Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 9
myndir: Valgerður Matthíasdóttir
Til að komast á leiðar-
enda þurfti fyrst að
taka neðanjarðarlest.
Við endastöðina tók Sirrý
brosandi á móti blaðamanni
og keyrði síðan heim að
sveitasetrinu. Tengdafor-
eldrar Sigríðar Ellu ráku hér
myndarlegt svínabú ásamt
ylrækt, auk þess sem ræktað
var hér hafrar, bygg, hveiti
og fleira á túnum og ökrum.
Landareignin er gríðarlega
stór. Móðir Simonar, sem er
ekkja, býr við hlið þeirra í
gríðarstóru húsi, sem minnir
helst á sveitasetrin í bresku
þáttunum Brideshead
Revisited. Milli húsanna er
stór sundlaug og gróðurhús.
Petta er ævintýri líkast.
Hús Sigríðar Ellu
skiptist í raun í
tvennt, þar sem er
aðalhúsið á tveimur hæðum
og svo annað minna á einni
hæð, þar sem meðal annars
eru skrifstofa, æfingarými
og vistarverur fyrir tví-
burana. Að utan er hús
þeirra hjóna í breskum
sveitastíl og reisulegt mjög.
Þegar inn er komið verður
maður strax var við rólegt
andrúmsloftið sem umlykur
u í London
þau hjónin. Þau eru miklir
listamenn og allt í lífi þeirra
hefur tengst söng, listiðkun
og tónleikaferðalögum. Inni
í þessu skemmtilega húsi
ríkir friður og látleysi.
„Húsið er verndað, þannig
að það þarf að fara gætilega
í breytingar. Húsgögnin eru
í klassískum gömlum stíl,
annaðhvort erfðagripir eða
keyptir hér í Bretlandi. Við
höfum ekki lagt sérstaka
áherslu á að kaupa mikið af
húsmunum, hér er einungis
það sem við þurfum. Og þar
sem við eigum tvö fullbúin
heimili finnst okkur við eiga
meira en nóg af öllu. Fólk
hér í Bretlandi hleypur
heldur ekki eftir tísku-
straumum í húsbúnaði, ekk-
ert frekar en fólk víða ann-
ars staðar í Evrópu. Hér
kaupir fólk hluti sem það á
svo ævilangt og við föllum
inn í þann hóp." Segir Sig-
ríður Ella.
Húsið þeirra hjóna er
hundrað og sjötíu
ára gamalt og Sig-
ríði Ellu finnst ekki auðvelt
að setja inn í það nútíma-
húsgögn. Gólfin eru með
upprunalegri viðarklæðn-
Vikan 9