Vikan


Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 41

Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 41
Smásaga eftir Doris Lessing fara í leikhús, sagði Tommy. - Það tekur fjóra tíma með lestinni til Lundúna og svo hef ég ekki ýkjamikinn áhuga á leikhúsi. - Nú talarðu bara fyrir sjálf- an þig, sagði Mary. - Já, ég veit að þú ferð gjarn- an á síðdegissýningar ef þú getur komið því við. Ungu hjónin litu ósjálfrátt hvort á annað þegar þau sáu geðvonskuna í augnaráðinu sem Mary sendi Tommy og Betty sagði kurteislega: - Ég er mikið fyrir að fara í leikhús, þar fær maður svo margt að spjalla um. Mary þagði. - Konan mín þekkir leikhús- ið vel, sagði Tommy. - Hún var einu sinni í leikhúsklíku og þess háttar. - En hvað það hljómar spennandi, sagði Betty áköf. Mary barðist gegn freisting- unni og tapaði. - Ég þekkti mann sem gerði einmitt leik- myndir í Prince. Hann átti dá- samlegt hús hér í þorpinu og við heimsóttum hann oft. Tomrny sendi konu sinni augnaráð sem átti að vara hana við og reyndi að skipta um umræðuefni: - Ég vildi óska að þeir hættu að eyði- leggja matinn með öllum þessum hvítlauk. - Ég sé nú ekki tilganginn í því að heimsækja Frakkland ef maður er ekki opinn fyrir matarmenningu landsins, sagði Mary. - En heima býrðu aldrei til franskan mat, sagði Tommy. - Hvernig stendur á því fyrst þér finnst hann svona góður? - Af hverju skyldi ég gera það? Þú myndir bara segja að þú vildir ekki sjá svoleiðis ruslfæði! - Ég þoli reyndar heldur ekki hvítlauk, sagði Betty og varð á svipinn eins og hún væri að játa á sig stórglæp. - Og ég viðurkenni fúslega að ég verð alltaf fegin þegar ég kem heim aftur og fæ al- mennilegan enskan mat. Tommy horfði bænaraugum á konu sína en hún skeytti því engu: - Hvers vegna ferðu þá ekki bara til Brighton eða eitthvað álíka? - Já, mætti ég biðja um Brighton frekar en Frakkland, sagði Francis Clarke. - Eða Cornwall, þar er hægt að veiða svo um munar. En Betty dregur mig alltaf hingað þótt Frakkland sé að mínum dómi stórlega ofmetið. - Þá fyndist mér þið ættuð bara að halda ykkur á heima- slóðum. En Francis ætlaði ekki að láta Mary Rogers eiga síðasta orðið. - Hvað Frakka áhærir, sagði hann með uppreisnar- svip, - þá hugsa þeir aldrei um annað en að kýla vömbina. Ef þeir eru ekki að borða þá tala þeir um mat. Ef þeir notuðu þó ekki væri nema helming þess tíma sem þeir sitja og troða sig út af mat til þess að gera eitthvað skynsamlegt myndu þeir ná langt. Það held ég nú. - Eitthvað skynsamlegt seg- irðu, svo sem að veiða? - Og hvað er að því? Eða, eða... Hann velti vandamálinu augsýnilega fyrir sér af fullri alvöru. - Lítið þið til dæmis á ríkisstjórnina þeirra, hana mættu þeir nú lappa upp á. Betty var farin að roðna undir sólbrúnkunni. Hún yppti öxlum og hló tauga- veiklunarlega: - Æ, maður verður að fylgjast með því sem aðrir gera og Frakkland er nú einu sinni staðurinn sem allir ferðast til þessi misserin. Þögn. Mátti nú ekki vænta þess að vandræðagangurinn væri á enda? Nei, ekki aldeilis því Francis var þeirrar skoð- unar að þessa yfirlýsingu Bettyar þyrfti að útskýra nán- ar. Hann sagði því með stríðn- islegri aðdáun: - Hún er stað- ráðin í að komast áfram í líf- inu. - Já, og það ber árangur, því geturðu ekki mótmælt, sagði Betty. - Þegar herra Baker - herra Baker er yfirmaður hans, sagði hún við Mary til skýringar. - Þegar þú sagðir herra Baker að þú værir að fara til Suður-Frakklands varð hann mjög hrifinn af því, því geturðu ekki neitað. Tommy sendi konu sinni hæðnislegt augnaráð. - Eiginkonur eiga að láta sér annt um frama eiginmanna sinna, hélt Betty áfram ótrauð. - Er það ekki rétt? Ég veit að ég hef þegar hjálpað Francis heilmikið áleiðis. Til dæmis er ég viss um að hann 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.