Vikan


Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 23

Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 23
Þórunn Stefánsdóttir þýddi LASTOKKNU velt að láta sem ekkert væri þegar þau hittust á skrifstof- unni. Én það var spennandi og kryddaði sambandið enn frekar. „Ég ætla að mæla með því að þú fáir stöðuhækkun," sagði Max eina nóttina þeg- ar hann gisti hjá henni. „Þú átt miklu betra skilið og ég skal sjá til þess að þú fáir það." Stöðuhækkunin fyllti hana nýju sjálfsöryggi. Hún var allt í einu komin í ábyrgðarstöðu sem hún hafði aldrei þorað að láta sig dreyma um. Henni var meira að segja trú- að fyrir því að læsa bankabyggingunni á kvöldin. Litla, gráa mús- in var nú ein á kvöldin í byggingu sem var troðfull af peningaseðlum. Tilfinn- ingin var vægast sagt æsandi. Hurðin á peningaskápn- um reyndust vera auðveld viðfangs, þar sem hún lá á hnjánum og sneri talnalásn- um. „Ég er í raun og veru að gera þetta," hrópaði hún út í loftið í auðu herberginu. „Ég, litla gráa músin er að ræna banka!" Hún var í sig- urvímu. Aldrei mundi hún gleyma kvöldinu þegar Max hafði fyrst viðrað hugmynd- ina. Kvöldið hafði byrjað sakleysislega, með róman- tískum kvöldverði fyrir tvo við eldhúsborðið hennar. Reyndar hafði hún kviðið því þegar Max kom í fyrstu heimsóknina til hennar, en hann hafði heimtað að fá að koma. „Ég vil vita allt um þig, ástin mín," hafði hann hvíslað í eyra hennar. „Ég vil fá að vakna með þér á morgnana." Það vildi nú svo til að hún vaknaði á morgnana í pínu- lítilli íbúð með útsýni yfir ruslahaug, en það var ekki að sjá að Max tæki það nærri sér. Hann virti fyrir sér hlutina hennar og renndi fingrunum eftir gömlu bókahillunum sem svignuðu undan gömlu skáldsögunum sem hún elskaði að lesa aft- ur og aftur. „Mér þykir svo gaman að gleyma mér í spennandi ævintýra- heimi hetjanna í sögunum. Skýringin er líklega sú að sjálf lifi ég svo óspennandi og tilbreytingarlausu lxfi." Hún leit brosandi á hann. „Það er að segja þangað til ég kynnist þér." „Langar þig til að upplifa raunverulegt ævintýri?" spurði hann skyndilega. „Ævintýri sem fjallar um það þegar að þú og ég ræn- um banka?" "Lfm hvað ertu eiginlega að ég þekki tölurnar fyrir pen- ingaskápinn. Það eina sem þú þarft að gera er að opna peningaskápinn og bingó! Þú gætir verið komin lang- leiðina til Suður-Ameríku áður en upp kemst um þjófnaðinn. Augu hans ljómuðu af spenningi. „Jennifer, sérðu ekki að þú passar fullkomlega í þetta verkefni. Þú ert frjáls og engum háð, hefur engar skuldbindingar og átt enga fjölskyldu. Þú getur einfald- lega látið þið hverfa og byrj- að nýtt líf annars staðar!" Hún var ennþá hrædd þegar hún horfði á hann. „Þú meinar að ég eigi bara að ræna bankann og fljúga svo til Suður- Ameríku með ferða- tösku fulla af pening- um, það sé ekki flóknara en það?" „Gott og vel, það er nú kannski að- eins meira en að segja það," viður- kenndihann. „Það verður auðvitað að „þvo" pen- ingaseðlana, skipta þeim í réttan gjald- miðil, ýmis tæknileg atriði sem þarf að sjá um. En þar kem ég inn í mynd- ina. Þú skilur peningana eft- ir á einhverjum fyrirfram ákveðnum stað á leiðinni út á flugvöll og þar get ég nálg- ast þá. Aður en vikan er lið- in hittumst við svo í Suður- Ameríku, um leið og ég get sent peningana eftir réttum boðleiðum. " „Bíddu nú andaratak." tala?" spurði hún skelfinu lostin. „Það væri auðveldasti hlutur í heimi," svaraði hann ákafur og tók utan um hana. „Þú ert ein í bankan- um kvöld eftir kvöld innan um alla þessa peninga. Og Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.