Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 31
egar haldnar eru árshátíðir er algengt aðfólk hitt-
ist áður í heimahúsi tilþess að „hita sig uppÞá
vilja flestir bjóða upp á eitthvað girnilegt, en létt í
maga, því ekkert er verra en að hella víni í tóman
maga ogfara svo á árshátíðina, glorsoltinn. Þá er
mjög algengt að fólk borði allt of hratt og mikið sem hefur
þœr afleiðingar að maður verður bara þreyttur og slappur í
stað þess að vera hress og kátur. En það vill samt enginn vera
pakksaddur á leið á árshátíð. Fingrafæði hentar vel við þessi
tœkifæri, en allt ofalgengt er aðfólk sé hrætt við að prófa eitt-
hvað nýtt og endiþá áþvíað bjóða upp á snakk og ídýfur, eins
og síðast. Hér verður reynt að koma með hugmyndir fyrir þá
sem eru orðnir leiðir á þessu hefðbundna og vilja breyta til.
En fyrst smá húsráð fyrir partýhaldarann: Þegar gestirnir yf-
irgefa heimilið þitt, er afar líklegt að þeir skilji eftir sig reyk-
mettað loft með tilheyrandi lykt sem gerir sig heimakomna í
húsgögnum, gluggatjöldum og gólfteppum, svo eitthvað sé
nefnt. Þá er gamalt húsráð að byrja á því að lofta út, hella því
nœst ediki ískál eðafat og koma þvísvofyrir í stofunni, stað-
settu einhvers staðar ofarlega. Yfir nótt mun edikið vinna
gegn ólyktinni, þannig að daginn eftir verður loftið orðið
ferskt og gott.
Umsjón: Marentza Poulsen
Myndir: Gísli Egill Hrafnsson
Vikan 31