Vikan


Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 28

Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 28
Texti: Jóhanna Harðardóttir Við innréttum ólíkt Er heimili hrútsins ólíkt heimili meyjunnar? Stjörnurnar afhjúpa smekkinn. Stjörnufræðingar segja að það sé hægt að innrétta fyrir fólk og gera það ánægt með umhverfi sitt með því að nota innsæi og þekkingu á persónuleika þess sem á íbúðina. Hvert stjörnumerki hefur sinn smekk og sínar aðferðir við að velja innbúið. Kannast þú við þetta? Innréttingaspáin Hrúturinn Þú veist nákvæmlega hvað þú vilt. Samt tekur þú alltaf einhvern með þér þegar þú kaupir eitthvað í íbúðina til að samþykkja það sem þú hefur þegar ákveðið. Það gæti til dæmis verið mjög klassískt maghoníborð sem þú kaupir á sérstaklega góð- um kjörum. Nautið Ast þín á fallegum hlutum getur orðið þér fjötur um fót þegar þú átt að velja eitt- hvað í búið. Þú gerir þér al- veg grein fyrir þessum vand- ræðum þínum, en gætir samt auðveldlega gert heim- ili þitt að leikmunageymslu ef enginn stoppar þig af í kaupæðinu sem rennur á þig í búðum. Tvíburarnir Þú ért óforbetranlegur róm- antíker og heillast af blúnd- um og fíngerðum hlutum. Þú lætur auglýsingar ekki plata þig og velur af alúð dökk, útskorin eða fíngerð húsgögn og leggur sérstaka rækt við áklæðið. Þú elskar að velja og gefur þér góðan tíma til þess. Krabbinn Þú vilt ráða sjálf(ur) hvernig allt á að vera í kringum þig og grætur jafnvel fölskum tárum til að fá þitt fram. (kannski er það þessvegna sem svefnherbergið er þitt uppáhaldsherbergi í hús- inu). Þú velur húsgögn í ein- földum stíl og það sama gildir um allt annað innbú og þér er nákvæmlega sama þótt hlutirnir séu fjölda- framleiddir ef þeir eru stfl- hreinir. Ljónið Þú elskar röndótt og þótt þú sért ekki upprifinn yfir þriggja sæta sófum þá sættir þú þig fyllilega við þá ef þeir eru nógu þægilegir. Það skiptir þig mestu máli að fari vel um þig í stofunni sem er þitt uppáhaldsher- bergi, þar vilt þú geta slapp- að af. Heimilið er þitt virki í lífinu. Meyjan Þú hefur mjög ákveðinn smekk. Þú vilt að hlutirnir séu ódýrir, helst brúnir en alltaf upplífgandi fyrir sál- ina. Þér er nákvæmlega sama hvað öðrum finnst um húsgögnin þín og þú elskar eldhúsið þitt og allt skemmtilega smádótið sem þú viðar að þér þangað. Vogin Þú hefur mjög fínan smekk og helst vildir þú fá innan- hússarkitekt til að skipu- leggja heimilið fyrir þig. Ef það er ekki hægt færð þú einhvern annan til að vera þér innan handar við valið. Þú veist nefnilega vel sjálf(ur) að þú hefur til- hneigingu til að gleyma heildarmyndinni þegar þú velur staka hluti. Sporðdrekinn Þú skoðar í allar flottustu búðirnar áður en þú kaupir eitthvað. Þú hefur háan standard og ert í stökustu vandræðum með að velja hluti. Þér finnst ekkert nógu gott fyrir þig og heimilið þitt. Þú er oft óánægður með útkomuna þegar þú kemur með hlutina heim. Bogmaðurinn Þú ert mikill trúður í eðli þínu og vilt hafa heimlið "skemmtilegt". Uppáhalds- herbergið þitt er borðstofan af sömu ástæðu. Þér líður samt best liggjandi í nota- legum grænum sófa þar sem þú nýtur þess að velta vöng- um yfir skreytingunum og njóta þeirra. Steingeitin Þú velur mjög hefðbundna hluti í kringum þig og þú myndir aldrei kaupa skræp- ótt teppi eða rósóttar gard- ínur. Þú kýst frekar að velja klassískan leðursófa í al- gengum stíl sem fæst í flest- um húsgagnaverslunum en að taka sjensinn á einhverju furðulegu og óalgengu. Vatnsberinn Þú ert óútreiknanlegur í vali á innbúi og þótt þú veljir yf- irleitt mjúka liti í grunn get- ur þú vel átt til að kaupa rauðröndótt til að skreyta með. Það er hægt að segja að þú kunnir að leika þér með möguleikana og koma sjálfum þér og öðrum á óvart. Fiskurinn Þú velur spennandi og skrítna hluti sem vekja at- hylgi í kringum þig, en lita- val er ekki þín deild. Þú ferð óhefðbundnar leiðir í inn- réttingum og gætir þess- vegna komið tölvunni þinni fyrir í svefnherberginu eða sjónvarpinu í baðherberginu ef það hentaði þér. 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.