Vikan


Vikan - 12.04.1999, Page 50

Vikan - 12.04.1999, Page 50
Smásaga Gerið það fyrir mig að hætta að rífast, heyrðist frá hálfsystur þeirra. Ég þoli ekki rifrildi og sérstaklega ekki undir þessum kringumstæð- um. Aftur þurrkaði hún sér um augun með bleika vasa- klútnum. Joachim Vinger virti hana fyrir sér glottandi. Mér þykir leitt að segja það Bente, en nú líkist þú konunni sem þú lékst síðast á sviði. Pú hefur víst ekki fengið nein til- boð eftir þá frammistöðu? Vel máluð augu Bente Vin- ger Dale skutu gneistum. Hún hallaði sér aftur í sófanum, kveikti sér í sígarettu og virti bróður sinn fyrir sér. Eitt veit ég, kæri Joachim, að ég leik hlutverk min betur en þú málar þessi málverk þín. Nú er nóg komið, sagði Ar- ild Vinger ákveðinn. Við skul- um frekar tala um hvernig við eigum að haga málum okkar varðandi þetta undarlega upp- átæki föður okkar. Við lítum á það sem lélegan brandara en e.t.v. var honum alvara. Hann horfði á þau til skiptis. Pabbi var nú aldrei neinn venjulegur maður og það er m.a. ástæða þess hvað hann var alla tíð frábær leikstjóri, sagði hann. En eins og þið vitið þá breytist fólk með árunum. Ég tel mig ekki fara með neinar ýkjur þegar ég segi að hann hafi ver- ið svolítið undarlegur síðustu árin sem hann lifði. Og hann neitaði að setjast í helgan stein. Hann hafði jú efni á að halda áfram að framleiða kvikmyndir og ein þeirra er sú sem við erum að horfa á hér í kvöld. Þau hin kinkuðu kolli. Mér finnst þetta furðulegt uppátæki. Ekkert okkar var í nánu sambandi við pabba. Hann var alltaf of upptekinn við að skapa meistaraverk. Það getur verið að hann hafi iðrast þess og sá möguleiki er einnig fyrir hendi að hann hafi verið haldinn ofsóknaræði síð- ustu árin. Hann þagnaði og horfði á hálfsystkini sín. Ekkert okkar var látið vita af dauða hans fyrr en þessi ná- ungi, Graff, sendi okkur ljósrit af andlátsfréttinni fyrir mán- uði síðan, sagði hann rólega. Eins og við vitum fór útförin fór fram í kyrrþey. Nú hefur Graff kallað okkur á sinn fund og á vissan hátt hefur pabbi einnig kallað okkur á sinn fund. Með því hefur hann sýnt okkur heiður þrátt fyrir þessa furðulegu ásökun. Sjálfur hef ég aldrei óskað pabba dauða og ég get ekki ímyndað mér að nokkurt ykkar hafi gert það heldur. Þessi orð eru eins og töluð úr mínum munni, sagði Bente Vinger Dale. Já, ég ætlaði einmitt að segja það sama, heyrðist í Joachim Vinger. Okkur þótti vænt um hann, við vorum öll stolt af honum og það var leiðinlegt að við fengum aldrei tækifæri til þess að kynnast honum neitt að ráði. En nú erum við hér og við erum erf- ingjar hans. A.m.k. tveir þriðju hlutar eigna hans renna til okkar. E.t.v. fannst honum ekki neitt til okkar koma, hélt hann áfram hugsi á svip. Kannski fannst honum miður að þurfa að láta okkur horfa á þessa undarlegu mynd. Við skulum halda ró okkar. Við skulum einfaldlega horfa á myndina sem síðasta meistaraverk hans. Við vitum að ekkert okkar hefði látið sér til hugar koma að myrða hann. Nú talar þú eins og skyn- samur maður Joachim, sagði Bente Vinger Dale. Ég kann óneitanlega betur við það. Ráðskonan kom inn og benti á dúkað borðið sem stóð við arininn. Gjörið þið svo vel. Carl Vinger leit út fyrir að vera úthvíldur og afslappaður. Hann fékk sér stóra sneið af marsípantertunni. Við og við lyfti hann líkjörsglasinu og skálaði. í fyrstu talaði hann um dag- inn og veginn en allt í einu sagði hann með þrumuraust. Kæru börn. Ég er viss um að þið áttuð uppbyggilegar samræður eftir matinn. Enn- fremur er ég viss um að það ykkar sem myrti mig gaf það ekki á nokkurn hátt til kynna eða kom upp um sig. Það undrar mig ekki. En nú vil ég vekja athygli ykkar á hlutnum sem stendur á miðju borðinu. Ég skal veðja við ykkur að þið kannist við hann. Erfingjarnir þrír litu á fal- legu krukkuna sem stóð á borðinu milli tveggja blóma- vasa. Guð minn góður, þetta er askan, sagði Bente Vinger Dale skjálfandi röddu. Ég þoli þetta ekki... Einmitt, þetta er askan, kom eins og bergmál frá Carli Vinger. Þetta eru jarðneskar leifar mínar. Eins og þið vitið vil ég að aska mín verði grafin hér á Carlsbo. Arild Vinger var eldrauður í andliti. Joachim Vinger var sveittur á enninu. Nú er nóg komið, tautaði hann og starði á systkini sín fjarlægu augnaráði. Og nú, hélt Carl Vinger áfram, er orðið tímabært að þið fáið að vita hvernig dauða minn bar að höndum. Graff, ég gef þér orðið. Lögmaðurinn, sem sat með þeim við kaffiborðið, tók bréf úr töskunni sinni og hóf lest- urinn: Hinn látni fannst 26. júlí 1989, í vatninu við landareign sína að Carlsbo. Dánarorsökin var drukknun. Það fundust sár á enni hins látna. Það virðist sem hann hafi látist af slysför- um, að hann hafi stungið sér af bakkanum í grunnt vatnið og skollið með höfuðið á stein. Höfuðmeiðslin eru í sjálfu sér ekki banvæn en or- sökuðu meðvitundarleysi og því drukknaði hann. Graff stakk bréfinu aftur í töskuna og starði á skjáinn. Carl Vinger þagði stutta stund. Síðan sagði hann: Já, svona bar dauða minn að höndum. Þið skuluð ekki halda að ég hafi dáið eðlileg- um dauðdaga. Ef svo væri þá væruð þið ekki hér til þess að svara til saka. En nú ætla ég að sýna ykkur ósviknar myndir af síðasta þætti þessarar harmsögu. Og ef þið furðið ykkur á því hvernig og hvers vegna þessar myndir voru teknar, vil ég upplýsa hér og nú að ég gerði samning við einn besta og tryggasta kvikmyndatöku- manninn minn. Ef eitthvað kæmi fyrir mig átti strax að láta hann vita þannig að hann gæti komið og tekið þær myndir sem nauðsynlegt var að taka. Nú skulum við horfa á það sem fyrir augu hans bar. Okunn mannsrödd útskýrði það sem sást á myndunum. Fyrst komu myndir af land- areigninni, teknar úr fjarlægð. Því næst komu nærmyndir af hópi fólks sem stóð við vatnið Aðrar nærmyndir sýndu Carl Vinger, íklæddan sund- skýlu einni saman, liggjandi á börum með dauðasvip á and- litinu, grátt úfið hár og ljótt, eldrautt sár á enninu. Aumingja pabbi... Bente Vinger Dale var með grátstafinn í kverkunum. Hún snökti og faldi andlitið í hönd- um sér. Arild Vinger hélt fyrir munninn og kúgaðist eins og hann væri að því kominn að kasta upp. Joachim Vinger var náfölur og leit allt í einu út fyrir að hafa elst um tíu ár. Nei, sagði hann, það getur ekki verið. Hálfbróðir hans leit á hann grunsemdaraugum. Hvað getur ekki verið, spurði hann. Að hann hafði dáið eðlileg- um dauðdaga. Pabbi stakk sér aldrei af vatnsbakkanum. Munið þið það ekki? Rödd Carl Vinger rauf þögnina. Nú er tími til kominn að hinn seki gefi sig fram. Ef 50 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.