sundbol. Hún leit í kringum sig. Við hlið þeirra var fótleggjabenda sem tilheyrði hópi ungmenna og stúlkurnar allar í agn- arsmáum bikinibaðfötum. Hún sá að Tommy virti þær fyrir sér af sýnilegum áhuga. En þá kom hún til allrar ham- ingju auga á stórvaxna grá- hærða konu hinum megin við sig og þar hólkaðist hvítt skvap innan í hvítum strand- kjól. Mary horfði á hana með sigurbros á vör og lagðist út af hin lukkulegasta. Allan morguninn lágu ensku hjónin í sandinum og veltu sér á alla kanta eins og kjúklingar á grilli í þeim tilgangi að losna sem fyrst við hvíta hörundslit- inn sem þeim fannst mikil skömm að. Þegar þau sneru aftur til herbergisins um há- degisbilið sáu þau að hópur svartra maura var í óða önn að háma í sig hádegismatinn þeirra. Það vék þó fljótlega úr huga þeirra þegar sú stað- reynd varð ljós að þau höfðu legið of lengi í sólinni. Húð þeirra beggja var logandi rauð og þau verkjaði í augun. Þau lögðust út af í svölu og rökkv- uðu herberginu og létu það fara í taugarnar á sér hversu kjánalega þau höfðu hagað sér - þau sem höfðu nú aldeil- is reynsluna. Þau lágu í rúm- inu allan þann dag og einnig næsta dag. Þegar sulturinn svarf að þeim laumaðist Mary í bæinn og keypti kaldan mat handa þeim því það var ekki hægt að geyma neitt stundinni lengur í herberginu vegna mauranna. Mataráhöldin skolaði hún í vaskinum litla sem þau notuðu einnig til að halda sér hreinum. Tvisvar á dag hrökklaðist Tommy fram á gang gegn vilja sínum með- an hún þvoði sér um kroppinn upp úr vatni sem hún hitaði í kastarholunni. Svo fór hún fram á gang meðan hann gerði slíkt hið sama. Þegar þessum nauðsynlegu hrein- lætisaðgerðum var lokið lögð- ust þau í rúmið og reyndu að komast hjá því að snerta hvort annað. Að því kom að þau lögðu í að fara út í sólina á nýjan leik, í þetta sinn skynsamlegar klædd. Bæði var svo leiði- gjarnt að hanga i herberginu og svo var húðin farin að jafna sig, reyndar svo vel að þau gátu skrælt hana utan af sér í stórum flygsum. En að viku liðinni voru þau bæði orðin fagurbrún og gátu end- urheimt sæti sín á ströndinni innan um aðra brúna og gljá- andi kroppa sem lágu í sand- inum eins og fiskflök sem rek- ið hafði á land. A hverjum degi gengu hjónakornin brattan stíginn niður að sjó eftir staðgóðan enskan morgunverð: egg og beikon. Allan morguninn lágu þau á ströndinni og líka eftir hádegi en gættu þess vel að koma ekki of nærri löndum sínum sem héldu hópinn í nokkur hundruð metra Ijar- lægð. Þau fylgdust með börnunum skríkja og leika sér í síbláum öldunum á meðan frönsku unglingarnir döðruðu hver við annan og veltu sér þannig saman í sandinum að Mary fannst það hreint siðleysi. Hjónin fylgdust af aðdáun með þjálfuðum sundmönnum sem klufu smáar öldurnar úti á víkinni í froskmannabúning- um. Þau voru ánægð með lífið. Þau voru að njóta þess sem þau sóttust eftir og það sama gilti um hundruð þúsunda ferðamanna meðfram strönd- inni. Þeir voru hingað komnir til að liggja í sandinum og finna sólina baka sig, busla af og til í hlýjum, bláum sjónum sem þornaði strax á þeim aft- ur. Sjórinn var brimsaltur og af honum lagði ekta sjávar- lykt sem raunar var blandin öðrum ilmi því handan víkur- innar rann klóak bæjarins út í sjó, barst yfir víkina og settist á húð strandgesta sem þorn- aði í sólinni. Þetta var það sem þeir sótt- ust eftir. Að sjálfsögðu lék enginn vafi á því að á Plaza hefði allt verið með öðrum blæ. Þar vöknuðu menn seint, sátu lengi yfir morgunkaffi og rún- stykkjum, fóru síðan niður á strönd og nutu sólar í tvo tíma eða svo þar til leiðin lá aftur heim á hótel þar sem langur og gómsætur hádegismatur beið þeirra. Eftir matinn lagði fólk sig, fór aftur á ströndina og naut svo enn langdregnari og gómsætari kvöldmáltíðar. Ströndin var hins vegar eini staðurinn sem þeim hjónum stóð opinn og þar voru þau frá klukkan níu til eitt og frá tvö til sjö. Á tíunda degi rann það upp fyrir þeim að helmingur sum- arleyfisins var liðinn. Þá stóðst Tommy ekki mátið lengur heldur stormaði inn í eina af þessum hræðilega dýru nýju verslunum og kom þaðan út með froskmanna- búning. Hann leit afsakandi til Mary og kastaði sér til sunds. Hún sagði honum síðar að hann hefði verið líkastur geimveru úr teiknimyndasögu fyrir börn. Það liðu margir klukkutímar þar til hann birt- ist aftur. - Þetta er stórkostlegt, betra en allt annað. Þú ættir að prófa, sagði hann þegar hann óð í land með sælusvip. Þetta síðdegi lá hún ein á ströndinni og eyðilagði næstum í sér sjónina á því að reyna að finna út hver hinna óteljandi sjónpípa sem skoppuðu um í sjónum tilheyrði eiginmann- mum. Þar sem hún var önnum kaf- in við þessa skemmtilegu iðju heyrði hún allt í einu sagt á ensku: - Ég held því stundum fram að ég sé strandekkja. - Mary sneri sér við og sá unga stúlkupísl, leggjalanga með falleg blá augu sem sat í sand- inum á fallegum bláum sund- bol. Ensk stúlka. En þrátt fyr- ir heldur hvimleitt fliss var röddin og orðfærið viðunandi, að mati Mary. Og þótt hún hefði þá meginreglu að blanda aldrei geði við Eng- lendinga í Frakklandi - það var ekki til þess sem maður fór til útlanda - þá laut hún svo lágt að spyrja: - Er maður- inn þinn líka þarna úti? - Já, það máttu bóka, ég sé hann ekki nema á matmáls- tírnum, svaraði stúlkan kankvíslega og lagðist aftur í sandinn. Þeirri hugsun laust niður í Mary að þessi unga stúlka væri ótrúlega lík henni sjálfri þegar hún var ung - að því frá- töldu að hún hefði að sjálf- sögðu haft lag á að kalla fram það besta í útliti sínu. Þær spjölluðu letilega saman þangað til Tommy og síðan eiginmaður ungu konunnar komu í land. Ungi maðurinn hélt á einhvers konar þríforki og á honum sat fiskur sem hann hafði rekið í gegn. Spennan við þessa veiði varð til þess að hjónin hnöppuðust saman í smástund meðan þau reyndu að kynnast hvert öðru. Daginn eftir krafðist Tommy þess að kona hans færi í bún- inginn og reyndi sig við sundí- þróttina. Karlmennirnir tveir og Betty Clarke hin unga fylgdu henni til hafs eins og flaggskipi en Mary fannst hún vera að kafna undir grímunni fMÉs 3Ír Þau gerðu tilraunir til að draga hana inn í samrœðurn- ar en hún sat bara þögul og leit á þau með yfirlœtissvip. =VL > ll 24 FRAMHALD Á SÍÐU 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.