Vikan


Vikan - 12.04.1999, Side 26

Vikan - 12.04.1999, Side 26
Þú getur auðveld- lega búið til þína eigin heilsulind með því að gera baðher- FALLEG BAÐH bergið þitt fallegt og notalegt. Það þarf ekki að vera kostn- aðarsamt, það eina sem þú þarft að nota er hugmynda- flugið, fallegir litir og hlutir. BAÐ(I)HERBERGI Á þessari mynd sjáum við ekki hið dæmigerða flísalagða baðherbergi. Það er engu líkara en baði og klósetti hafi verið komið fyrir í notalegri stofu. Þetta baðherbergi er skreytt fallegu, gömlu borði og kolli sem er yfirdekktur með gamalli krosssaumsmynd. Á borðinu eru gamlar fjölskyldumyndir og hlutir úr messing og á gólfinu er þykkt, mynstrað ullarteppi. Innrammaðar teikningar af börnunum á heimilinu prýða veggina og skeljasafn skreytir hilluna fyrir ofan baðkerið. I þessu herbergi hafa flísar verið notaðar á ákaflega hógværan hátt, meira til þess eins að skreyta viðarpanelinn umhverfis baðið. Það er í rauninni und- arlegt hversu lítið pláss arkitektarnir ætla oft fyrir baðherbergi. En jafnvel lítið baðherbergi er það herbergi íbúðarinnar þar sem best er að slaka á eftir annríki dagsins. Þegar þú liggur í heitu baðvatninu, sem þú hefur auðvitað sett ilmandi olíu út í, og fyllt herbergið ilmkertum þá finnur þú stress dagsins bók- staflega líða í burtu. Hér ætlum við að sýna ykkur hvernig auðveldlega má gera baðherbergið að einka- himnaríki þar sem hægt er að safna kröftum fyrir átök næsta dags.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.