Vikan


Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 29

Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 29
Krabhinn Vinna og pen- ingar: Arið verður sér- lega gott fjár- hagslega fyrir krabba. Allt sem þeir snerta verður að gulli og hvaða verk- efni sem ráðist verður í mun skila bestum fáanlegum ár- angri. Krabbinn er útsjónar- samur og fljótur að víkja sér til hliðar sjái hann að beina brautin muni ekki fær. Þessir eiginleikar koma þeim til góða eins og oft áður í ár og margir krabbar leysa vandamál í tengslum við vinnu og peninga á mjög hagstæðan hátt í ár. Ást og kynlíf: Krabbar eru trygglyndir og sennilega munu þeir þurfa á því að halda í ár. Sambönd krabba verða ákaflega sveiflu- kennd á árinu og oft munu þeir þurfa að sigla milli skers og báru og sýna vinum sínum skilning. Þeir krabbar sem ekki gefast upp munu hins vegar fá þolinmæðina launaða. Kynlífið tekur mið af þessum sveiflum en flestir krabbar munu vera mjög kynorkumikl- ir seinni parts sumarsins og vel fram á haust. Heilsa og líðan: Krabbinn mun oft finna til depurðar á árinu. Samskipti hans við aðra eru ekki eins og best verður á kosið í ár og krabbinn finnur fyrir því. Það verður líklega eins og allt sem krabbinn segir verði misskilið og lagt út á versta veg. Líkam- lega er krabbinn hraustur og ætti að vera að mestu laus við smákvilla í ár en slæm andleg líðan getur dregið dilk á eftir sér. Krabbar ættu að hafa í huga að öll él birtir upp um síðir og ekki mun líða á löngu þar til hans góða skap og löng- un til að tengjast fólki nánum böndum verður metin að verðleikum á ný. Lióniö Vinna og peningar: Ljón eru á kafi í vinnu í ár. Flestum ljón- um gengur allt í haginn og þeim bjóðast góðar stöður, ný vinna eða fá mikið hrós fyrir framlag sitt. Metn- aðarfull ljón ættu því að nota sér árið eins og hægt er. Fjár- hagurinn batnar mjög hjá ljónum fyrri hluta árs og fram á vor en ætti að haldast stöð- ugur eftir það. Ást og kynlíf: Ljón geta stundum verið erfið í sambúð. Þau eru haldin full- komnunaráráttu og skilja ekki alltaf að aðrir geta sætt sig við minna en þau. 'Ljón þurfa að temja sér umburðar- lyndi gagnvart öðrum og þeim sem tekst það munu eiga góð samskipti við aðra í ár. 1 sumar er ljónið í sínu besta formi og kemur til með að hafa mikil áhrif á hitt kyn- ið. Mörg ný ástarsambönd byrja hjá ljónum í sumar en þau sem eru í sambandi ættu að nýta þennan góða tíma til að bæta sambandið. Heilsa og líðan: Ljónið er svo heilsuhraust í ár að til þess verður tekið. Ork- an er mikil og bókstaflega engir kvillar ná að vinna á stálhreysti ljóna á þessu ári. Sumarið og haustið er ein- staklega góður tími og ljón ættu að nýta hann til að stunda útivist og íþróttir. Andleg líðan ljóna verður al- mennt góð en þó má búast við verulegri andlegri lægð undir lok ársins. Mevian Vinna og peningar: Meyjur eru vi- nnufíklar. Þær verða að hafa góða stjórn á öllu og yfirsýn yfir öll svið lífs síns. í ár getur fólk í meyjar- merkinu glaðst því það mun hafa einstaklega góða stjórn á lífi sínu. Vinnan verður þeim ákaflega auðveld og meyjur hafa allt í hendi sér og eiga ákaflega auðvelt með að greiða úr flækjum og vanda- málum. Fjármálum meyja er alltaf vel stjórnað og engra stórra breytinga er að vænta á því sviði á árinu. Ást og kynlíf: Flestar meyjur eiga erfitt með að tengjast fólki en þegar þær gera það verður það til lífstíð- ar. Þær meyjur sem enn hafa ekki náð að finna lífsförunaut geta verið bjartsýnar því vor- ið verður meyjum einstaklega hagstæður tími til að njóta ásta. Meyjur verða þó að læra að opna sig og taka við ást jafnframt því að gefa hana. Heilsa og líðan: Fleilsufar meyjanna verður upp og ofan í ár. í vetur og vor verða meyjur oft lasnar og sennilega verður talsvert um fjarvistir frá vinnu vegna kvefs, flensu eða annarra sýk- inga. Sumarið verður meyj- unni betri tími og hyggi þær á ferðalög er sá tími ákaflega hentugur. Haustið verður al- mennt ágætur tími fyrir meyj- ur en líkamsorka þeirra verð- ur í hálfgerðu lágmarki seinni partinn. Vonin Vinna og peningar: Vogin safnar yf- irleitt ekki pen- ingum. Flestar vogir líta svo á að peningar séu til þess eins að eyða þeim í lífsins lystisemdir. Langtímafjár- hagsáætlun vogarinnar batnar ekki í ár en hún gæti haft tals- vert meira, handa á milli, en oft áður. Vogin er ákaflega skapandi og þær sem vinna listræn störf ná mjög góðum árangri í ár og hljóta viður- kenningu fyrir störf sín. Aðr- ar vogir munu njóta velvildar yfirmanna en sennilega verð- ur ekki mikil hreyfing upp á við í starfi. Ást og kynlíf: Vogir eru rómantískar og ást- leitnar. Flestar fá þær hlýju sína margfalt til baka en það er misjafn sauður í mörgu fé og vogir eru auðsærðar. Vogir ættu að vera á varðbergi gagnvart fagurgala í ár og var- ast að treysta fólki of fljótt. Kynorka vogarinnar verður sem aldrei fyrr, um mitt sum- ar, og ástarævintýri í sumar- fríinu verður því líklega ógleymanlegt. Heilsa og líðan: Eðli vogarinnar er að sveiflast upp og niður. Andleg lægð verður ríkjandi fyrri hluta árs en sveiflast upp á við í vor og sumar. Nokkurs konar jafn- vægi næst í haust en þá líður voginni best. Líkamleg líðan vogarinnar fylgir venjulega andlegum sveiflum og orkan fer alveg eftir hvort sveiflan er upp eða niður á við. Vogin verður að læra að laga sig að andlegri líðan og taka því ró- lega þegar þunglyndið ræður ríkjum en láta það eftir sér að hamast þegar birtir á ný. SDDrðdrekinn Vinna og peningar: Iðnara fólk en sporðdrekar fyrirfinnst ekki. Þeir eru skarp- greindir og fljótir að átta sig á öllum hlutum. Sporðdrekar eru því vinsælir vinnukraftar og þeim gengur vel hvað sem þeir taka sér fyrir hendur. í ár eru góðar líkur á kauphækk- unum og öðrum viðurkenn- ingum frá vinnuveitendum til sporðdreka. Ef þeir vilja ræða slík mál við yfirmenn sína er góður tími til þess í febrúar og mars. Árið verður sporðdrek- um hagstætt í fjárhagslegu tilliti og þeir ættu að ná að koma ár sinni vel fyrir borð. Ást og kynlíf: Sporðdrekar eru ástríðufullir og miklir elskhugar. Oft mu- nu sterkar tilfinningar koma sporðdrekum í vandræði í ár. Þeir eru dulir og ættu að hafa í 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.