Vikan - 12.04.1999, Side 20
„Það má segja að
ég hafi alveg söðl-
að um. Ég var bú-
Sölumaðurinn sem va
inn að vera í sölu-
mennsku og mark-
aðsmálum alla tíð
og hafði ágætis
laun, en núna er ég
orðinn heimavinn-
andi og með kostn-
að þar að auki“.
Segir Sveinbjörn
Pétursson, pólunar-
meistari og húsfað-
ir, sem auk þess að
vera heima er í
námi í hómópatísk-
um fræðum við
Practical School of
Homoeopathy í
Bretiandi.
„Þetta hafði aldrei
hvarflað að mér
fyrr en ég varð fer-
tugur. Þá gaf
frænka mín, sem er
hjúkrunarfræðingur
og nuddari, mér
gjafakort í meðferð
hjá sér. Hún hafði
lært í Boulder, Kali-
forniu en þar eru
alls kyns óhefð-
bundnum lækn-
ingaaðferðum gert
hátt undir höfði og
þær eru mjög al-
gengar og sjálf-
sagðar meðal al-
mennings.
/
g mætti auðvitað og
hélt ég væri að fara í
nudd, en hún sagðist
ætla bjóða mér upp á svolít-
ið bland í poka, - nudd og
pólun.
Ég fór í nokkur skipti og
fannst þetta mjög gott. Ég
fann að ég var að kynnast
einhverju alveg nýju. Ég átt-
aði mig strax á því þarna
hvað ég þurfti til þess að
mér liði vel og hvað ég vildi
gera.
Stuttu seinna benti frænka
mín mér á að það væri að
hefjast nám í pólunarmeð-
ferð hér á Islandi og ég dreif
mig fyrir hennar áeggjan. Ég
var eini karlmaðurinn í
náminu og fékk þar af leið-
andi á mig viðurnefnið
„Prins póló“ Ég geng enn
undir því nafni hjá konunum
sem voru með mér þarna.
Þetta nám hafði mikil áhrif
á mig. Ég var alls ekki vanur
að snerta fólk svona og mér
var flökurt allan daginn af
spennu, ég kunni þetta ekki,
þetta var mér algerlega nýtt!
Við vorum auðvitað í
meðferð hjá hvert öðru í
náminu og gengum í gegn-
um þetta ferli tvisvar sinn-
um á dag. Það var ótrúlegt
hvað við breyttumst öll. Við
breyttumst meira að segja í
útliti og manni brá þegar
maður leit í spegil. Ég fann
vöðva og bein í líkamanum
sem ég vissi ekki af. Það er
ekkert skrýtið að maður
breytist þegar verið er að
vinna með orkuflæði líkam-
ans, grunnorku manns sjálfs
sem skiptir öllu máli að sé í
lagi. Þarna er verið að koma
jafnvægi á alla starfsemi lík-
amans, jafnt andlega, líkam-
lega og tilfinningalega og
það hlýtur að hafa áhrif.
Einstaklingar upplifa þessa
meðferð þó á ólíkan hátt og
taka henni misvel, en bótin
kemur hjá öllum sem gefa
þessu tíma og tækifæri. Það
þarf yfirleitt 3 til 7 tíma áður
en fólk fer að finna mun á
sér, en allir upplifa djúpa
afslöppun og verða meðvit-
aðri um sjálfa sig og flestir
fá endurbót á lífi sínu og
heilsu við pólunina. Fljót-
lega eftir þetta námskeið
hætti ég að vinna utan
heimilis. Það varð að sam-
komulagi milli okkar hjón-
anna að ég einbeitti mér að
þessu. Áður var heimili okk-
ar eins og flestra annarra.
Við unnum bæði utan heim-
ilisins og það var lítill tími til
að sinna hvoru öðru. Við
vorum alltaf á hlaupum og
það var verið að koma seint
heim og skella einhverju
fljótlegu í pottana og allir
voru dauðþreyttir. Ég man
að sonur minn spurði þegar
ég var nýhættur að vinna:,,
Af hverju er pabbi heima?“
Þannig er að örugglega á
fleiri heimilum að pabbinn
er eiginlega aldrei heima og
ef hann er það þá hlýtur að
vera eitthvað að. Ég er
núna eins og mömmurnar í
hverfinu, fer á foreldrafundi
og þess háttar. Síðastliðið
rúmt hef ég verið heima á
daginn, sé um þrifin, þvott-
ana og matseldina og er hér
til staðar fyrir börnin tvö á
heimilinu, þau Magnús Inga
12 ára og Birgittu Rún 6 ára.
Konan mín Guðrún rekur
sitt eigið fyrirtæki, Bergís,
og getur einbeitt sér að því
og þarf ekki að hafa áhyggj-
ur af heimilinu. Hún hvílist
20