Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 48
Þórunn Stefánsdóttir tók saman
LÁTT U
ÞÉR
LÍÐA
V E L !
hlaupaskónna þinna næst
þegar þú gleymir þér í um-
ferðinni en nærð að bremsa
áður en þú keyrir á næsta
bfl. Ef þú værir ekki í góðu
formi hefði örugglega getað
farið verr. Sýnt hefur verið
fram á að líkamlegt form og
öryggi í umferðinni fer sam-
an. I könnuninni voru 31
kona látnar
taka þátt í
æfinga-
prógrammi
með
þolfimi,
leikfimi og
hlaupum. Ári
seinna hafði
viðbragðsflýt-
ir, fimi og jafn-
vægi þeirra
aukist til
muna. Samanburðarhópur,
sem ekki tók þátt í líkams-
þjálfun, stóð sig ekki eins
vel. Niðurstaðan er sú að
viðbragðsflýtir og gott lík-
amlegt ástand haldast í
hendur.
ÚT MEÐ ÞIG!
Finnst þér þú alltaf vera
þreytt? Hér áður fyrr hefði
þér, og öðrum sem þjást af
þrálátum þreytueinkennum,
verið sagt að leggjast upp í
rúm og slaka á. En nú er
öldin önnur. I British Med-
ical Journal mátti lesa þetta
á dögunum: Sjúklingar sem
eru látnir í líkamsþjálfun
sem aukin er smátt
og smátt
fá fyrr
bata en þeir sem eru látnir
hvíla sig. Því þjálfunin kem-
ur til góða þegar til lengri
tíma er litið.
BRAGÐGOTT
HJALPARTÆKI
66% minni líkur eru til
þess að fólk sem drekkur
kaffi fremji sjálfsmorð en
þeir sem halda sig
frá þeim eðaldrykk.
Þetta stendur skrifað
í blaðinu Illusterad
Vetenskap og þar er
vísað í bandaríska
könnun. Maður get-
ur því greinilega lát-
ið eftir sér að njóta
kaffibollans með
góðri samvisku.
VILTU JFÁ AÐ
SOFA I FRIÐI?
Gefðu honum þá
kvöldmat sem inni-
heldur mikla fitu.
Rannsókn sem fór fram við
Utah Medical Center sýndi
að eftir fituríka máltíð
minnkaði styrkleiki karl-
kynshormónsins testosteron
um 30%. Hjá karlmönnum,
sem fengu fitusnauðan mat,
hélst það óbreytt.
48 Vikan
SÆTINDI UM
MIÐJAN DAG
Það sem við borðum í
hádeginu þarf að gefa
okkur orku það sem eftir
er vinnudagsins svo það er
mikilvægt að máltíðin sé
rétt saman sett. Gættu þess
að fá kolvetni úr fæðunni
og slepptu fitunni. Þetta
þýðir að þú mátt gjarnan
borða grófa brauðsneið með
marmelaði eða hunangi, en
slepptu því að nota smjör á
bauðið.
Oft þegar við finnum að
orkan er að yfirgefa okkur
ALLT ER ÞEGAR
ÞRENNT ER
Langar þig í þríbura? Þá
skaltu bíða með það að
verða ófrísk þangað
til þú nálgast fertugs-
aldurinn. Möguleik-
arnir á að fertug kona
eignist þríbura eru 17
sinnum meiri en hjá
mjög ungum konum
og sex sinnum meiri
en hjá konum á þrí-
tugsaldri. Þetta sýnir
könnun sem birtist í
tímaritinu Population
Trends. Miðað er við
náttúrulegan getnað,
ekki glasagetnað.
STÖNDUM SAMAN
Ófrískar konur sem
reykja reyna að leggja þann
óvana á hilluna, alla vega
meðan á meðgöngunni
stendur. En það er stað-
reynd að það getur reynst
konunum erfitt að hætta ef
eiginmaðurinn heldur áfram
að reykja. Við skorum á alla
eiginmenn að sýna sam-
stöðu og drepa líka í sígar-
ettunni. Fundist hefur
nikótín í fósturvatni hjá
konum sem ekki reykja, en
búa með reykingamönnum.
Ef pabbinn heldur áfram að
reykja er barninu hættara
við að fá ofnæmi og öndun-
arfærasjúkdóma. Fyrir utan
það að hann sýnir barni sínu
slæmt fordæmi.
freistumst við til þess að fá
okkur sætindi. En orkan
sem við fáum úr sykrinum
hverfur fljótt. Það er betra
að fá orkuna með því að
borða ferska ávexti, ber eða
hunang. Og mundu að það
er ekki góð hugmynd að
borða súkkulaðistykki í há-
deginu!
LIKAMSÞJALFUN
OGVIÐBRAGÐS-
FLYTIR
Þér er óhætt að hugsa hlý-
lega til líkams-
ræktarþjálfar-
ans þíns og