Vikan


Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 47

Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 47
/ m göngu beindist gegn mér. Oft henti hún öllu frá sér ef hún vildi allt í einu vita hvað ég væri að gera. Eg var fasti punkturinn og haldreipið í lífi hennar og henni þótti vænt um mig þótt hún hafi sýnt það á þennan sérkennilega hátt. Hún vildi vera besta vinkona mín og oft var hún mjög góð við mig þegar við vorum tvær einar.“ ÉG Á MÖMMU MÍNA EIN „Þannig gekk lífið fyrir sig í eitt og hálft ár. Þá kynntist ég kærastanum mínum og það var dropinn sem fyllti mælinn. Stuttu eftir að ég hitti hann tilkynnti dóttir mín við matar- borðið að hún skyldi gera allt sem hún gæti til þess að eyði- leggja þetta samband. Ef hún sá okkur haldast í hendur, henti hún sér í gólfið, pissaði í sig og hárreitti sig. Hún dóttir mín, tíu ára gömul, kallaði mig öllum þeim ljótustu nöf- um sem hægt er að hugsa sér. Eg ákvað að við hefðum gott af því að fara tvær saman burt frá daglega lífinu og við fórum til Spánar. Ég vildi gera loka- tilraun til þess að reyna að ná sambandi við hana og reyna að komast að því hvað væri að. Hún gætti mín allan tím- ann, varð reið ef ég talaði við annað fólk og passaði sig á því að fara ekki að sofa fyrr en hún þóttist þess viss að ég væri sofnuð. Hún sagði mér að hún ein ætti mig, ég mætti ekki vera með neinum öðrum en henni. Þegar við komum heinr frá Spáni var ég engu betur sett, framkoma hennar hafði ekkert breyst. Hún heimtaði sem fyrr alla athygl- ina og það var erfitt fyrir systkini hennar. Yngsta barn- ið, bróðir hennar, var aldrei neitt vandamál. Hann hefur alla tíð verið blíður og auð- veldur í umgengni. En nú var systir hennar farin að herma eftir stóru systur. Hún hafði eftir henni ljót orð og hegðun, þótt auðvitað væri ekkert á bak við það. Ýmsum var farið að ofbjóða framkoma dóttur minnar og ég fékk alls konar ráðleggingar frá fjölskyldu og vinum um hvernig ég ætti að ala hana upp. Sumir sögðu hana þjást af sjúklegri frekju, svona krakka þyrfti einfald- lega að rassskella. En ég get með góðri samvisku sagt að ég hef aldrei lagt á hana hend- ur þótt oft hafi það verið freistandi. Líklega hef ég innst inni vitað að eitthvað al- varlegt væri að; þessi fram- koma væri einhvers konar ákall á hjálp." ÞUNGLYNDIDG ÞRÁHYGGJA „Það kom að því að ég gat ekki meira og ákvað að hringja í geðlækni til þess að leita ráða. Ég sagði honurn að ég gæti ekki haldið áfram að láta tíu ára gamalt barn stjórna lífi okkar allra. Hann vildi fá mig í viðtal og ég fór til hans í tvo viðtalstíma án þess að taka dóttur mína með. I fyrstu gat ég ekkert gert annað en að gráta. Ég var al- veg uppgefin á lífinu og henni dóttur rninni. í næsta viðtals- tíma tók ég dóttur mína með. Það tók lækninn ekki langan tíma að sjá að dóttir mín væri illa haldin þunglyndi og þrá- hyggju. Hann sagði skilnaðinn hafa verið vendipunkturinn í veikindum hennar. Maðurinn sem hafði verið pabbi hennar frá því hún var eins árs gömul skildi nefnilega við hana um leið og hann skildi við mig. Hann kom alltaf aðra hverja helgi og tók systkini hennar með sér en skildi dóttur mína eftir. Hann var eini pabbinn sem hún þekkti og það var sárt að sjá hana standa við gluggann og horfa á eftir pabba sínum og systkinum og fá ekki að fara með þeim. Læknirinn útskýrði fyrir mér hvernig þessi höfnun hefði verið það sem skipti sköpum fyrir dóttur mína sem þegar var haldin slæmu þunglyndi. Hann sýndi mér fram á hvern- ig þunglyndi hennar gerði það að verkum að hún gæti ekki sýnt rétt viðbrögð við erfið- leikum og mótstöðu. Og nú gengu aðrir tímar í hönd. Ég hreinilega lærði að umgangast dóttur mína, lærði að ég gæti verið góð við hana án þess að fórna einkalífi mínu. Læknirinn gaf henni þunglyndislyf og eftir það breyttist hegðun hennar til hins betra. Ég er ekki að segja að það hafi gerst kraftaverk í einni svipan og það tók hana nokkurn tíma að sætta sig við nýja manninn í lífi okkar. Meðal annars sagði hún !ækn- inum í fyrstu að hún ætlaði ekki að taka „geðveikislyf“ til þess að líka betur við þetta svín, og átti þá við kærastann minn. Lyfin hafa engar auka- verkanir og hún finnur sjálf hvað þau gera henni gott. Það fyrsta sem hún gerir alla rnorgna er að taka eina töflu. Hún fer til Iæknisins á þriggja vikna fresti og mun gera það í að minnsta kosti eitt ár. Hún er alltaf reiðubúin að fara í tímana og er honum mjög þakklát. Hún finnur sjálf hvað henni líður miklu betur. Ég fer með henni í tímana og sit og hlusta á þau án þess að blanda mér í umræðurnar. Hún segir honum ýmislegt sem hún hefur aldrei sagt mér. En aðallega eru þau að tala um vini hennar, skólann og daglega lífið. Þau sitja sam- an eins og gamlir vinir, hann með kaffibolla, hún með kók í glasi. A þeim fimm mánuðum sem hún hefur gengið til lækn- isins hefur hún lést um sjö kíló. Um daginn sagði hún við mig: Mamma, nú líður mér vel, ég er hætt að finna alla daga fyrir þessum vonda þrýstingi og banki sem var alla daga í höfðinu á mér.“ NÝDDTTIR „í dag á ég nýja dóttur, fulla af orku og lífsgleði. Hún elsk- ar að vera úti undir beru lofti og fer í sund á hverjum degi. Aður fyrr forðaðist hún úti- leiki og íþróttir þar sem hún var allt of feit. Hún er í góðu sambandi við kærastann minn og líf okkar allra hefur tekið ótrúlegum breytingum. Hún dóttir mín, sem áður hreytti í mig ónotum, sýnir mér dag- lega hvað henni þykir vænt um mig og er sérstaklega góð við mig. Um daginn sagði hún við mig: Mamma, þú ert besta mamma í heimi. Breytingin á henni er ótrúleg. Líklega verð ég að trúa því sem læknirinn sagði mér, að ég hafi bjargað lífi hennar með því að koma henni undir læknishendur. Framundan eru kynþroskaár- in, hún var allt of feit, þung- lynd og hafði lélegt sjálfsmat. Ég á þá ósk heitasta að allar mæður sem lesa þessa sögu og kannast við svipuð einkenni taki skrefið sem ég tók, að leita aðstoðar. Því það er ekk- ert yndislegra en að sjá barnið sitt, sem áður var óhamingju- samt, reitt og óöruggt, vakna alla morgna með bros á vör.“ lesandi seaír Þórunni Stefánsdóttursöau sína K! Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lifl þinu? Þér er velkonv iö aö skrifa eöa hringja til okkar. Viö gætum fyllstu nafnleyndar. Ilciuiilistaii^iö er: \'ik:iii - „l.iTsrC'Yii.sliisuj’u'*, SeljiiY ej*nr 2, 101 Kcykjavík, Nell'ung: vikaii@lrndi.is 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.