Vikan


Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 12

Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 12
Viðtal: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson o.fl. E l v a Ó s k Ó l a f s d ó t t i r leikkona LAUS VIÐ PRIMADONNU „Auðvitað hefur það komið fyrir að ég hef verið óánægð með hlutverk sem mér hefur verið falið. En þá er kúnstin að brjóta odd af of- læti sínu, gera hlutverkið að sínu og leika það vel. Þegar ég hef ákveðið að taka eitthvað að mér ákveð ég um leið að gera það vel. Ef hugur fylgir ekki máli er ekki von á góðri út- komu." Þetta viðhorf Elvu Óskar Ólafsdótt- ur leikkonu kemur berlega í Ijós þegar hún birtist á sviði Þjóðleikhússins í hlutverki Nóru í Brúðuheimilinu eftir Henrik Ib- sen. Það er nær einróma álit gagnrýnenda og leikhússgesta að þar sýni hún snilldarleik. Varla hefur hún verið óánægð þegar hún var skipuð í þetta hlutverk. „Ég held að ekki sé til sú leikkona sem mundi slá hendinni á móti því að leika Nóru. Þetta er frábært hlutverk, vel skrifað af höf- undarins hendi og gengur vel upp. Vissulega er það erfitt, það eru gildrur í hlut- verki Nóru sem auðvelt er að falla í. En með svona góðum leikstjóra og mót- leikurum er ekki annað hægt en að gera þetta vel. Þetta er góður og mjög sterkur hópur. Mér finnst ég líka hafa nægan þroska og vera tilbúin til að takast á við Nóru, ég hefði ekki vilj- að takast á við þetta hlut- verk miklu fyrr á mínum ferli." Elva Osk hefur starfað sem leikkona í tíu ár, hún útskrifaðist úr Leiklistar- skóla Islands vorið 1989. Síðan þá hefur hún leikið mörg góð og bitastæð hlut- verk og yfirleitt fengið góða dóma fyrir leik sinn. Ég spyr hana hvort það skipti hana miklu máli að fá góða gagn- rýni, hvort hún bíði í ofvæni eftir dagblöðunum eftir frumsýningu og taki mark á gagnrýninni. „Auðvitað les ég gagnrýni. Ég viðurkenni fúslega að það er ánægjulegt að fá hól fyrir það sem mað- ur gerir, en því miður er ekki alltaf um faglega gagn- rýni að ræða, heldur sleggju- dóma án rökstuðnings. Þess konar gagnrýni gagnar okk- ur leikhúsfólki lítið." LEIKKONA EÐA LÆKNIR Eins og flestar litlar stelp- ur ætlaði Elva Ósk að verða flugfreyja eða búðarkona þegar hún yrði stór. „En þegar ég horfi til baka var ég alltaf að leika. Ég var í skátunum og þar var ég alltaf eitthvað að leika. Þeg- ar ég var tólf ára byrjaði ég að leika með Leikfélagi Vestmannaeyja og þar hófst áhuginn fyrir alvöru. Svo vorum við þrjár vinkonur í Vestmannaeyjum sem tók- um okkur saman og kölluð- um okkur „Þrídranga". Við fluttum frumsamin skemmtiatriði og skemmt- um á hverri árshátíðinni á eftir annarri. Ég var orðin sautján ára þegar ég komst að því að til væri eitthvað sem héti leiklistarskóli, það var lítið vitað um þau mál í Vestmannaeyjum. Andrés Sigurvinsson leikari hafði nefnt skólann við mig og síðan fór ég á leiklistarnám- skeið þar sem Þórunn Sig- urðardóttir var leiðbeinandi og hún hvatti mig til þess að drífa mig í inntökupróf í Leiklistarskólann." Elva flaug inn í skólann og segist aldrei eitt augna- blik hafa séð eftir þeirri ákvörðun að verða leik- kona. „Mig langaði reyndar líka að verða læknir. Var búin að ákveða að ef ég kæmist ekki inn í Leiklistar- skólann í fyrstu tilraun þá ætlaði ég að drífa mig í menntaskóla og fara síðan í læknisfræði." Hún lætur vel af veru sinni í Leiklistar- skólanum. „Ég var reyndar með annan bakgrunn en hinir nemendurnir. Þeir voru allir nýskriðnir út úr menntaskóla. Ég flutti að heiman sextán ára, átti kærasta og var byrjuð að taka þátt í lífsgæðakapp- hlaupinu á fullu. Námsárin voru frábær og ég tók námið mjög alvarlega. Skólinn tók fjögur ár og stundum var ég að fara^fir um af óþolin- mæði. Ég vildi bara komast á sviðið undir eins!" NAUÐSYN ÞESS AÐ BREYTA TIL Séð með augum leik- mannsins lifa leikarar svolít- ið einangraðir í sínum „þykjustuheimi". Ég spyr Elvu Ósk hvort eitthvað sé til í því. „Auðvitað höldum við saman, en mér finnst leikarar meðvitaðir um það að týna sér ekki alveg inn í þann heim. Mér finnst sam- starfsfólk mitt yndislegt og gefandi fólk og ég þrífst vel innan veggja leikhússins. En ég held að allir geti verið sammála því að það sé mik- ilvægt að rækta önnur sam- bönd. Það er nauðsynlegt, við erum jú að takast á við fólk allan daginn og í hlut- verkunum erum við að miðla af eigin reynslu. Starfsins vegna verðum við að taka púlsinn á lífinu í kringum okkur og megum ekki loka okkur af. Auðvit- að er þetta einstaklings- bundið, en yfirleitt finnst mér á starfsfélögum mínum að það sé nóg að umgangast hvert annað í vinnunni." Elva Ósk tók því fegins- hendi þegar henni bauðst að taka sér ársleyfi frá Þjóð- leikhúsinu og flytja sig um set yfir til Danmerkur. Mað- urinn hennar, Andri Örn Clausen, sem reyndar er einnig lærður leikari, var í framhaldsnámi í sálfræði í Árósum. Hann var búinn að vera þar í eitt ár þegar Elva Ósk fór út til hans, ásamt börnunum þeirra, Agnesi Björtu og Benedikt. „Þá var ég búin að vera að leika í 12 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.