Vikan


Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 36

Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 36
Prjónað úr SMMT 100% ull Peysa með sjalkraga Upplýsingar um hvar Tinnugarnið fæst í síma: 565-4610 STÆRÐIR Á FLÍKINNI SJÁLFRI: 2-4 6 8-10 12 ára Yfirvídd: 80 87 94 lOlsm Sídd: 43 48 53 58 sm Ermalengd: 29 33 37 43 sm Handvegur: 18 20 22 24 sm SMART: Fjöldi af dokkum Fjólublátt nr. 857/5173 ' 5 5 6 6 Appelsínuyrjótt nr. 835/4036 2 3 3 3 Gulyrjótt nr. 818/2526 3 3 3 4 Blátt nr. 869/6444 1 2 2 2 Einnig er hægt að nota PEER GYNT ADDI PRJÓNAR FRÁ TINNU: 60 eða 80 sm hringprjónn nr. 2.5 (stroff) Mælum með BAMBUS 60 eða 80 sm hringprjónn nr. 3.5 (bolur) 60 sm hringprjónn nr. 3 (sjalkragi) 40 sm hringprjónn nr. 3.5 (ermar) Sokkaprjónar nr. 2.5 og 3.5 (ermar) Trétala: 1 stk. Góðir fylgihlutir: Merkihringir, prjónanælur, þvottamerki fyrir garnið. PRJÓNFESTA Á SMART: 22 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 3.5 = 10 sm. Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna. Ef of fast er prjónað þarf grófari prjóna. BOLUR: Fitjið upp með fjólubláu á hringprjón nr. 2.5, 156-172-188-200 lykkjur. Prjónið stroff 2 sl. 2 br. í hring 5-5-6-6 sm. Prjón- ið þá 1 prjón sléttan og aukið í 20-20-20- 24 lykkjum með jöfnu millibili = 176-192- 208-224 lykkjur. Setjið merki í báðar hliðar með 89-97-105-113 lykkjur á fram- stykki og 87-95-103-111 lykkjur á bak- stykki. Skiptið yfir á hringprjón nr. 3.5. Prjónið munstur eftir teikningu, byrjið að prjóna við örina sem sýnir rétta stærð. Þegar allur bolurinn mælist 26-30-34-38 sm eru felldar af 9-11-11-13 lykkjur í miðju að framan, ljúkið við prjóninn og slítið síðan frá í hliðinni. Byrjið nú að prjóna við lykkjurnar sem felldar voru af, fitjið upp 4 lykkjur yfir lykkjunum sem felldar voru af (lykkjur sem alltaf eru prjónaðar brugðnar og klippt er upp í síðar). Prjónið munstur í hring eins og áður en nú er tekin úr 1 lykkja báðum megin við brugðnu lykkjurnar í miðju að framan á fjórða hverjum prjóni 9-9-10-10 sinnum. Þegar mælast 43-48-53-58 sm er fellt af. ERMAR: Fitjið upp með bláu á sokkaprjóna nr. 2.5,40-44-44-48 lykkjur. Prjónið stroff 2 sl. 2 br. 2 hringi. Skiptið þá yfir í fjólu- blátt og prjónið stroffið áfram þar til það mælist allt 5-5-6-6 sm. Prjónið 1 hring sléttan og aukið út í 56-60-64-68 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 3.5. Prjón- ið munstur eftir teikningu, teljið út frá miðju á erminni hvernig á að byrja á munstrinu. ATHUGIÐ: Síðasta lykkjan á hringnum er alltaf prjónuð brugðin = merkilykkja. Aukið í 1 lykkju báðum megin við merkilykkjuna með 2 sm milli- bili þar til 80-88-96-104 lykkjur eru á erminni. Þegar öll ermin mælist 29-33- 37-43 sm er prjónaður 1 hringur sléttur með fjólubláu. Snúið erminni við og prjónið 5 hringi slétta (kantur). Fellið af. FRÁGANGUR: Mælið breidd ermarinnar við handveginn = 18-20-22-24 sm og merkið. Saumið í saumavél 2 beina sauma með smáu spori báðum megin við handveginn og einnig í brugðnu lykkjurnar að framan. Klippið á milli saumanna og sikk-sakkið þétt yfir sárkantinn. Saumið axlir saman. Saumið ermarnar í innan við kantinn efst á erminni og notið hann til að hylja saum- inn. SJALKRAGI: Byrjið í hægra horninu á framstykkinu og prjónið upp með fjólubláu á hringprjón nr. 3, 6 lykkjur á hverja 2.5 sm meðfram hægra framstykkinu, hálsmálinu að aftan og meðfram vinstra framstykkinu. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanleg- ur með 4 + 2. Slítið frá. Setjið merki í miðju að aftan. Byrjið að prjóna 6 lykkj- um fyrir framan merki, prjónið 2 sl. 2 br. yfir 12 lykkjur, snúið við og prjónið 6 lykkjum meira í hvert skipti sem snúið er við þar til allar lykkjurnar hafa verið prjónaðar. ATHUGIÐ: Þegar kraginn mælist 5 sm í miðju að aftan er aukið í 4 lykkjum 4 sinnum með jöfnu millibili frá axlarsaumi að axlarsaumi (á sama prjóni). Þegar snúningunum er lokið er prjónað áfram 2 sl. 2 br. en eftir 2-2.5-2.5- 3 sm er gert hnappagat yfir 4 lykkjur hægra megin 4-4-5-5 sm frá brún. Þegar kraginn mælist 3-4-4-5 sm í miðju að framan er skipt yfir í blátt og prjónaður 1 sm í viðbót. Fellið hæfilega fast af með sléttum og brugðnum lykkjum. Leggið hægri brún kragans yfir þá vinstri og saumið brúnirnar við lykkjurnar, sem felldar voru af, bæði á réttu og röngu. Festið trétöluna á. Saumið þvottamerki innan í peysuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.