Vikan


Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 22

Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 22
Smásaga eftir Catherine Young, JÓKERINN í S Jennifer stóð inni í dimmri, þögulli bankahvelfing- unni, dró djúpt að sér andann og neyddi sig til að slaka á. í hugan- um fór hún einu sinni enn yfir hvert eitt smáatriði og fyrirmælin sem Max hafði gefið henni. Lyklarnir, vasa- ljósið, þjófavörnin, talnalás- inn á peningaskápnum, ferðataskan... Jú, allt var í fínu lagi. Allt var til reiðu fyrir stóru stundina. Max hafði átt hugmynd- ina. í fyrstu hafði hún orðið skelfingu lostin. En smám saman smitaðist hún af ákafa hans. Hann hafði sýnt henni fram á að þetta gæti orðið mikið ævintýri. Og var það ekki einmitt það sem hana hafði alltaf dreyml um? Hún var þakklát Max fyrir að hafa breytt lífi hennar. Aður en hún kynntist hon- um hafði hún verið ósýnileg, grá mús. Hún hafði unnið í bankanum í tvö ár en ein- hvern veginn hafði henni aldrei tekist að komast inn í hópinn. Hinar stelpurnar voru vinkonur, trúðu hver annarri fyrir leyndarmálum sínum og voru þessa dagana með veðmál í gangi sín á milli um hver þeirra yrði fyrst til þess að krækja í Derek í lánadeildinni. Jenni- fer hélt sig til baka, eða rétt- ara sagt, henni var haldið til baka. Hún sat áfram við skrifborðið sitt í hádeginu og borðaði nestið sitt og öf- undaði hinar þegar þær komu hlæjandi, og allt of seint, úr mat. Það var eins og það hvarlaði aldrei að þeim að hin hlédræga og feimna Jennifer ætti þá ósk heitasta að vera tekin í hóp- inn. En það var nú einmitt þessi hlédrægni sem hafði gefið henni stóra tækifærið. Ef henni hefði verið boðið með hinum út að borða í há- deginu í tilefni af afmæli Kristínar nokkrum vikum fyrr hefði hún ekki verið ein á skrifstofunni. Og ef hún hefði ekki verið ein þá hefði Max ekki haft samband við hana. Hún hafði roðnað af feimni þegar hann kom inn á skrifstofuna, falið sig á bak við bók og vonað að hann tæki ekki eftir sér. En henni varð ekki að ósk sinni. Hann gekk að henni og settist á skrifborðsbrún- ma „Hér situr þú bara ein, eins og drottning í ríki þínu," sagði hann vingjarn- lega. Dökk, kynþokkafull augun horfðu djúpt í augu hennar. „Ekkert spennandi stefnumót í hádeginu?" „Nei, eiginlega ekki...," svaraði hún og brosti feimn- islega. „Eg hef verið að fylgjast með þér," sagði hann og brosti hlýlega. „Þú vilt helst vera ein og út af fyrir þig, er það ekki?" „Jú, mér líður best þannig," laug Jennifer og roðnaði enn frekar. „Það er synd." Falleg augu hans boruðu sér leið inn í hana. „Eg var nefni- lega að vona að þú vildir koma með mér út að borða í kvöld." Hikandi beið hann eftir viðbrögðum hennar. Hjartað tók kipp í brjósti hennar. Og svo svaraði hún með ákafa sem kom henni sjálfri á óvart: „Þakka þér fyrir, það væri gaman." „Þú nefnir þetta nú ekkert við þau hin," sagði Max og brosti samsærisbrosi áður en hann fór aftur inn á skrif- stofuna sína. „Þú veist nú hvernig kjaftagangurinn er hér í húsinu." Jennifer kinkaði sam- þykkjandi kolli. Henni fannst hún standa í ljósum logum. I fyrsta sinn á ævinni var hún orðið hugsanlegt efni í kjaftasögur! Satt að segja fannst henni tilhugs- unin alls ekki slæm! Þegar hinar stelpurnar komu til baka varð hún að taka á öllu sínum viljastyrk til þess að segja þeim ekki fréttirnar. Henni tókst það, hún sagði ekki eitt einasta orð. „Hvað er þetta eiginlega með þig? Þú er öll í upp- námi. Hvaða leyndarmál ert þú að fela?" spurði Derek stríðnislega um leið og hann gekk fram hjá skrifborðinu hennar. Ég veit ekki um hvað þú ert að tala," svaraði Jennifer og faldi sig enn á ný á bak við bókina. „Ég er bara að lesa svo spennandi kafla í bókinni." „Þú og þessar bækur þín- ar," sagði Kristín hneyksluð. „Hvernig væri að þú hættir því að lesa um hvernig ann- að fólk lifir lífinu og færir að lifa sjálf svona til tilbreyt- ingar?" Jennifer brosti mér sjálfri sér. Þær ættu bara að vita... „Það er sem sagt enginn maður í lífi þínu?" spurði Max ákafur þegar þau fengu sér í glas eftir matinn. Jenni- fer var hissa. Aldrei áður hafði nokkur maður sýnt lífi hennar og tilveru svo mik- inn áhuga. „Hvað með vini... fjölskyldu?" hélt hann áfram um leið og hann hellti aftur í glasið hennar. Hún hristi höfuðið. „Ég er einkabarn og foreldrar mín- ir eru báðir dánir fyrir mörgum árum. Síðan þá hef ég verið ein á báti; litla, gráa músin. Segðu það bara. Er það ekki þannig sem þið hugsið? Leiðinlega Jennifer sem aldrei tekur þátt í neinu!" „Það getur vel verið," sagði Max og dró seiminn. „En nú skal verða breyting þar á. Vel á minnst, þú ættir leyfa þér að reiðast oftar. Augun því eru svo falleg þegar þau skjóta gneistum." Og Jennifer sveif upp í hæstu hæðir þegar hann kyssti hana. Þannig byrjaði það. Auðvitað gættu þau þess að halda sambandinu leyndu. Það var ekki auð- „Alvöruævintýri" hafði Max kall- að þetta og Jennifer hafði fallið fyrir hugmyndinni. „Þú kemur til með að verða fræg," sagði hann. „Fólk kemur til með að tala um ránið í mörg ár. Þú átt eftir að verða kölluð Jókerinn. Hlédræga skrifstofublókin sem plataði alla upp úr skónum." 22 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.