Vikan


Vikan - 12.04.1999, Side 29

Vikan - 12.04.1999, Side 29
m Til að koma okkur út úr skuldunum ákvað mað- urinn minn að þiggja vel launaða en erf- | iða vinnu erlendis í f sex mánuði. Fá- einum dögum eftir að hann fór kom til mín tilkynning í pósti um að líftryggingin, sem hann hafði sótt um, hefði verið sam- þykkt og meðfylgj- andi var gíróseðill fyrir fyrsta iðgjaldi. Þetta kom mér ákaf- lega á óvart því við vorum með hjónalíf- tryggingu sem ég vissi ekki annað en væri í gildi. Ég hringdi í tryggingafélagið og komst að því að hann hafði sagt upp þeirri tryggingu og tekið aðra hærri í nafni systur sinnar og föður. Ég reiddist, hringdi í mágkonu mína og spurði hverju þetta sætti. Hún svaraði því til að ef eitthvað kæmi fyrir hann gæti fjölskyldan ekki treyst því að ég borgaði skuldirnar og þetta væri þeirra aðferð til að tryggja sig. Ég spurði hvort hún hefði enga sam- visku gagnvart því að með þessu væri hann í raun búin að gera börnin sín og mig, lögerfingja sína, arflausa og bjargarlausa ef hann félli frá. Þá var mér tilkynnt að ég gæti treyst henni til að sjá fyrir börnunum mínum. Ég „Ekki datt mer í hug á brúðkaupsdaginn að tengdafjölskyldan mundi hafna mér.“ var ekki sammála. Ótal fleiri minni atvik sitja enn í mér og valda sárindum í hvert sinn sem ég rifja þau upp. Við hjónin skildum skömmu eftir að hann kom að utan og undanlátssemi hans við systur sína á minn kostnað átti mikinn þátt í hvernig fór. Ég gat ekki fyrirgefið að fullu þessa niðurlægingu. Hún varð fyrst til að óska manninum mínum til ham- mgju með að vera laus við mig og mér tilkynnti hún að ég hefði kúgað manninn og kvalið árum saman. Hann fór utan aftur til að vinna skömmu eftir skilnaðinn og gaf systur sinni umboð til að sjá um fjármál sín. Tvisvar kom hún í veg fyrir að mér væri greidd framfærsla sem ég átti rétt á samkvæmt skilnaðarsamningi og varð ég að fá senda sérstaka stað- festingu frá honum um að víst ætti að greiða þessa peninga. Ég átti stórafmæli á þessu tímabili og hann var búinn að gefa elsta syni okkar fyrirmæli um að nálgast ákveðna upp- hæð í bank- anum til að kaupa handa mér afmælisgjöf frá börnun- um en systirin bannaði út- tektina. Aftur þurfti skeyti frá honum í bankann og afmælisgjöfin kom nokkrum dög- um of seint. Ánægja mín af henni var engin eftir allt sem á undan var gengið. Ég er ekki langrækin manneskja og ég óska mágkonu minni einskis ills en framkoma hennar hefur sannfært mig um að sumt er einfaldlega ekki hægt að fyrirgefa.“ Steinarsdóttur sogu sina Vilt þú deiia sögu þinni með okkur? Er eitthvað vr.: sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- 1 ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. HcimilisfnngiO er: Vikan - „Lífsrcynslusaga", Seljavegur 2, 101 Rcykjavík, Netfang: vikan@frodi.is J Vikan 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.