Vikan


Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 16

Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 16
Þóra Friðriks- dóttir í hlut- verki Stein- dóru og Bessi Bjarnason í hlutverki Guðjóns ísdal. „Steindóra reynir að fela fyrir hinum að hún sé með karl- mann í íbúð- inni." „Þórður heitinn var sá skemmtilegi, ég sá um kaffið og kleinurnar.“ Svona konur fara í hjónabandið beint úr húsmæðraskóla, sjá um sitt heimili og sinn eiginmann og þegar þær missa það ankeri þá er ósköp lítið eftir.“ Þær stöllurnar velta þessu svolítið fyrir sér og komast svo að þeirri niðurstöðu að svona konur séu óðum að hverfa úr þjóðfélaginu, næsta kynslóð verði ekki svona. Sem betur fer, eins og þær segja. Guðrún leikur persónuna sem hefur mest afgerandi framkomuna. „Þetta er kona, svona heldur í lægri stéttinni, erfiðiskona sem hefur alla tíð staðið fyrir sínu. Hún er hvergi smeyk, hún er mjög hress og ræður yfir karlinum sínum. En hún hefur hjarta úr gulli og er ábyggilega alveg dauðskotin í honum Bjarna sínum þótt hún fussi og sveii yfir honum allan daginn.“ Helga er í kostulegu hlut- verki konunnar sem greini- lega neitar að eldast og klæð- ist fötum sem hæfa miklu yngri konu. Er gaman að leika þessa konu? „Já, sem betur fer,“ svarar hún og skellihlær. „Hvað er hægt að segja um hana? Hún er á sama aldri og þær hinar en vill ekki viður- kenna það, málar sig mikið og klæðir sig í skvísuföt. Það er afskaplega mikið skraut í þessari konu og hún fær manninn sinn til þess að vera svona „lekkeran“ líka. Arna finnst gaman að koma fram í 16 þessu kostulega gervi, í jogg- inggalla, með þverslaufu og í lakkskóm. I rauninni er eitt- hvað afskaplega barnalegt við svona fólk og það er kannski kjarni málsins. Krakkar elska að klæða sig í svona föt. Lilja er mikill daðrari og þarf að hafa athygli karlmannanna óskipta. En þetta er nú allt í nösunum á henni; ég hef það á tilfinningunni að hún Lilja myndi aldrei halda framhjá manninum sínum.“ ELDRA FÓLK MÁ EKKILENDAÁ KUENNA- OG KARLAFARI: Við veltum fyrir okkur boð- skap leikritsins; hvernig það er að verða gamall, viðbrögð fullorðinna barna til nýrra sambanda foreldra sinna, kynlíf aldraðra og viðhorf til fólks eftir því hvar það er statt í þjóðfélagsstiganum. Dóttirin og sonurinn í leikritinu, sem eru leikin af þeim Guðrúnu S. Gísladóttur og Olafi Darra Ólafssyni, sýna ef til vill dæmigerð viðbrögð. „Það þykir ekki við hæfi að gamalt fólk lendi á kvenna- og karlafari og það á alls ekki að lenda í nýjum hjónaböndum. „Þetta er ekki í lagi,“ eins og dóttirin segir í leikritinu. Það er algengt að börnin vilji stjórna. Það er örugglega erfitt fyrir fólk sem komið er á fullorðinsár að mynda ný sambönd, bæði gagnvart ætt- ingjum og almenningsálitinu yfirleitt. Það er jafnvel gert grín að þannig samböndum. Það er eins og afkvæmin þoli ekki að hugsa til þess að for- eldrarnir lifi kynlífi, eða eins og dóttirin segir við pabba sinn í leikritinu: „Varla er kynhvötin að halda fyrir þér vöku.“ Viðbrögð afkvæmanna í leikritinu eru sennilega mjög algeng; auðvitað vilja þau að pabbi og mamma séu ham- ingjusöm eftir að þau missa maka sinn, en bara ekki með öðrum. Og þau mega alls ekki lifa kynlífi. Svo spila auðvitað fjármálin inn í þetta.“ En er ekkert erfitt fyrir blómarósir á besta aldri að standa á sviði í jafn ærslafullu leikriti og þessu mörg kvöld í viku? Þær þvertaka fyrir það og segjast skemmta sér alveg konunglega á hverri sýningu. „Eitt kvöldið var ég hálflöt og var í huganum að óska þess að ég þyrfti ekki að fara að leika,“ segir Guðrún. Svo þeg- ar maður er korninn á staðinn gleymir maður þreytunni og við tekur ekkert nema skemmtilegheitin." Hinar taka undir þetta og segja að áhorfendur gefi þeim ómælda orku. Þær eru sammála um að líklega hafi þær aldrei tekið þátt í leiksýningu þar sem hef- ur verið eins góður andi og jafnmikið hlegið. Stemmning- in sé mismunandi, það séu öll litabrigðin í henni, en hún sé alltaf jákvæð og góð. SKAMMAÐIST SÍN FYRIR OMMU SINA Það er fólk á öllum aldri sem kemur á sýninguna og allir skemmta sér jafnvel. Helga bauð sex ára gamalli dótturdóttur sinni með á eina sýninguna og hún segist ætla að fara aftur og aftur. „Eg get nú ekki sagt það sama,“ segir Guðrún hlæjandi. „Eg spurði fimm ára gamalt barnabarn mitt hvort honum hafi þótt gaman. Hann svaraði rnjög ákveðinn: „Nei, það var sko ekki gaman. Þú varst alveg óskaplega dónaleg, maður lemur ekki mann með kústi.“ Hann hafði svo sannarlega skammast sín fyrir hana ömmu sína.“ En þrátt fyrir þessi viðbrögð eins leikhússgestsins eru þær sammála um að leikritið, Maður í mislitum sokkum, sé fjölskylduverk með stóru effi. Það sé búið að sýna í eitt skipti fyrir öll að fólki líkar vel að fjallað sé um eldra fólk, jafnvel þótt við búum í heimi þar sem æskudýrkunin ræður ríkjum. En hvað er þá á döf- inni, eru fleiri leikrit sem bíða þeirra á næstunni? „Það er nú hinn óttalegi leyndardómur," svara þær og hlæja. „Við myndum fúslega segja þér það ef við vissum það. Nei, því miður er ekki mikið um svona stykki. Það er rétt að ekki er hægt að velja leikrit, sem eru kannski ekki nógu góð verk, bara til þess að útvega fólki vinnu, en það mætti hugsa svolítið meira um eldra fólk- ið.“ Það er eins og það dofni að- eins yfir jólaljósunum, sem ennþá skrýddu falleg húsa- kynni Lækjarbrekku, þegar þessar þrjár glæsilegu konur ganga úr salnum. Eg hef notið þess að sitja með þeim, hlusta á þessar fallegu, en ólíku raddir, sem allir landsmenn þekkja úr útvarpi og af leik- sviði eftir öll þessi ár. Þær eru sannkallaðir gleðigjafar. Þeg- ar við kveðjumst í rökkrinu fyrir utan eru þær að tala um höfundinn, Arnmund Bach- man. „Það gleður okkur ósegj- anlega mikið hvað sýningin gengur vel. Það hlýtur að vera gleðiefni fyrir fjölskyldu Arn- mundar í sorg hennar. Sýning- in er verulegur sigur fyrir hann og sýnir vel manninn sjálfan. Leikritið er í hans anda, í því eru hlýlegar mannlýsingar og rnikill húmor.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.