Vikan


Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 14

Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 14
Einnig fór ég í dönsku- kennslu fyrir útlendinga, það var frábært og skemmti- legt. Svo spilaði ég í hljóm- sveit, við vorum þrjú, ég spilaði á bassann og með mér voru franskur strákur og bresk stelpa. Það var sem sagt nóg að gera og þetta var yndislegur tími." Bassinn var ekki lagður á hilluna þegar heim var kom- ið. Elfa Osk spilar á bassann í hljómsveitinni Heimilis- tónar, ásamt leikkonunum Halldóru Björnsdóttir, sem er aðalsöngvari hljómsveit- arinnar, Ólafíu Hrönn Jóns- dóttur, sem lemur tromm- urnar, og Vigdísi Gunnars- dóttur, sem spilar á hljóm- borð. „Annars er þetta nú ekkert í mjög föstum skorð- um, við skiptumst á hljóð- færum og syngjum allar ef því er að skipta. Mest höf- um við spilað fyrir vini og vandamenn, en nýlega spil- uðum við í afmæli hjá Kvennadeild Landspítal- ans." PRÍMADONNUR OG MINNIMATTAR- KENND Talið berst að drauma- hlutverkum. Það er orð sem Elfa Ósk segist aldrei hafa getað skilið. Hún skellihlær þegar ég bið hana að ímynda sér að hún mætti ráða næsta verkefni Þjóð- leikhússins. Hvaða verk mundi hún velja með bita- stæðu hlutverki fyrir leikkonu? „Eg hef sko ekki nokkra hugmund um það," svarar hún að bragði. „Eg hef bara aldrei hugsað út í það. Draumahlutverkið er sem sagt ekki til í mín- um huga. Eg er einfald- lega ánægð í mínu starfi og það hefur mikla þýð- ingu fyrir mig að vera á samningi hjá Þjóðleik- húsinu. Það er drauma- staða að fá að þroska sig í list sinni, það er erfitt ef maður þarf að vera að snapa sér verkefni út um allt. Mér líður vel í Þjóðleik- húsinu og hef nóg að gera, hef fengið góð hlutverk og unnið með sterkum leikur- um og góðu fólki. Þetta allt hjálpar til þess að byggja mig upp og gera mig að betri listamanni. Leikhúslíf- ið er yndislegt; heillandi heimur. En stundum finnst mér eins og vanti upp á virðingu fyrir leikhúsinu og þeim sem þar starfa. Eg er ekki að segja að öllum eigi að finnast þetta merkileg- asta starf í heimi, þó að ég reyndar líti sjálf þannig á það. Þessi óvirðing finnst mér meðal annars koma fram í launum leikara. Launin eru lág og við verð- um að vinna ýmislegt utan leikhússins." Aður en ég settist niður með Elvu Ósk hafði ég heyrt það orðspor sem af henni fer; að hún sé einstak- lega ljúf, notaleg og skemmtileg í samstarfi. Þar sé engin prímadonna á ferð- inni. Aður en ég sleppi af henni hendinni spyr ég hana hvort það séu margar prímadonnur í íslensku leik- húsi. „Auðvitað eru þær til. Sem betur fer er ég alveg laus við þá stæla sem ég flokka reyndar undir heimsku og minnimáttar- kennd. Þannig framkoma finnst mér óskaplega gamal- dags og hallærisleg og sem betur fer þarf ég ekkert á henni að halda." í faðmi fjöl- skyldunnar. Elva Ósk og sonurinn Benedikt, 4 ára, dóttirin Agnes Björt, 7 ára, og eig- inmaðurinn Andri Örn Clausen, leikari og sál- fræðingur. átta ár. Það var frábært að taka sér hlé frá störfum. Það ætti að vera skylda allra leikara að gera það, þó ekki væri nema fyrir áhorfend- ur," bætir hún skellihlæj- andi. „Árið í Danmörku var yndislegt. Það var búið að vara mig við því að landið væri flatneskjulegt og leiðin- legt. En Árósar er yndisleg- ur bær, svipaður að stærð og Reykjavík. Maður var far- inn að þekkja fólkið í bank- anum og búðinni. Þarna var lítið íslendingasamfélag og innan þess mynduðust sterk tengsl. Við urðum öll góðir vinir og höfum haldið vel hópinn eftir að við fluttum heim. Það er mjög skemmti- legt að eignast nýjan vina- hóp þegar maður er kominn á þennan aldur." LÆRÐI Á BASSA Þegar Elva Ósk fór til Danmerkur var hún svo til nýkomin á fastan samning hjá Þjóðleikhúsinu. Var hún ekkert hrædd um að vera öllum gleymd í hörðum samkeppn- isanda leik- hússins þegar hún kæmi til baka? „Sum- um fannst þetta nú óðs manns æði og urðu til þess að nefna það við mig. En þessi hugsun hvarflaði aldrei að mér. Ég trúi á sjálfa mig og veit að ég er góð leik- kona. Ég hugs- aði því með mér að ef ég yrði öllum gleymd þá yrði bara að hafa það. Ég braut heldur engar brýr að baki mér, ég fékk ársleyfi frá Þjóðleikhúsinu og vissi að þangað kæmi ég aftur." Áður en Elva Ósk hélt utan fékk hún styrk úr Brynjólfssjóði til þess að mennta sig frekar. „Pening- ana notaði ég til þess að læra á bassa. Ég fór í spila- tíma einu sinni í viku. Ég nýtti tímann í Danmörku vel, ég fékk tækifæri til þess að fylgjast með æfingum í leikhúsinu í Árósum og það var mjög lærdómsríkt. í hlutverki Nóru. „Ég held að ekki sé til sú leikkona sem mundi slá hendinni á móti því að leika Nóru." Með henni á myndinni er Baltasar Kormákur sem leikur eigin- mann hennar, lögfræðinginn Þorvald Hel- mer. 14 \Tkan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.