Vikan


Vikan - 01.02.1999, Page 36

Vikan - 01.02.1999, Page 36
Prjónað úr SMMT 100% ull Peysa með sjalkraga Upplýsingar um hvar Tinnugarnið fæst í síma: 565-4610 STÆRÐIR Á FLÍKINNI SJÁLFRI: 2-4 6 8-10 12 ára Yfirvídd: 80 87 94 lOlsm Sídd: 43 48 53 58 sm Ermalengd: 29 33 37 43 sm Handvegur: 18 20 22 24 sm SMART: Fjöldi af dokkum Fjólublátt nr. 857/5173 ' 5 5 6 6 Appelsínuyrjótt nr. 835/4036 2 3 3 3 Gulyrjótt nr. 818/2526 3 3 3 4 Blátt nr. 869/6444 1 2 2 2 Einnig er hægt að nota PEER GYNT ADDI PRJÓNAR FRÁ TINNU: 60 eða 80 sm hringprjónn nr. 2.5 (stroff) Mælum með BAMBUS 60 eða 80 sm hringprjónn nr. 3.5 (bolur) 60 sm hringprjónn nr. 3 (sjalkragi) 40 sm hringprjónn nr. 3.5 (ermar) Sokkaprjónar nr. 2.5 og 3.5 (ermar) Trétala: 1 stk. Góðir fylgihlutir: Merkihringir, prjónanælur, þvottamerki fyrir garnið. PRJÓNFESTA Á SMART: 22 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 3.5 = 10 sm. Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna. Ef of fast er prjónað þarf grófari prjóna. BOLUR: Fitjið upp með fjólubláu á hringprjón nr. 2.5, 156-172-188-200 lykkjur. Prjónið stroff 2 sl. 2 br. í hring 5-5-6-6 sm. Prjón- ið þá 1 prjón sléttan og aukið í 20-20-20- 24 lykkjum með jöfnu millibili = 176-192- 208-224 lykkjur. Setjið merki í báðar hliðar með 89-97-105-113 lykkjur á fram- stykki og 87-95-103-111 lykkjur á bak- stykki. Skiptið yfir á hringprjón nr. 3.5. Prjónið munstur eftir teikningu, byrjið að prjóna við örina sem sýnir rétta stærð. Þegar allur bolurinn mælist 26-30-34-38 sm eru felldar af 9-11-11-13 lykkjur í miðju að framan, ljúkið við prjóninn og slítið síðan frá í hliðinni. Byrjið nú að prjóna við lykkjurnar sem felldar voru af, fitjið upp 4 lykkjur yfir lykkjunum sem felldar voru af (lykkjur sem alltaf eru prjónaðar brugðnar og klippt er upp í síðar). Prjónið munstur í hring eins og áður en nú er tekin úr 1 lykkja báðum megin við brugðnu lykkjurnar í miðju að framan á fjórða hverjum prjóni 9-9-10-10 sinnum. Þegar mælast 43-48-53-58 sm er fellt af. ERMAR: Fitjið upp með bláu á sokkaprjóna nr. 2.5,40-44-44-48 lykkjur. Prjónið stroff 2 sl. 2 br. 2 hringi. Skiptið þá yfir í fjólu- blátt og prjónið stroffið áfram þar til það mælist allt 5-5-6-6 sm. Prjónið 1 hring sléttan og aukið út í 56-60-64-68 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 3.5. Prjón- ið munstur eftir teikningu, teljið út frá miðju á erminni hvernig á að byrja á munstrinu. ATHUGIÐ: Síðasta lykkjan á hringnum er alltaf prjónuð brugðin = merkilykkja. Aukið í 1 lykkju báðum megin við merkilykkjuna með 2 sm milli- bili þar til 80-88-96-104 lykkjur eru á erminni. Þegar öll ermin mælist 29-33- 37-43 sm er prjónaður 1 hringur sléttur með fjólubláu. Snúið erminni við og prjónið 5 hringi slétta (kantur). Fellið af. FRÁGANGUR: Mælið breidd ermarinnar við handveginn = 18-20-22-24 sm og merkið. Saumið í saumavél 2 beina sauma með smáu spori báðum megin við handveginn og einnig í brugðnu lykkjurnar að framan. Klippið á milli saumanna og sikk-sakkið þétt yfir sárkantinn. Saumið axlir saman. Saumið ermarnar í innan við kantinn efst á erminni og notið hann til að hylja saum- inn. SJALKRAGI: Byrjið í hægra horninu á framstykkinu og prjónið upp með fjólubláu á hringprjón nr. 3, 6 lykkjur á hverja 2.5 sm meðfram hægra framstykkinu, hálsmálinu að aftan og meðfram vinstra framstykkinu. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanleg- ur með 4 + 2. Slítið frá. Setjið merki í miðju að aftan. Byrjið að prjóna 6 lykkj- um fyrir framan merki, prjónið 2 sl. 2 br. yfir 12 lykkjur, snúið við og prjónið 6 lykkjum meira í hvert skipti sem snúið er við þar til allar lykkjurnar hafa verið prjónaðar. ATHUGIÐ: Þegar kraginn mælist 5 sm í miðju að aftan er aukið í 4 lykkjum 4 sinnum með jöfnu millibili frá axlarsaumi að axlarsaumi (á sama prjóni). Þegar snúningunum er lokið er prjónað áfram 2 sl. 2 br. en eftir 2-2.5-2.5- 3 sm er gert hnappagat yfir 4 lykkjur hægra megin 4-4-5-5 sm frá brún. Þegar kraginn mælist 3-4-4-5 sm í miðju að framan er skipt yfir í blátt og prjónaður 1 sm í viðbót. Fellið hæfilega fast af með sléttum og brugðnum lykkjum. Leggið hægri brún kragans yfir þá vinstri og saumið brúnirnar við lykkjurnar, sem felldar voru af, bæði á réttu og röngu. Festið trétöluna á. Saumið þvottamerki innan í peysuna.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.