Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 26
rjTl -r V
Iru a
spádóma,
hrceðsla
við að
taka
ábyrgð
á eisán
Yfi
Texti: Steingerður
Steinarsdóttir
Myndir; Gunnar
Gunnarsson
Jafn lengi og
spámenn hafa
fylgt mannkyn-
inu hafa þeir sem ef-
ast um visku þeirra
látið í sér heyra. fs-
lenskur sveitamaður
sem þótti raunsær og
jarðbundinn í mcira
lagi sagði cinhvcrn
tíma um starfsemi og
starfshætti sjáenda
og spákvenna að sér
þætti einkennilegt
að skilaboðin að
handan væru iðulega
í ákveðnum véfrétta-
stíl, háð túlkun og
sérstökum skilningi
viðtakenda. „Hvers
vegna skynsamt og
vel gefið fólk breyt-
ist við það eitt að
fara yfir móðuna
miklu í sveimhuga
sem erfitt eiga með
að koma orðum að
hugsunum sínum er
mér óskiljanlegt."
Undir þetta taka
fleiri sem telja löng-
unina til að trúa vera
flótta frá raunveru-
leikanum. Ein þeirra
er Ingveldur Ró-
bertsdóttir.
„Ég var eins og fleiri ung-
ar stúlkur forvitin um fram-
tíðina og fór nokkrum sinn-
um til spákonu," segir hún.
„Fyrst fór ég til Jósefínu
Nauthól. Hún lét mig
stokka spil og dreifði síðan
úr þeim. Henni fannst allt of
svart og dökkt yfir þeim
spilum sem komu upp svo
hún breytti þessu bara með
eigin handafli. Þá kom upp
eiginmaður, sigling og fleira
sem ung kona vill heyra.
Hún sagðist sjá sjókort í
spilunum; það var ferðalag
eða sigling.
Næst fór ég til vel þekktr-
ar spákonu hér í bæ. Hún sá
eiginmann og íbúð en að-
eins eitt barn og tvö ömmu-
börn. Ég á sex börn. Börnin
eru stór hluti í lífi hverrar
konu og fyrst hún gat ekki
séð mig umkringda barna-
hópnum gat ég ekki talið
hana trúverðuga.
Það sem einkennir spá-
dóma er hversu almennir
þeir eru. í lífi hvers manns
gerast, í flestum tilfellum,
ákveðnir atburðir sem eru
sammannlegir, þ.e. flestir
eignast maka, afkvæmi og
allflestir hér á landi kaupa
íbúð, fara í utanlandsferðir
o.s.frv. Svo hjálpar líka vilj-
inn til að láta spádóminn
rætast. Eitthvað af því sem
spákonan segir leitar sterkt
á hugann og það man við-
skiptavinurinn og túlkar at-
burði jafnvel með hliðsjón
af því. Ég man eftir sögu af
spákonu sem réði á sinni tíð
miklu um klæðaburð
kvenna í Reykjavík. Hún sá
gjarnan fyrir dansleik á
Borginni, kona íklædd
grænum kjól myndi þar
hitta eiginmann sinn. Helg-
ina eftir heimsókn sína til
spákonunnar fór konan á
ball í kjól í þessum lit. Hún
hitti mann á dansleiknum
og var ekki að sökum að
spyrja; þetta var sá sem for-
lögin ætluðu henni.
Kona nokkur fékk þann
spádóm að hún myndi gift-
ast manni sem klæddist hvít-
um slopp við vinnu sína.
Stuttu síðar hitti hún mann
sem vann í Mjólkursamsöl-
unni og var í hvítum slopp
við vinnuna. Hún giftist
honurn og átti með honum
fimm ömurleg ár. En þetta
er einmitt gott dæmi um
hversu almennir spádómar
eru. Hversu margar stéttir
klæðast ekki hvítum slopp-
um? Það eru heilbrigðis-
stéttir, fólk í matvælaiðnaði,
starfsmenn við rannsóknar-
störf og þannig mætti lengi
telja, sennilega á milli 20 og
30% vinnandi fólks. Líkurn-
ar á að spádómurinn rætist
eru því allnokkrar.
Ég skil ungt fólk sem er
óþolinmótt og vill vita hvað
framtíðin ber í skauti sér en
það er hættulegt að gefa
ókunnugri manneskju vald
til að ráða lífi sínu. Allar
ákvarðanir á einstaklingur-
inn að taka sjálfur og upp á
eigin spýtur. Hjá spákonu
segir viðskiptavinurinn eins
lítið og hægt er; hann þiggur
því ráð frá manneskju sem
veit ekkert um aðstæður
hans eða umhverfi. Margir
sem leita til spákvenna gera
það vegna þess að þeir
þurfa að taka mikilvægar
ákvarðanir en vita ekki í
hvorn fótinn þeir eiga að
stíga. Hvers vegna ekki að
leita til vinar?
Lífið snýst um að velja og
mestu skiptir að taka
ákvörðun fyrir sjálfan sig.
Auðvitað er það áhætta að
taka ákvörðun, líkt og þegar
fólk giftist eða fer að búa.
Það tekur ákvörðun og ætl-
ar sér að láta hlutina ganga.
Ef ekki, hvers vegna þá að
reyna? Það er einfaldlega
ekki hægt að baktryggja sig
eða slá varnagla við öllu og
auðvitað er það erfitt. Mað-
ur er hræddur við að bera
ábyrgð á eigin lífi og vill
gjarnan firra sig þeirri
ábyrgð. Að losa sig við þann
ótta og læra að taka ákvarð-
anir upp á eigin spýtur er
lífstíðarverkefni."
Ingveldur Róbertsdóttir
er greinilega komin vel á
veg með að læra þá lexíu og
ekki ein um að hafa snúið
baki við framtíðarspám eftir
að hafa kynnst ónákvæmni
þeirra. Spámiðlar eru í tísku
nú á dögum og kona nokkur
heimsótti slíkan sjáanda um
daginn. Miðillinn sá móður-
ömmu konunnar og sagði
hana halda á fögrum gull-
hring með rauðum steini
sem hún ætlaði dótturdóttur
sinni. Barnabarninu var þá
nóg boðið því amman hafði
verið barnmörg íslensk
bóndakona í miðri krepp-
unni sem átti varla spjarirn-
ar utan á sig og dó þrjátíu
árum áður en erfingi gu!l-
hringsins fagra fæddist.
26 Vikan