Vikan


Vikan - 18.01.1999, Side 45

Vikan - 18.01.1999, Side 45
s p j a l l □ Nóra tekur að vísu málin í sínar hendur, en hún gerir það svo seint að það kostar ákveðnar fórnir. Þorvaldur, sem er reyndar ekkert síður fórnarlamb umhverfisins, horfir hjálparvana á þegar flett er ofan af lífslygi hans. C3 Mér finnst Elva Ósk túlka bæði yfirborðskæti og sárs- auka Nóru af miklum næm- leika. □ Hún er stórskemmtileg Nóra, kraftmikil, stríðin og til- finningarík. Allan tímann er hún eins og dýr í búri. Þetta er sérlega áberandi þegar hún dansar „tarantelluna“ og næl- ir sér í smákökur. ES Mér fannst hins vegar Baltasar Kormákur aldrei ná sér á strik í hlutverki Þorvalds. Q Mér fannst eins og leik- hæfileikar Baltasar nýttust ekki í hlutverki Þorvalds. Hann býr yfir miklum tilfinn- ingahita og hefur sterka út- geislun á sviði. Og þó að Þor- valdur eigi að vera flatlyndur, þ.e.a.s. dæmigerður embættis- maður, þá hefði samt mátt setja rneira líf í hann og gera hann þar með áhugaverðari. E3 Ég helð líka að Baltasar Kormákur sé einfaldlega of ungæðislegur fyrir þetta hlut- verk. Það er eitthvert ósam- ræmi í túlkun hans á persón- unni. S Minni hlutverk í sýning- unni eru að mínum dómi yfir- leitt nostursamlega unnin. Túlkun Pálma Gestssonar á skúrkinum Krogstad rambar þó stundum á barmi þess að vera skopstæling, sem getur tæpast verið ásetningur leikstjórans, Stefáns Baldurs- sonar. ES það er einmitt veikur hlekkur í sýningunni að per- sónusköpun þeirra félaga Þor- valds og Krogstads ' ekki vera nógu mark- viss. Aftur á móti eru hlutverk þeirra Eddu Heiðrúnar og Þrastar Leós betur mótuð. Annars má segja að sýningin öll, þar með talinn umbúnaðurinn, sé með áberandi hefð- bundnu sniði, enda ber- sýnilega ætlun leikstjór- ans að sleppa öllum „dramatískum“ yngingar- meðulum. Tvöíaldur Ibsen □ En það er ekki bara verið að sýna Ibsen í þjóð- leikhúsinu. Þú fórst norður til að sjá Pétur Gaut hjá Leikfélagi Akureyrar. Nú er Pétur Gautur Ijóðleikur og hlýtur þess vegna að kalla á allt önnur vinnubrögð en raunsæisverkið Brúðuheimil- ið. í Pétri Gaut getur leik- stjórinn gefið ímyndunarafl- inu lausari tauminn, enda er yfir verkinu mikill ævintýra- blær. cs Já, og Sveinn Einarsson leikstjóri nýtir sér þetta út í ystu æsar. Sýningin á Pétri Gaut er án efa ein af albestu sýningum L.A. á seinni árum. □ Nú má segja að þýðing Einars Benediktssonar á þessu verki Ibsens sé orðin sí- gild. Þarna er hins vegar frumflutt ný þýðing Helga Hálfdánarsonar. □ Fyrir utan fallega unna umgjörð finnst mér Pétur Gautur kalla á gáska, kraft og þokka. cs í sýningu L.A. kemst allt þetta vel til skila. Þar hjálpar ekki síst glæsilegur leikur Jakobs Þórs, enda mæðir mest á honum. Honum tekst að túlka bæði æringjann unga og Pétur eldri af jafn miklum sannfær- ingarkrafti. Hann fer vel með text- ann og túlkar ólík skapbrigði þessarar marg- slungnu per- sónu með rnikl- um ágætum. Svo má heldur ekki gleyma viðbót Guðna Franzsonar við tónlist Griegs, sem fellur vel að anda verks- ins. □ Þarna virðast sem sagt all- ir þættir tvinnasl mjög vel saman. □ Nákvæmlega. Það er ekk- ert sem klikkar eða raskar heildaráhrifunum. □ Mér heyrist þú vera að mæla með því að fólk bregði sér norður til að sjá þessa sýn- ingu. □ Já, ég mæli eindregið með því, enda er þessi sýning að mínunt dómi merkilegur leik- listarviðburður. ES þeir eru auðvitað báðir miklir snillingar, Einar og Helgi, þótt ólíkir séu, enda börn ólíkra tíma. Þýðing Helga er einfaldlega nær okk- ar eigin tungutaki og lætur yfirleitt vel í munni. Á köflum er hún líka hreinasta konfekt. □ Mér skilst að það hafi ver- ið fenginn sérstakur nýverð- launaður leikmynda- og ljósa- hönnuður frá Noregi. E3 það skilar sér heldur bet- ur. Ég hef sjaldan séð lýsingu vinna jafn vel með texta verks. Þrátt fyrir vissan ein- faldleika, eða kannski vegna hans, undirstrikar lýsingin nijög skemmtilega blæbrigði og breytingar á stemmningu í verkinu. 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.