Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 52
TEXTI: SÆVAR HREIÐARSSON
BRUÐKAUP I VÆNDUM
Leikkonan Helen Hunt var ein af skærustu stjörnum síö-
asta árs. Hún hlaut bæöi Óskars- og Emmy-verðlaun á
árinu og baðaði sig í sviðsljósinu. Nú herma fregnir að
hún ætli loksins að láta verða af því að giftast unnusta
sínum, leikaranum Hank Azaria, en þau hafa verið saman
í nokkur ár. Kunnugir segja aö stóra stundin veröi á Val-
entínusardeginum í febrúar. Hunt hefur beðiö tískuhönn-
uðinn Veru Wang að hanna brúðarkjólinn. Leikkonan til-
kynnti nýverið aö hún ætli aö hætta að leika í gamanþátt-
unum Ástir og átök (Mad About You) í vor en hún ætlar
að snúa sér alfarið aö kvikmyndaleik.
ÓVINSÆLL
NAGRANNI!
Rokkarinn David Bowie er
að láta byggja nýja "pent-
house" íbúð handa sér á
besta stað á Manhattan
og ætlar að flytja inn í
apríl en nágrannarnir eru
þegar farnir að kvarta.
Þeir telja nýsmíðina alls
ekki falla inn í umhverfið
auk þess sem hún skygg:
ir á útsýni nágrannanna. í
fyrra setti Bowie lúxusvillu
sína í Los Angeles á sölu-
skrá en gekk illa að selja.
Ástæðan var víst sú að
eiginkona hans, fyrirsæt-
an Iman, hafði sjálf inn-
réttað húsið og tókst svo
illa til að þeir sem komu
að skoða leist ekkert á
blikuna.
ELDFIM
FYRIRSÆTA
Ofurfyrirsætan Kate Moss
er komin á fulla ferð í tísku-
bransanum á ný eftir að
hafa dvalið á meðferðar-
heimili í Bretlandi undir lok
síðasta árs. Þar náði hún
sér aftur niður á jörðina eftir
að hafa lifað "hátt og hratt"
síðastliðið ár. Minnstu mun-
aði að Moss kveikti í húsinu
daginn áður en hún útskrif-
aðist. Johnny Depp, fyrrver-
andi unnusti hennar, sendi
fyrirsætunni nýjan BMW að
gjöf á meðan hún dvaldi á
Priory meðferðarheimilinu í
London. Moss, sem er 24
ára, gleymdi að slökkva á
kertum eftir hugleiðslutíma
og fór að prufukeyra nýja
bílinn. Eldurinn náði í trefil,
sem móðir hennar hafði
gefið henni, og her-
bergið varð alelda á
svipstundu. Meðferðar-
heimilið var rýmt á
meðan slökkvilið barð-
ist við eldinn en betur
fór en á horfðist og
engin meiðsli urðu á
fólki.
52 Vikan
AFMÆLISBÖRN VIKUNNAR
1. feb.: Pauly Shore (1968), Sherilyn Fenn (1965), Stefanía
prinsessa (1965), Lisa Marie Presley (1968) 2. feb.:
Christie Brinkley (1954), Farrah Fawcett (1947) 3. feb.:
Nathan Lane (1956), Morgan Fairchild (1950) 4. feb.:
Natalie Imbruglia (1975), Gabrielle Anwar (1971), Alice
Cooper (1948), Dan Quayle (1947) 5. feb.: Bobby Brown
(1969), Jennifer Jason Leigh (1962), Barbara Hershey
(1948), Charlotte Rampling (1945) 6. feb.: Axl Rose (1962),
Zsa Zsa Gabor (1919), Kathy Najimy (1957), Ronald Reag-
an (1911), Natalie Cole (1950) 7. feb.: James Spader (1960),
Pete Postlethwaite (1945) 8. feb.: Jack Lemmon (1925),
Mary Steenburgen (1953), Nick Nolte (1940) 9. feb.: Mia Far-
row (1945), Joe Pesci (1943) 10. feb.: Laura Dern (1967), Ro-
bert Wagner (1930) 11. feb.: Brandy Norwood (1979), Jenni-
fer Aniston (1969), Sheryl Crow (1963), Burt
Reynolds (1936), Leslie Nielsen (1926) 12.
feb.: Christina Ricci (1980), Arsenio
Hall (1958), Andie MacDowell
(1958) 13. feb.: Peter Gabriel
(1950), Stockard Channing (1944),
Jerry Springer (1941), George
Segal (1934), Kim Novak (1933)
14. feb.: Helen Baxendale (1969),
Meg Tilly (1960), Gregory Hines
(1946) 15. feb.: Jane Seymour
(1951), John McEnroe (1959).
Brandy verður tvítug hinn
11. febrúar.