Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 49
Hverju svarar lœknirinn ?
Faðerni
Þorsteinn lœknir
Eg veit ekki hvert ég á að
snúa mér eða hvort þetta er
beint mitt mál, en það hvílir
svo þungt á mér að ég vona
að þú getir svarað mér
fljótt. Maðurinn minn á
fjögur börn úr fyrra sam-
bandi og hefur ekki haft
mikið samband við þau,
enda búa þau í Reykjavík
en við úti á landsbyggðinni.
Það hefur nú komið upp að
eitt barnanna er ekki sagt
vera hans. Hann hefur greitt
með þessari dóttur sinni í 11
ár, en nú er hún eftir allt
saman ekki endilega hans.
Móðirin vill ekki láta rann-
saka þetta og við vitum ekki
hvort við eigum að láta
barnið vita eða hvort hann
eigi að láta þetta afskipta-
laust. Það væri erfitt fyrir
stúlkuna að vita ekki hver
er pabbinn og því er henni
hlíft við fréttum af þessu
óvissa faðerni. En ef hún
fær ekkert að vita er þá ekki
verið að hætta á að hún gift-
ist ættingja sínum og eignist
kannski mongólíta? Ég hef
áhyggjur af sifjaspellum og
þvílíkum hlutum, ef þú skil-
ur hvað ég meina. Er rétt að
krefjast DNA rannsóknar
eða eigum við að láta þetta
afskiptalaust?
Með fyrirfram þökk,
Nátthrafn.
Kœri Nátthrafn
Ég skil vel að þér sé ekki
svefnsamt því þetta er afar
erfitt og flókið, tilfinninga-
legt og siðferðislegt vanda-
mál og það er enginn einn
sem kann svarið við því. Ég
get einungis sagt þér mína
tilfinningu fyrir því hvernig
þið ættuð að leysa málið en
endanlega eru það foreldr-
arnir sem verða að taka af-
stöðu. Það er margt sem
getur blandast inn í svona
mál, samkvæmt minni
reynslu, og ekki bara það að
faðirinn er búinn að greiða
meðlag með barninu í 11 ár.
Ég veit nokkur dæmi þess
frá mínum starfsferli að full-
yrðingum um að börn séu
ekki börn föður sé beitt af
foreldrunum í skilnaðarmál-
um til að ná sér niðri á
hvort öðru. I nokkrum til-
vikum man ég að um barn
var að ræða sem var mjög
náið því foreldri sem árásin
beindist að. Það virðist
stundum ekki skipta máli
hvaða meðulum er beitt til
að ná sér niðri á fyrrum
maka. Þegar svona fullyrð-
ingar eru komnar fram tel
ég að verði að komast til
botns í því, því er það ekki
þannig að þjóð veit þá þrír
vita? Ef barnið veit ekki nú
þegar, án þess að tjá sig um
það, að þessi fullyrðing hef-
ur komið fram, þá kemst
það að því fyrr heldur en
síðar. Vanlíðan og óvissa
sem kvelur barn og föður
hljóta að vera óþolandi og
skaðlegar til lengdar. Ég
mæli því með því að fá mál-
ið á hreint. DNA rannsókn í
barnsfaðernismálum er
hægt að fá gerða á rann-
sóknarstofu Landspítalans.
Síðast þegar
ég vissi varð
að greiða
sérstaklega
fyrir rann-
sóknina en
með henni
komist þið
væntanlega
að því
sanna. Ég
mæli líka
með því að þið
leitið aðstoðar
eða stuðnings fyr-
ir ykkur og e.t.v.
stúlkuna, ef þið
hafið nokkuð um
það að segja, á
meðan á þessu
stendur. ,
Gangi ykkur
öllum vel
Þorsteinn
Brjóstastækkun
Kœri lceknir. Gleðilegt ár!
Mér datt í hug að skrifa
þér í von um svör við
spurningum mínum. Ég hef
mikið verið að spá í að láta
lagfæra brjóstin á mér, en
þau eru orðin vel sigin eftir
nokkrar barneignir. Hvernig
er best fyrir mig að snúa
mér í þessum málum? Við
hvern er best að tala um
svona mál? Hvernig er svo
með fitusog - getur þú sagt
mér eitthvað um það?
Með von um svör.
Kveðja, ein rámlega
þrítug.
Sœl
Veistu að það er þó nokk-
uð um að konur láti laga
brjóstin sín. Þeir sem fram-
kvæma þessar aðgerðir eru
lýtalæknar og þeir eru
margir mjög færir hér á
landi. í þeim tilvikum sem
ég sé eru konur einmitt eins
og þú sem finnast brjóst sín
orðin sigin, en mun oftar
konur sem eru í vandræðum
með stór brjóst. Þær fá
vöðvabólgur og höfuðverki
vegna brjóstanna og
brjóstahaldaranna.
Misstór brjóst eru
líka vandamál
margra
kvenna. Ég
sé sjaldnar
konur sem
vilja
brjósta-
stækkanir
enda geri ég
ráð fyrir því að
þær leiti frekar
| beint til lýta-
læknanna.
Sjúkratrygging-
i arnar taka ekki
þátt í svona að-
\V gerðum nema
að brjósta-
vandamál-
ið valdi
sálarleg-
um eða lík-
amlegum
vandaræðum,
Þorstcinn Njálsson heimilislæknir
eftir því sem mér skilst.
Þannig eru brjóstastækkanir
líkast til alltaf borgaðar af
konum sjálfum og líklega
aðgerð á signum brjóstum
líka. Ef þú vilt fá frekari
upplýsingar um brjóstaað-
gerðir þá ráðlegg ég þér ein-
dregið að leita til lýtalæknis
og spyrja hann síðan í þaula
um aðgerðina, árangur,
hættu á ýmis konar vanda-
málum eins og örmyndun
og sýkingum, farðu síðan
heim, hugsaðu málið og
taktu svo ákvörðun. Brjóst-
in þín eru þér mikilvæg sem
konu, þau eru hluti af þér
og þinni ímynd sem konu og
kynveru. Ég hef rætt við
margar konur sem eru mjög
ánægðar með að hafa farið í
aðgerð, en tek það líka fram
að það er alltaf áhætta sem
fylgir aðgerðum.
Fitusog er stundað af lýta-
læknum hér á landi eins og
víða annars staðar. Þeir gefa
upplýsingar um það og hvað
á við hvern og einn sem
óskar eftir því. Fitusogi geta
fylgt aukaverkanir og því
mikilvægt að fara og hitta
lýtalækninn, fá nákvæmar
upplýsingar hjá honum um
árangur og aukaverkanir,
fara síðan heim og hugsa
málið og taka svo ákvörðun.
Hér á aftur við að það fylgir
áhætta hverri aðgerð.
Þorsteinn
Spurningar má
senda til „Hverju
svarar læknirinn?“
Vikan, Seljavegi 2,
101 Reykjavík.
Farið er með öll
bréf sem
trúnaðarmál og
þau birt undir
dulnefni.
Netfang: vikan@frodi.is
Vilon 49