Vikan


Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 30

Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 30
huga að fæstir vita án þess að þeim sé sagt hvernig ástvini þeirra líður. Sporðdrekar þrá fjölskyldu- og heimilislíf og það öryggi sem því fylgir, oft leggja þeir mikið á sig til að halda slíku. Sporðdrekar ættu að hafa í huga að margt er verra til en að vera einn á báti og sum sambönd eru ekki þess virði að halda í þau. Heilsa og líðan: Sporðdrekar leyna tilfinning- um sínum vel og oft vita þeirra nánustu ekki einu sinni að þeim líður illa. Sporðdrek- ar þurfa að læra að opna sig til að létta á tilfinningapress- unni, annars kann illa að fara. Sporðdrekar eru viðkvæmir fyrir háum blóðþrýstingi og ýmsum álagstengdum kvillum frá maga og þörmum. I ár ættu sporðdrekar að hugsa vel um mataræði og læra slökun. Bonmaðuninn Vinna og pen- ingar: Fátt á betur við bogmanninn en að hafa nóg að gera og þeir munu ekki þurfa að kvarta undan aðgerðarleysi í ár. Bog- menn hafa áhuga á fólki og margir munu því taka aukinn þátt í félagsstörfum eða hug- sjónavinnu. Eins og alltaf tekst bogmönnum að skila fyrsta flokks árangri en þetta eru störf sem ekki skila pen- ingum, viðurkenningar munu bogmenn hins vegar njóta í ríkum mæli fyrir góðverk sín. Ást og kynlíf: Bogmenn eru lítið fyrir skyndikynni. Þeir eru miklir fagurkerar og illa við að tjalda til einnar nætur. Mörg tæki- færi munu gefast á árinu, til að njóta ásta, en fæst munu vara lengi. Sjálfsagt er þó að njóta þess sem býðst og bog- menn munu margir eiga góð- ar stundir. Bogmenn leggja mikið upp úr vellíðan í kynlífi og eru tilbúnir til að vinna að því að ná hæstu hæðum. í ár munu þeir uppskera árangur erfiðis síns og þeir sem eru í 30 samböndum upplifa ákaflega gefandi tíma. Heilsa og líðan: Bogmenn eru rólegheitafólk og sækjast yfirleitt ekki eftir að lifa hátt. Árið í ár verður að því leyti óvenjulegt að samkvæmislífið verður mjög mikið. Bogmenn verða að fara varlega ef þessi nýi lífstíll á ekki að hafa áhrif á heils- una. Mars og apríl verða einna fjörugastir og bogmenn ættu að passa að fá nægan svefn. Sleinneilin Vinna og peningar: Steingeitin er að vinna sig upp á við í ár. Flenni finnst gjarnan að hægt gangi en síg- andi lukka er best. Steingeitur eru traustar, duglegar og mik- ið vinnuálag bugar þær ekki. Fjárhagurinn fer smám saman batnandi á árinu en fyrri hluta þess ætti steingeitin að sníða sér stakk eftir vexti og eyða ekki um efni fram. Ást og kynlíf: Steingeitur er trygglyndar og mikið fyrir traust fjölskyldulíf. Þær eru tilbúnar að vinna í sínum samböndum og vilja yf- irleitt allt gera til að treysta samskiptin. í ár verða stein- geitur bókstaflega umsetnar aðdáendum en engin hætta er á að þetta stigi henni til höf- uðs. Vandinn felst í að velja og velja vel. Takist það er lík- legt að sambandið endist. Kynlíf er mikilvægur þáttur í samböndum steingeita. Þær eru góðir elskhugar og sein- gleymdar þeim sem kynnast þeim. Heilsa og líðan: Steingeitur eru almennt hraustar. í ár gætu þær fundið til verkja frá stoðkerfi og lið- um. Heppilegt er að fara var- lega með sig og taka tíma til að jafna sig, komi álagsein- kenni fram. Steingeitur eru jafnlyndar og mikið þarf til að þær reiðist. Árið verður al- mennt gott og steingeitur finna sjaldan til óánægju eða andlegrar vanlíðunar. Valnsbepinn Vinna og peningar: Vatnsberinn er óánægður í vinnunni í ár. Honum finnst hann hjakka í sama far- inu og komast hvorki lönd né strönd. Vatnsberar ættu samt að fara varlega í að skipta um vinnu því straumurinn undir yfirborðinu verður honum í hag þótt ekki sé það sýnilegt í ár. Sýni vatnsberar þolinmæði ætti uppskeran að koma í ljós strax í byrjun næsta árs. Fjár- hagurinn verður oft þröngur á árinu, einna helst þó í sumar, í júlí og ágúst. Ást og kynlíf: Vatnsberar eru ákaflega opnir og eiga auðvelt með að heilla fólk. Þeir eiga yfirleitt í mörg- um ástarsamböndum fyrir hjónaband og sé eitthvað að í hjónabandinu hika þeir ekki við að slíta því og byrja að nýju. í ár munu flestir vatns- berar endurskoða þessa af- stöðu sína og eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að halda þeim sem hjarta þeirra þráir. Besti tíminn til að stofna til ástarsambanda er í ágúst og október en vatnsber- ar geta orðið fyrir sárindum í nóvember. Heilsa og líðan: Vatnsberar eru sjálfstæðir, duglegir og hafa yfirleitt mik- inn innri styrk. Árið í ár verð- ur þeim tími mikils endurmats á sjálfum sér og flestir leggjast í sjálfskoðun. Þetta veldur vanlíðan og óöryggi en það er þess virði að taka sér tíma til að kafa ofan í sjálfan sig og það skilar oft ótrúlegum ár- angri. Mikilvægast er að taka tilit til sjálfs sín og gefa sér tíma til að rækta líkamann meðan þetta tímabil gengur yfir. Árangur sést strax með haustinu og bjartara er yfir undir lok ársins. Fiskarnir Vinna og peningar: Fiskar eiga yfirleitt auð- velt með að ná markmið- um sínum en í ár gengur hæg- ar en oft áður. Þetta fer í taug- arnar á metnaðarfullum fisk- um en það þýðir ekki annað en að sýna þolinmæði. Pen- ingar eru sjaldan vandamál hjá fiskum, þeir eru sparsamir og kunna vel fótum sínum forráð í peningamálum. Árið í ár er ekki eins hagstætt og síð- astliðið ár en fiskar þurfa ekki að kvíða miklum fjárhagsörð- ugleikum, þeir ættu frekar að passa uppá að auka ekki út- gjöldin. Ást og kynlíf: Fiskar eru tilfinninganæmir og viðkvæmir. Þeir eiga auð- velt með að tengjast öðrum og það er líkt og fiskurinn finni á sér hvernig félaga hans líður. Þetta kunna allir að meta en fiskar ættu að varast að gera ráð fyrir svipuðum næmleika hjá öðrum. Fiskur- inn er rómantískur og yndis- legur elskhugi. Á árinu verða uppgjör tíð í samböndum fiska en þetta þarf ekki að vera af hinu vonda, frekar er um að ræða vorhreingerning- ar í tilfinningalífinu og þegar allt er hreint er betra að byrja á einhverju nýju. Fiskurinn þarf engu að kvíða þó að ásta- málin séu erfið meðan þessi uppgjörstímabil ganga yfir, en nánari og betri sambönd myndast að þeim loknum. Heilsa og líðan: Fiskurinn þarf að hugsa vel um andlega líðan sína á árinu. Tilfinningaumrót verður mik- ið í janúar, maí og desember en þá verður líkaminn líka viðkvæmur. Stundum er gott að fá útrás fyrir vanlíðan í lík- amlegri áreynslu og fiskurinn ætti að hafa það í huga. I júní, júlí og október verður fiskur- inn í toppformi, líkamlega, og gott er að nota tækifærið þá mánuði til að ferðast og skemmta sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.