Vikan


Vikan - 12.04.1999, Qupperneq 54

Vikan - 12.04.1999, Qupperneq 54
Enginn, sem ekki hefur upplifað það sjálfur, veit hvernig það er að veikjast af erfiðum sjúkdómi og kynnast þjáning- um sem honum fylgja. Ég vel þann kostinn að segja ykkur sögu mína án þess að nafn mitt komi fram. Ástæðan er sú að enn þann dag í dag eru for- dómar í þjóðfélag- inu gagnvart okkur sem haldin eru geð- sjúkdómum. „Ég var átján ára ungling- ur, hraustur og í blóma lífs- ins þegar ég varð fyrir erf- iðri lífsreynslu sem átti eftir að hafa áhrif á allt mitt líf. Ég fékk taugaáfall eftir að hafa orðið vitni að skelfilegu slysi. Ég var ekki mönnum sinnandi og þorði ekki að vera einn. Eftir að ég hafði sofið í sjö sólarhringa var ég lagður inn á geðsjúkrahús. Sjúkdómsgreining læknanna hljóðaði upp á þunglyndi og ég var í meðferð við því á sjúkrahúsinu í átta langa mánuði. A sjúkrahúsinu var allt gert sem í mannlegu valdi stóð til þess að hjálpa mér, en að læknum og hjúkrunarfólki ólöstuðu var það samt faðir minn sem reyndist mér best á þessum erfiða tíma. Hann heimsótti mig daglega á sjúkrahúsið og hafði alltaf eitthvað með- ferðis til þess að gleðja mig og styrkja. Mér fannst það kraftaverk þegar sá dagur kom að hægt var að útskrifa mig af sjúkrahúsinu. Ég komst aftur út í lífið og þurfti ekki lengur á geðlyfj- unum að halda. Aftur kom pabbi mér til hjálpar, hann útvegaði mér vinnu og studdi mig á allan hátt. AFTURÁ . SJUKRAHUS Árin liðu og næstu sautján árin kenndi ég mér einskis meins. Ég bjó í litlu þorpi úti á landsbyggðinni, var giftur og átti tvö börn. Þegar ég var 35 ára fór ég að finna fyrir van- líðan. Ég lifði góðu lífi og var í hamingjusömu hjóna- bandi en allt í einu varð ég haldinn miklum lífsleiða. Líðan mín varð stöðugt verri og ég leitaði til héraðs- læknisins sem sagði að lík- lega væri ég haldinn vægu þunglyndi. Svo var það einn morguninn að mér leið mjög undarlega. Ég ákvað samt að fara í vinnuna en var kominn aftur heim einni klukkustund síðar. Ég hringdi í lækninn og bað hann að koma og líta á mig, ég sagði honum að ég væri veikur en gæti ekki bent á nein sérstök einkenni. Læknirinn kom fljótlega, hann hringdi svo í konuna mína, bað hana að fá frí úr vinn- unni og flýta sér heim. Læknir- inn reyndi að tala við mig og ég heyrði hann segja eitthvað um það að ég þyrfti að fara strax til Reykja- víkur á sjúkrahús. Ég sagði ekkert, enda var ég ein- hvern veginn ekki í neinu ástandi til þess að tala eða gera nokkurn skapaðan hlut. Læknirinn leitaði til lögreglunnar á staðnum sem ók mér til Reykjavíkur. Ég sat aftur í bílnum, alveg sall- arólegur. Alla leiðina sagði ég ekki eitt einasta orð en fékk áköf grátköst af og til. Þegar við komum á Borgar- spítalann var ég lagður upp í rúm og svæfður með lyfjum. Þegar ég vaknaði fór ég í viðtal til geðlæknis, hann talaði lengi við mig og að því samtali loknu sagði hann mér að ég þyrfti að vera í lyfjameðferð á sjúkrahúsinu um óákveðinn tíma. HJÓNASKILNAÐUR OG MANIA Mig óraði ekki fyrir því hvað beið mín næstu árin. Þunglyndislyfin virkuðu illa á mig, sum þeirra virkuðu alls ekki og önnur eingöngu í stuttan tíma. Sífellt þurfti að reyna ný og ný lyf. Af og til fékk ég að fara heim af sjúkrahúsinu en það endaði alltaf á sama veg; líðan mín varð verri og ég þurfti að leggjast aftur inn á sjúkra- húsið. Svona gekk þetta í fjögur ár. Þá gerðist það óhjákvæmilega að konan mín óskaði eftir skilnaði. Ég ásaka hana ekki, hún ein- faldlega gafst upp á álaginu sem því fylgdi að sjá ein um heimilið og eiga veikan eig- inmann. Eftir skilnaðinn flutti ég til Reykjavíkur og stuttu seinna ákvað læknirinn minn að reyna nýtt lyf sem hann taldi að gæti hentað mér vel. Lyfið var mjög sterkt og í stað þess að fá mig upp úr geðlægðinni virkaði það þannig á mig að ég varð mjög ör. Þunglyndi er hræðilegur sjúkdómur en nú veit ég af reynslunni að manían er ennþá verri. Þetta maníukast stóð lengi og var mjög slæmt. Ég svaf sama og ekkert, eða í mesta lagi þrjár klukkustundir á sólarhring. Ég gekk á milli verslana og Það eru vond örlög að verða fórnarlamb hræði- legs sjúkdóms. Þunglyndi fylgja miklar andlegar þjáningar og ekki bætir úr skák hversu mikla for- dóma fólk hefur almennt gagnvart geðfötluðu fólki. Læknirinn leitaði til lögregl- unnar á staðnum sem ók mér til Reykjavíkur. Ég sat aftur í bílnum, alveg sallaró- legur. Alla leiðina sagði ég ekki eitt einasta orð en fékk áköf grátköst af og til. 54 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.