Vikan


Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 55

Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 55
...Lækjarbrekku. Efþað t.d. er drasl heima hjá þér og skammdegið að fara með þig er gott að stinga höfðinu inn á þennan fallega veitingastað. Það er hreinlega endurnærandi fyrir sál og líkama að vera inni á þess- um gamla, huggulega stað og fá sér t.d. kakó og líkjör, eða sunnu- dagskaffi og stríðstertu. ...því að hugsa um sjálfa þig og fara í krabbameinsleit hjá Krabbameinsfélaginu. Konur á aldr- inum tuttugu til fjörutíu ára eru hvattar til að fara í leg- hálsskoðun á tveggja ára fresti en konur á aldursbilinu fjörutíu til sjötíu ára eru hvattar til að fara reglulega bæðl í legháls- og brjóstakrabbameinsskoðun. Hvert ár taka rúmlega þrjátíu þúsund ábyrgar konur þátt í skipulegri krabbameinsleit hér á landi því þær vita að það hugsar enginn um heilsuna fyrir þær. Kona Vikunnar Kona Vikunnar að þessu sinni er Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. Halldóra hefur verið gestur í stofum flestra íslendinga á árinu og var m.a. í hópi þeirra skemmtikrafta sem kitl- uðu hláturstaugar landsmanna um áramótin. Halldóra leikur líka aðalhlutverkið í Mávahlátri í Borgarleikhúsinu. Vikan lagði nokkrar spurn- ingar fyrir þessu vinsælu leikkonu. Hvað gerir þig glaða? Það er svo margt sem gerír mig glaða. Ég verð t.d. alltaf glöð þegar ég er með skemmtilegu fólki. Svo fyllist ég líka gleði þegar ég er úti í náttúrunni. Hvað gerir þig leiða? Þegar ég skynja pattstöðu og það virðist engin leið út úr henni. Fólk í sjálfheldu. Ég verð mjög sorgmædd þegarfólk reynir ekki að finna lausn á vandamálum í persónulegum samskiptum.. Hvar líður þér best? Mér líður best þegar ég er úti í náttúrunni, fœ hreyf- ingu, þegar ég er uppi á fjallstindi, við sólarlag, - alls staðar þar sem er aðstaða til að upplifa náttúruna. Ég á litla dóttur og bestfuinst mér að hafa hana með mér. Hvers gætir þú síst verið án? Fólks, - ég get ekki verið án góðs félagsskapar. Svo þarfnast ég líka skemmti- legra verkefna til að geta þrifist. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þröngsýni fer mest í taug- arnar á mér; þegarfólk sér ekki nema 30 gráður af360. Ég er samt alltaf að reyna að temja mér œðruleysi gagnvart því, maður má ekki láta aðra rœna sig orkunni. Hvað hcillar þig mest í fari annarra? Víðsýni og skilningur á lífinu og tilverunni. Svo er ekki verra effólk getur komið mér á óvart ogfeng- ið mig til að hlæja. Hverju myndir þú vilja breyta í lífi þínu ef þú ættir þess kost? Ég vildi gjarna hafa meira hugrekki stundum. Svo vœri frábœrt að hafa svolítið hœrrí laun svo ég þyrfti ekki að vinna svona mikið og gœti verið meira með dóttur minni og úti í náttúrunni. Amtsbókasafnið á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.