Vikan


Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 23

Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 23
ódýrt að fljúga eins og Mary hafði sagt. Ferðin yfir Ermar- sund var tíðindalaus og þau sváfu vel í París áður en þau tóku lestina suður á bóginn. Nú voru þau að nálgast litla fiskiþorpið sem þau heimsóttu í fyrsta sinn aldarfjórðungi áður, í brúðkaupsferðinni. Þá höfðu þau valið staðinn vegna þess að Mary Hill, eins og hún hét þá, þekkti frægan leik- tjaldamálara sem átti sumar- hús í þorpinu. í brúðkaups- ferðinni höfðu þau meira að segja eytt einu síðdegi í húsi hans. Pegar lestin nálgaðist áfangastað leit hún út um gluggann á sumarhúsið þar sem það gnæfði efst á brekku- brún mót hafi. Aður hafði það staðið þarna eitt og yfirgefið en nú var hlíðin þéttsetin litl- um hvítum húsum með græna gluggahlera og rauð þök. - Porpið okkar virðist hafa þanist út, sagði Tommy. Brautarstöðin hafði líka stækkað. Nú var þar langur brautarpallur og alvöru stöðv- arhús. Þegar þeim varð litið niður að strönd sáu þau langar raðir af verslunum, kaffihús- um og matsölustöðum þar sem fjórum árum áður hafði aðeins verið ein verslun, eitt veitingahús og tvö hótel. - O nei, sagði Mary vonsvik- in. - Staðurinn er fullur af ferðafólki! En sólin skein, hafið var blátt sem fyrr og pálmatrén stóðu í röðum meðfram hvítri ströndinni. Þau báru farang- urinn eftir veginum sem hall- aði niður að Plaza-hótelinu og fannst þau hafa fundið þráð- inn aftur. Uti fyrir hótelinu litu þau hvort á annað því þar sem áður hafði verið lítil og vina- leg bygging stóð nú glæsilegt hótel með forgarði fullum af röndóttum sólhlífum. - Jaques gamli hefur aldeilis breitt úr sér, sagði Tommy þegar þau gengu upp nýlegan malarstíg og inn í anddyrið þar sem Jaques var vanur að bjóða þau velkomin. I afgreiðslunni spurði Mary á stirðri skólafrönsku eftir monsieur Jaques. Afgreiðslu- maðurinn svaraði brosandi að Jaques hefði því miður látið af störfum fyrir þremur árum. - Hann þekkti okkur vel, sagði Mary og röddin hafði hækkað um nokkra tóna. - Hann hafði alltaf herbergi til reiðu handa okkur. En að sjálfsögðu var til her- bergi handa frúnni, þó það nú væri. Tveir pikkólóar komu hlaupandi til að taka farangur þeirra. Bíddu aðeins, sagði Tommy. - Við skulum athuga hvað herbergið kostar. Mary spurði kæruleysislega hvað nóttin kostaði. Þegar svarið kom seig hakan á henni nokkra sentimetra áður en hún gat komið upplýsingun- um áfram til Tommys. Hann leit kindarlegur á afgreiðslu- manninn sem kannaðist við svona ástand og grúfði sig kurteislega yfir bókhaldið sitt til að gefa hjónunum næði til að útkljá málið. Þau ræddu stöðuna æsinga- laust þótt reiðin kraumaði undir niðri. - Við höfum ekki efni á þessu, Mary. Við gætum ekki verið hér nema í tæpa viku. - Já, en við höfum alltaf búið hér. Að lokum sneri hún sér að afgreiðslumanninum sem nú veitti henni óskipta athygli. - Ég er hrædd um að gjald- eyrishömlurnar geri okkur dá- lítið erfitt fyrir, sagði hún og þvingaði sig til að brosa. Hún var gersamlega komin úr jafn- vægi og áttaði sig ekki strax á því að hún hafði ávarpað manninn á ensku. Hann svar- aði líka á ensku: - Það skil ég mætavel, frú. Þið gætuð kannski reynt hótelið Belle Vue hérna á móti. Þar búa margir Englendingar. Mary og Tommy Rogers áttu erfitt með að kyngja þeirri auðmýkingu að hörfa með farangurinn út malarstíginn á milli borðanna þar sem gest- irnir sátu yfir kvöldmatnum. Sólin var sest og handan göt- unnar blasti Belle Vue við baðað ljósum. Það kom Tommy ekki á óvart að Mary skyldi strunsa framhjá því án þess að virða það viðlits. Öll þau ár sem þau höfðu gist á Plaza hafði þeim fundist þau hátt yfir Belle Vue hafin og hafði afgreiðslumaðurinn ekki sagt að þar byggju margir Englendingar? En þau voru í Frakklandi á miðjum ferðamannatímanum svo vitaskuld var ferðaskrif- stofan opin. Ungri og heill- andi stúlku sem þar starfaði þótti afar leitt að þau skyldu ekki hafa pantað herbergi fyr- irfram. - En við höfum komið hing- að á hverju ári í 25 ár og aldrei þurft að panta herbergi, sagði Mary og mátti svo sem fyrir- gefa henni að hún skyldi gleyma fjórum síðustu árum og fimm árum meðan börnin voru lítil. Æ já, þvílík skömm og hneisa að St. Nichole skuli vera orðið svona vinsælt, sagði stúlkan og tjáði sig með öxlum, höndum og fögrum augunum. Henni fannst það virkilega miður. Og svo vísaði hún þeim á Belle Vue. Þau þrömmuðu þessa hund- rað metra til baka og fannst þau vera að beygja sig fyrir grimmum örlögum. En þegar á Belle Vue var komið reynd- ust öll herbergi upptekin þar svo þau fóru aftur á ferða- skrifstofuna. Þar gat unga stúlkan glatt þau með þeim tíðindum að enn væri eitt her- bergi laust í einu sumarhús- anna í hlíðinni. Hún fylgdi þeim meira að segja þangað og þurfti svo að einbeita sér að stjörnum himinsins og ljós- um skipanna á víkinni meðan hjónin komust að samkomu- lagi. Raddir þeirra voru ekki lengur reiðilegar heldur móð- ursýkislegar. Fyrir þetta her- bergi var krafist óheyrilega hárrar leigu þótt það væri pínulítið með beru steingólfi, einu stóru rúmi, fataskáp, sem var ómögulegur af því að í honum voru hillur, litlum vaski og gastæki þar sem þau gátu hitað sér vatn í kastar- holu ef þau langaði í te eins og alla Englendinga langar alltaf í. Ungfrúnni fannst bara skemmtilegt að geta búið til sinn eigin mat, enda var hún orðin leið á að virða fyrir sér næturhimininn. - Ég legg til að við förum aft- ur á Plaza. Frekar vil ég vera í viku í munaðinum þar en þrjár vikur hér! sagði Mary. En á Plaza þótti afgreiðslu- manninum leitt að tilkynna þeim að því miður væri búið að leigja herbergið út og nú væri allt fullt. Klukkan var orðin tíu þegar ungfrúin fylgdi þeim aftur upp í hæðina þar sem beið þeirra herbergi sem kostaði meira en þau höfðu orðið að greiða fyr- ir góðan mat, heitt vatn og annan munað á Plaza fjórum árum áður. Og til að bíta höf- uðið af skömminni voru þau krafin um tíu pund í tryggingu fyrir því að þau létu sig ekki hverfa í skjóli náttmyrkurs eða neituðu að greiða fyrir rafmagn, gas og vatn. Þau fóru beint að sofa, ger- samlega útkeyrð eftir ferða- lagið og öll vonbrigðin. Morguninn eftir lýsti Mary því yfir að hún ætlaði ekki að eyða sumarfríinu sínu í matseld. Þau snæddu því morgunverð á litlu kaffihúsi þar sem þau greiddu tólf shill- inga fyrir tvo litla kaffibolla og tvö rúnstykki. Eftir það hættu þau að borða úti. I örvæntingarfullri tilraun til að viðhalda góða skapinu keyptu þau kaldan hádegis- mat, fóru með hann upp á herbergi og bjuggu sig svo undir að njóta dásemda stað- arins. Því hafið var blátt og sólin skein og þau voru hvað sem öðru leið í Suður-Frakk- landi, fegursta stað Evrópu. Og heima í Englandi rigndi sem aldrei fyrr, það lásu þau í Daily Telegraph. A ströndinni fengu þau enn eitt áfallið. Allt frá pálmatrján- um niður í flæðarmál stóð sól- hlíf við sólhlíf eins langt og augað eygði. Og það sem verra var, þar lá kroppur við kropp svo líkast var sem ströndin væri lögð húðlitu teppi. - Þeir hafa eyðilagt staðinn, gersamlega eyðilagt hann, kveinaði Mary. En svo tók hún á sig rögg, gekk ákveðn- um skrefum niður á ströndina 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.