Vikan


Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 52

Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 52
'JÖRNUslúður.. TEXTI: SÆVAR HREIÐARSSON FELL FYRIR FLOSKUNNI Kathleen Turner var eitt sinn talin kyn- þokkafyllsta leikkonan í Hollywood en nú er hún bara fyllsta leikkonan í kvik- myndaborginni. Þær fréttir berast nú að Turner sé niðurdregin og eyði öllum stundum í áfengissull, ýmist heima hjá sér eða ein á veitingastöðum þar sem hún drekkur stíft með matnum. Hún fær líka heimsendar vodkaflöskur hjá áfengis- sala í nágrenni við heimili sitt. Kunnugir segja að leikkonan hafi þjáðst af liðagigt og lini sársaukann með því að drekka sig fulla. Náinn vinur hennar segir í viðtali við bandarískt vikurit að það sé sorglegt að horfa upp á ófarir leikkon- unnar. „Hún er mjög hæfileik- arik leikkona en hefur glatað mörgum tækifærum með þessu ástarævintýri með vín- flöskunni," segir vinurinn. HÆTTUR HJÁ SÁLA Sérvitringurinn Woody Allen segist ekki lengur þurfa á hjálp sálfræðings að halda. Woody hætti að hitta sálann sinn eftir að hann giftist fyrr- verandi stjúpdóttur sinni, Soon-Yi. Það þýðir þó ekki að myndirnar hans hafi breyst. I þeirri nýjustu, Celebrity, leikur Kenneth Branagh tauga- veiklaðan blaða- mann sem lendir í ástarævintýrum með fögrum og föngulegum meyj- um, sem Melanie Griffith, Winona Ryder og Famke janssen leika. Woody segist sjálf- ur mundi smellpassa í aðal- hlutverkið - ef hann væri bara þrjátíu árum yngri. íslandsvinurinn john Travolta er með fullan kassa af . i giftingarhringum við rúmstokkinn hjá sér. „Ég týni svo mörgurn," segir Travolta. Eiginkona hans, leik- 3 konan Kelly Preston, segir að Travolta takist alltaf að týna hringnum sínum - í heilsuræktinni, í bíln- um, í matarboðum og í kvikmyndaverinu. „Stundum .•ÆLi finnum við þá aftur,“ segir Preston. „Ég veit að i8|if Æ hann er ekki að halda fram hjá.“ Travolta er ekki V'iW jj| fyrsti leikarinn sem hún hefur verið í tygjum við. Preston var um tíma með George Clooney og var trúlofuð Charlie Sheen áður en hún féll fyrir Travolta. „Ég er ánægður með að hún var í þessum samböndum því hún ger- ir sér þá enn betur grein fyrir hvað hún vill og hvað ekki,“ segir Travolta. STiUPINN ER DÆMDUR Tll 10 MORÐINGI Þegar harðjaxlinn Sylvester Stallone fylgdi móður sinni, Jackie Stallone, til altaris í nóvember, lýsti hann ánægju sinni með að hún hefði fundið hamingjuna með taugaskurðlækninum Stephen Levine. En nýi stjúpfaðir kraftakarlsins býr yfir miklu leyndarmáli sem Sly komst að fyrir skömmu. Levine var kærður fyrir að myrða fyrrum eiginkonu sína, Myrnu, árið 1984. Hún lést eftir ofneyslu lyfja sem hann hafði útveg- að henni. Levine lét yf- irvöld ekki vita af and- látinu og fékk bróður sinn, sem einnig er læknir, til að skrifa dánarvottorð þar sem hjartaáfall var sagt banameinið. Ættmenni eiginkonunnar komu lögreglunni á sporið og Levine var handtekinn. Hann samdi við saksóknara um málalok þar sem hann gekkst við manndrápi af gáleysi og sat sex mánuði í fangelsi. Levine missti einnig læknisleyfið en hefur fengið það á ný. Hann er nú 55 ára, 14 árum yngri en Jackie. yiLDI FARA AFTUR I FANGELSI Hórumamman Heidi Fleiss hefur setið í fangelsi síðustu tvö árin fyrir samsæri, skattsvik og peningaþvætti en hún komst í heimsfréttirnar þegar flett var ofan af vændishring hennar í Hollywood með eft- irminnilegum hætti. Undir lok síðasta árs var hún flutt úr fangelsinu í athvarf í Los Angeles þar sem henni bauðst að dvelja það sem eftir var fangavistarinnar. Henni var úthlutað vinnu sem af- greiðsludama í verslun en þurfti að mæta í at- hvarfið strax eftir vinnu. Fleiss fannst frelsið ekki mikið og bað yfir- völd um að skila sér aftur í fangels- ið. Hún sagðist ekki fá frið fyrir karlmönnum í at- hvarfinu og fannst vinnan ömurleg. Áður en hún fór aftur á bak við lás og slá brá hórumamman sér þó á hárgreiðslu- stofu og lét lita gráu hárin sem höfðu sprottið á meðan hún var í fangelsinu. AFMÆLISBORN VIKUNNAR 18. jan.: Kevin Costner (1955) 19. jan.: Dolly Parton (1946), 20. jan.: Skeet Ulrich (1969), Stacey Dash (1966) 21. jan.: Emma Bunton (Baby Spice) (1976), Geena Davis (1957), Jill Eikenberry (1946), Placido Domingo (1941) 22. jan.: Diane Lane (1965), John Hurt (1940) 23. jan.: Tiffany-Amber Thiessen (1974), Rutger Hauer (1944), 24. jan.: Nastassja Kinski (1961) 26. jan.: Eddy Van Halen (1957), Paul Newman (1925) 27. jan.: Bridget Fonda (1964), Mimi Rogcrs (1956), Michael Baryshnikov (1948), James Cromwell (1940) 28. jan.: Elijah Wood (1981), Edward Burns (1968), Alan Alda (1936) 29. jan.: Sara Gilbert (1975), Heather Graham (1970), Oprah Winfrey (1954), Tom Selleck (1945) 30. jan.: Vanessa Redgrave (1937), Gene Hack- man (1930) 31. jan.: Minnie Driver (1971), Anthony LaPaglia (1959), Kelly Lynch (1959), Phil Collins (1951). Kevin Costner verður 44 ára þann 18. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.