Vikan


Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 27

Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 27
s p á k o n u Örlögin stokka spilin við spilum úr peim Tómas trúlausi þurfti að snerta síðusár Jesús áður en hann trúði að Kristur væri uppris- inn. Síðan hefur Tómas ver- ið tákn cfasemdarmannsins. Öllum hinum lærisveinun- um nægði að sjá til að trúa. Hugsanlega fer þeim svo sem trúa á spádóma og getu spákvenna til að skyggnast inn í framtíðina. Gömul kona trúði að forspá væri möguleg eftir að spákona bauð henni að kíkja ofan í bollann sinn og sjá andlitið í botninum þegar hún var ung stúlka. „Þetta er tilvonandi maðurinn þinn," sagði spá- konan. Andlitið var svo skýrt að konan þóttist þekkja manninn þegar hún hitti hann stuttu síðar. Kol- brún Eiríksdóttir er ein þeirra sem trúir á spádóma en hún segist hafí bæði séð og reynt sannleiksgildi þeirra. „Ýmislegt sem hefur verið spáð fyrir mér hefur komið fram,"segir hún. „Og það sem ég hef spáð fyrir öðrum sömuleiðis. Eg trúi því að ævi okkar sé í stórum drátt- um kortlögð þegar við fæð- umst og að næmt fólk geti skyggnst inn í þessa framtíð. Ég fór fyrst til spákonu 17 ára gömul. Við fórum sam- an nokkrar vinkonur til Jós- efínu Nauthól og það var skrýtin lífsreynsla. Húsið var eldgamalt og málningin víða flögnuð af og konan óskaplega nornarleg. Hún sagði mér að ég byggi í litlu húsi sem var alveg rétt en yfir því hvíldi mikill skuggi og dimmt væri í kringum það. Þetta var seinni hluta sumars og um haustið fannst krabbamein í fósturmóður minni sem á nokkrum mán- uðum dró hana til dauða. Þessi reynsla festist mér í minni því mér þótti hún svo óhugnanleg." Þú spáir sjálf. Hvenær byrjaðirðu á því? „Það var miklu seinna. Eiginlega kom það til fyrir tilviljun. Ég var að vinna á skemmtistað og samstarfs- kona mín var vön að spá í bolla fyrir okkur stallsystr- um sínum í eldhúsinu. Mest var þetta auðvitað til gam- ans gert. Einhvern tíma mætti spákonan okkar ekki og ég fór að rýna í bollana. Samstarfskonum mínum hefur sennilega fundist mér takast vel upp því nokkru seinna var ég beðin að end- urtaka leikinn í boði heima hjá einni þeirra. Ég var löngu búin að gleyma hvað ég hafði sagt þegar eitt fórn- arlambið kemur til mín með pakka. Ég kom af fjöllum og spurði hverju þetta sætti. Hún sagðist þá hafa heitið á mig að kæmi spádómurinn fram myndi hún gefa mér eitthvað. Ég hafði spáð henni einhverju sem hún þráði mikið en þótti ákaf- lega ólíklegt að fengist. Allt hafði hins vegar gengið eftir en ég man ekki hvað það var sem ég lofaði henni. Löngu seinna gaf sonur minn mér tarotspil í jólagjöf. Hann vissi að ég hafði áhuga á þeim og síðan hef ég lagt þau til gamans fyrir sjálfa mig og kunningjana. Ég hef ekki sökkt mér djúpt í þau miklu fræði sem tarot- spekin er, hef ekki nema rétt klórað í yfirborðið. " Læturðu spádóma ráða ákvörðunum þínum? „Nei það geri ég ekki. Ég læt spádóma ekki stjórna mér. I þessu eins og öðru er margt að varast og margur loddarinn er til. Ég hef farið til spákvenna sem hafa sagt tómt bull og ekkert mark var á takandi. Spilin og spá- dómar hafa kannski þau áhrif að ég hika síður ef já- kvætt svar kemur við spurn- ingum mínum. Eitt sinn stóð ég frammi fyrir erfiðri ákvörðun og miklu skipti að valið væri rétt ég þurfti að hrökkva eða stökkva. Ég spurði spilin og þau sögðu mér að ég þyrfti ekki að vera hrædd og ætti að treysta á sjálfa mig. Ég stökk og allt fór á besta veg. Þegar ég spyr spilin á þennan hátt legg ég gjarnan þrjú spil og tek mið af því hvað þau segja og hvernig þau tengjast hvert öðru. Ég tel að við sem leggjum það fyrir okkur að spá verðum að passa okkur á hvað við segjum. Margir sjá miklu meira en þeir segja enda óþarft að fylla fólk kvíða. Ég vildi ekki fara til spá- konu sem segði mér hvenær og hvernig ég myndi að deyja. Ég get lifað án þeirr- ar þekkingar." Kolbrún segist þekkja ótal sögur af fólki sem hefur fengið merkilega og kór- rétta spádóma. Við höfum fregnað af þó nokkrum þeirra þar á meðal af konu sem hafði átt í ástarsam- bandi. Slest hafði upp á vin- skapinn og parið ekki verið í sambandi í margar vikur þegar konan fór til spákonu. Sú sagði henni að maður, sem hún lýsti allnákvæm- lega, væri á leið til hennar. Þessu átti konan bágt með að trúa en viti menn þegar hún kom heim hringdi sím- inn og kærastinn fyrrverandi spurði auðmjúkur hvort hann mætti heimsækja hana. Öllu merkilegri var reynsla manns sem gerði það fyrir áeggjan konu sinn- ar að fá spákonu, sem var stödd á heimili hans að spá fyrir saumklúbbi, til að spá fyrir sér. Konan sagði hon- “ - fm Kolbrún Eiríksdóttir ' um að berast myndi kveðja eða fréttir af móður hans innan tíðar. Maðurinn hló upp í opið geðið á henni og sagði það ekki aldeilis lík- legt að móðir hans sendi kveðju þar sem hún hefði legið í gröf sinni í nokkur ár. En viti menn nokkrum dög- um seinna hringdi fyrrum sveitungi foreldra hans og sagðist hafa óttalegt sam- viskubit. Hann væri á leið til Reykjavíkur og myndi koma þjóðbúningasilfri móður mannsins vantrúaða til hans. Gamla konan hafði beðið þennan sveitunga sinn fyrir silfrið nokkru áður en hún dó og átti hann að koma því til gullsmiðs í hreinsun einhvern tíma þeg- ar hann ætti leið til höfuð- borgarinnar. Maðurinn gleymdi sendingunni og erf- ingjar gömlu konunnar voru löngu búnir að sætta sig við að þjóðbúningasilfrið væri týnt og tröllum gefið. Eigin- kona sendisveinsins hafði svo tekið sig til og lagað til í geymslunni og ákveðið að þrífa íþróttatösku sem þar var. Áður en hún lét tösk- una í þvottavélina tæmdi hún innan úr vasa á tösk- unni og viti menn þar var búningasilfrið snyrtilega innpakkað. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.